Hamilton fljótastur á æfingum í Kanada Birgir Þór Harðarson skrifar 8. júní 2012 23:15 Hamilton var fljótastur á báðum æfingum dagsins. nordicphotos/afp Breski ökuþórinn Lewis Hamilton var fljótastur á báðum æfingum dagins í Kanada í dag. McLaren-bíll hans virkaði fínt en liðsfélagi hans, Jenson Button, ók aðeins fáeina hringi vegna bilunar í gírkassa. Það var ekki langt á efstu manna á seinni æfingunni. Aðeins skildu 0,7 sekúndur efstu þrettán að. Enn heldur Formúla 1 að vera óútreiknanleg og erfitt er að ráða í það hver verður fremstur á ráslínu í tímatökunum fyrir kappaksturinn á morgun. Athygli vakti að Lotus-liðið, með þá Kimi Raikkönen og Roman Grosjean við stýrið, gekk illa að raða sér meðal þeirra efstu. Bílar liðsins voru fjórtándu og fimmtándu hröðustu í seinni æfingunni. Michael Schumacher var um það bil 0,2 sekúndum fljótari en liðsfélagi sinn í seinni æfingunni. Sigri hann um helgina verður hann sjöundi sigurvegarinn í ár. Sjö gæti reynst happatalan hans því hann, sjöfaldur heimsmeistarinn, ekur bíl sjö, hefur sigrað sjö sinnum í Kanada og gæti sigrað mót númer sjö. Tímatökur fyrir kappaksturinn eru á morgun klukkan 16:50 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti „Þetta er bara gullfallegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Breski ökuþórinn Lewis Hamilton var fljótastur á báðum æfingum dagins í Kanada í dag. McLaren-bíll hans virkaði fínt en liðsfélagi hans, Jenson Button, ók aðeins fáeina hringi vegna bilunar í gírkassa. Það var ekki langt á efstu manna á seinni æfingunni. Aðeins skildu 0,7 sekúndur efstu þrettán að. Enn heldur Formúla 1 að vera óútreiknanleg og erfitt er að ráða í það hver verður fremstur á ráslínu í tímatökunum fyrir kappaksturinn á morgun. Athygli vakti að Lotus-liðið, með þá Kimi Raikkönen og Roman Grosjean við stýrið, gekk illa að raða sér meðal þeirra efstu. Bílar liðsins voru fjórtándu og fimmtándu hröðustu í seinni æfingunni. Michael Schumacher var um það bil 0,2 sekúndum fljótari en liðsfélagi sinn í seinni æfingunni. Sigri hann um helgina verður hann sjöundi sigurvegarinn í ár. Sjö gæti reynst happatalan hans því hann, sjöfaldur heimsmeistarinn, ekur bíl sjö, hefur sigrað sjö sinnum í Kanada og gæti sigrað mót númer sjö. Tímatökur fyrir kappaksturinn eru á morgun klukkan 16:50 og er í beinni á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti „Þetta er bara gullfallegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira