Akureyringar spenntir fyrir serbneskum markverði | Ekkert frágengið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júní 2012 10:17 Bjarni á ferðinni með Akureyri gegn Gróttu í vetur. Mynd / Vilhelm Bjarni Fritzson, annar þjálfara handboltaliðs Akureyrar, segist vonast til þess að félagið semji við serbneskan markvörð sem hefur verið á reynslu hjá félaginu. „Það á eftir að semja við hann og ganga frá samningnum svo að menn eru aðeins of fljótir á sér," sagði Bjarni sem segir alls ekki í höfn að markvörðurinn gangi til liðs við Akuryri. „Hann er líklega á leiðinni heim til sín í dag og ræðir við umboðsmanninn þegar hann kemur heim. Það er stórt spurningamerki að vanta markvörð. Ef okkur tekst að landa þessu lítur þetta vel út hjá okkur," segir Bjarni en liðið hefur æft af krafti undanfarið. Bjarni segir liðið hafa horft í kringum sig eftir markverði undanfarið. Serbneskur félagi hans hafi svo bent honum á góðan markvörð sem Bjarna líst vel á. „Hann hefur verið á reynslu hjá okkur. Við vorum virkilega ánægðir með hann. Hann kom mjög vel út á æfingu og gott að fá að sjá hann og ræða við hann. Hann kom mjög vel fyrir," segir Bjarni um markvörðinn sem er 24 ára. „Hann er 24 ára, verið fyrirliði í nokkur ár hjá sínu liði sem gefur til kynna sterkan persónuleika hjá svo ungum manni," segir Bjarni. Annars er það að frétta af Akureyringum að Hreinn Hauksson hefur ákveðið að spila með liðinu á næsta tímabili. Hins vegar er allt útli fyrir að Hörður Fannar Sigþórsson hverfi á braut til Færeyja. „Það er gríðarlegur fengur í Hreini og við erum lukkulegir með það. Við söknuðum hans mikið í vörninni í vetur. Hann er öflugasti bakvörðurinn á landinu og ekki gaman að spila á móti honum," segir Bjarni. Fjarveru Harðar, sem ekki er víst að af verði þó líklegt sé, segir Bjarni norðanliðið leysa þótt hans verði saknað. Ásgeir Jónsson er komið á fullt á nýjan leik eftir erfið meiðsli. „Hann fékk brjósklos í þrjá hryggjarliði í bakinu sem eru engin smámeiðsli. Sérstaklega fyrir línumann sem er alltaf í baráttunni," segir Bjarni sem segir Ásgeir líta mjög vel út. Olís-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Bjarni Fritzson, annar þjálfara handboltaliðs Akureyrar, segist vonast til þess að félagið semji við serbneskan markvörð sem hefur verið á reynslu hjá félaginu. „Það á eftir að semja við hann og ganga frá samningnum svo að menn eru aðeins of fljótir á sér," sagði Bjarni sem segir alls ekki í höfn að markvörðurinn gangi til liðs við Akuryri. „Hann er líklega á leiðinni heim til sín í dag og ræðir við umboðsmanninn þegar hann kemur heim. Það er stórt spurningamerki að vanta markvörð. Ef okkur tekst að landa þessu lítur þetta vel út hjá okkur," segir Bjarni en liðið hefur æft af krafti undanfarið. Bjarni segir liðið hafa horft í kringum sig eftir markverði undanfarið. Serbneskur félagi hans hafi svo bent honum á góðan markvörð sem Bjarna líst vel á. „Hann hefur verið á reynslu hjá okkur. Við vorum virkilega ánægðir með hann. Hann kom mjög vel út á æfingu og gott að fá að sjá hann og ræða við hann. Hann kom mjög vel fyrir," segir Bjarni um markvörðinn sem er 24 ára. „Hann er 24 ára, verið fyrirliði í nokkur ár hjá sínu liði sem gefur til kynna sterkan persónuleika hjá svo ungum manni," segir Bjarni. Annars er það að frétta af Akureyringum að Hreinn Hauksson hefur ákveðið að spila með liðinu á næsta tímabili. Hins vegar er allt útli fyrir að Hörður Fannar Sigþórsson hverfi á braut til Færeyja. „Það er gríðarlegur fengur í Hreini og við erum lukkulegir með það. Við söknuðum hans mikið í vörninni í vetur. Hann er öflugasti bakvörðurinn á landinu og ekki gaman að spila á móti honum," segir Bjarni. Fjarveru Harðar, sem ekki er víst að af verði þó líklegt sé, segir Bjarni norðanliðið leysa þótt hans verði saknað. Ásgeir Jónsson er komið á fullt á nýjan leik eftir erfið meiðsli. „Hann fékk brjósklos í þrjá hryggjarliði í bakinu sem eru engin smámeiðsli. Sérstaklega fyrir línumann sem er alltaf í baráttunni," segir Bjarni sem segir Ásgeir líta mjög vel út.
Olís-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira