Forsetaefnin fjalla um siðareglur forseta 9. júní 2012 12:08 Forsetaefnin skýrðu áherslur sínar varðandi siðareglur forseta og tengsl hans við viðskiptalífið í Fréttablaðinu í dag. Spurt var: Finnst þér að setja eigi siðareglur um samskipti forseta við viðskiptalífið? Hvernig á forsetinn að beita sér í þágu einstakra fyrirtækja og atvinnugreina?Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur finnst sjálfsagt að setja siðareglur. Já mér finnst siðareglur sjálfsagðar - en mér myndi þó þykja eðlilegt að við ætlumst til þess að þjóðkjörinn forseti sé með sterkt siðferðisþrek og átti sig á mikilvægi aðskilnaðar embættisins/stjórnmála og viðskiptalífs auk þess sem hann áttaði sig á mikilvægi siðferðislegs ramma. Forsetinn á að vera almennur talsmaður lands og þjóðar í víðtækum skilningi. Hann getur því kynnt atvinnustefnu landsins og helstu atvinnuvegi þótt líklegra verði að teljast að kynningarfulltrúi atvinnuvegaráðuneytis myndi gera það. En að mínu mati á hann alls ekki að nota embættið í þeim tilgangi að vera milligöngumaður fyrir einstök fyrirtæki.Ari Trausti segir Siðfræðistofnun geta gert siðareglur Já, það á að setja embættinu siðareglur og hluti þeirra varðar atvinnuog viðskiptalífið enda farið fram á slíkt í stóru „hrunskýrslunni". Ekki er nóg að vísa til 9. greinar stjórnarskrárinnar um launuð störf forseta. Hitt er líka mikilvægt að forseti feli til dæmis Siðfræðistofnun Háskóla Íslands ekki aðeins að semja drög til að ræða og ganga síðan frá, heldur líka að hafa visst eftirlit með efndum. Mikilvægt er að forseti mismuni ekki fyrirtækjum, dragi ekki taum viðskiptablokka eða hagsmunasamtaka og sé raunsannur í málflutningi sínum; hvorki oflofi, oftúlki né fari með mál sitt fram úr því sem viðskiptalífið eða þekkingarstofnanir geta staðið við. Hann verður að vinna sérlega náið með ráðuneytum og til dæmis Íslandsstofu sem bera þungann af erlendum samskiptum, ef litið er til útlanda.Hannes Bjarnason segir mikilvægt að forseti kynni atvinnulífið á almennan hátt Að sjálfsögðu á forsetaembættið að setja sér siðareglur um samskipti forseta við viðskiptalífið. Siða reglurnar mundu skýra hvers atvinnulífið gæti vænst af forseta og mundi leiða til meiri gegnsæis meðal almennings í landinu. Forsetinn á að beita sér fyrir atvinnulífinu á almennan hátt og ekki fyrir einstök fyrirtæki. Það sama gildir með atvinnugreinar - þær á forsetinn að kynna á almennan hátt. Kynning á erlendum vettvangi er vandmeðfarin. Það er umhugsunarefni hvort eigi að tengja sögu okkar svo sterkt við einstök fyrirtæki eins og sitjandi forseti hefur gert í áraraðir. Við höfum okkar sögu og við höfum okkar atvinnulíf sem varla er hægt að útskýra með því að við vorum eitt sinn víkingar og herjuðum víða.Herdís Þorgeirsdóttir segir siðareglur ekki breyta raunveruleika íslenskra stjórnmála Forseti Íslands er þjóðkjörinn og það hefur í huga þjóðarinnar þýtt að þá stöðu skipaði grandvar einstaklingur enda hefur þjóðin lengst af borið virðingu fyrir þessu embætti. Vegna gagnrýni í viðauka við rannsóknarskýrslu Alþingis á það hvernig sitjandi forseti beitti sér í þágu útrásarinnar hefur verið kallað eftir siðareglum um embættið. Í kjölfar hrunsins er mörgum ljóst að sterk peningaöfl eru í aðstöðu til að hafa áhrif á það hver er kjörinn forseti. Það er alþjóðlega viðurkennt vandamál að peningaöfl eru að ná tökum á „lýðræðinu" í gegnum áhrif sín í fjölmiðlum. Siðareglur um samskipti forseta við viðskiptalífið eru „fjarvistarsönnun" frá þeim veruleika en þær út af fyrir sig breyta honum ekki. Hvað varðar síðari spurninguna er sjálfsagt að forseti Íslands tali máli atvinnulífsins þannig að þjóni hagsmunum þjóðarinnar og sæmi virðingu embættisins.Ólafur Ragnar Grímsson segir aðalatriði að gagnsæi ríki Líkt og öllum þjóðhöfðingjum Evrópu ber forseta Íslands að styrkja atvinnulíf, nýsköpun, fræði og menningu og að stuðla að framför landsins og tækifærum ungrar kynslóðar. Það þarf að gera í samræmi við kröfur hvers tíma og þannig að þátttaka í slíkum verkum sé öllum opin og jafnræðis gætt. Aðalatriðið er að gagnsæi ríki um slík verk líkt og gert hefur verið í áraraðir með upplýsingum á heimasíðu forsetaembættisins Forseti.is.Þóra Arnórsdóttir segir mikilvægt að fá ramma um samskiptin Forsetinn á að bera hróður lands og þjóðar sem víðast, án þess þó að fleipra eða draga upp einhverja glansmynd. Honum ber að kynna íslenskt atvinnulíf, félagasamtök og menningu erlendis. En það er mikilvægt að setja ramma utan um þessi samskipti svo allir viti hvar þeir standa. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira
Forsetaefnin skýrðu áherslur sínar varðandi siðareglur forseta og tengsl hans við viðskiptalífið í Fréttablaðinu í dag. Spurt var: Finnst þér að setja eigi siðareglur um samskipti forseta við viðskiptalífið? Hvernig á forsetinn að beita sér í þágu einstakra fyrirtækja og atvinnugreina?Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur finnst sjálfsagt að setja siðareglur. Já mér finnst siðareglur sjálfsagðar - en mér myndi þó þykja eðlilegt að við ætlumst til þess að þjóðkjörinn forseti sé með sterkt siðferðisþrek og átti sig á mikilvægi aðskilnaðar embættisins/stjórnmála og viðskiptalífs auk þess sem hann áttaði sig á mikilvægi siðferðislegs ramma. Forsetinn á að vera almennur talsmaður lands og þjóðar í víðtækum skilningi. Hann getur því kynnt atvinnustefnu landsins og helstu atvinnuvegi þótt líklegra verði að teljast að kynningarfulltrúi atvinnuvegaráðuneytis myndi gera það. En að mínu mati á hann alls ekki að nota embættið í þeim tilgangi að vera milligöngumaður fyrir einstök fyrirtæki.Ari Trausti segir Siðfræðistofnun geta gert siðareglur Já, það á að setja embættinu siðareglur og hluti þeirra varðar atvinnuog viðskiptalífið enda farið fram á slíkt í stóru „hrunskýrslunni". Ekki er nóg að vísa til 9. greinar stjórnarskrárinnar um launuð störf forseta. Hitt er líka mikilvægt að forseti feli til dæmis Siðfræðistofnun Háskóla Íslands ekki aðeins að semja drög til að ræða og ganga síðan frá, heldur líka að hafa visst eftirlit með efndum. Mikilvægt er að forseti mismuni ekki fyrirtækjum, dragi ekki taum viðskiptablokka eða hagsmunasamtaka og sé raunsannur í málflutningi sínum; hvorki oflofi, oftúlki né fari með mál sitt fram úr því sem viðskiptalífið eða þekkingarstofnanir geta staðið við. Hann verður að vinna sérlega náið með ráðuneytum og til dæmis Íslandsstofu sem bera þungann af erlendum samskiptum, ef litið er til útlanda.Hannes Bjarnason segir mikilvægt að forseti kynni atvinnulífið á almennan hátt Að sjálfsögðu á forsetaembættið að setja sér siðareglur um samskipti forseta við viðskiptalífið. Siða reglurnar mundu skýra hvers atvinnulífið gæti vænst af forseta og mundi leiða til meiri gegnsæis meðal almennings í landinu. Forsetinn á að beita sér fyrir atvinnulífinu á almennan hátt og ekki fyrir einstök fyrirtæki. Það sama gildir með atvinnugreinar - þær á forsetinn að kynna á almennan hátt. Kynning á erlendum vettvangi er vandmeðfarin. Það er umhugsunarefni hvort eigi að tengja sögu okkar svo sterkt við einstök fyrirtæki eins og sitjandi forseti hefur gert í áraraðir. Við höfum okkar sögu og við höfum okkar atvinnulíf sem varla er hægt að útskýra með því að við vorum eitt sinn víkingar og herjuðum víða.Herdís Þorgeirsdóttir segir siðareglur ekki breyta raunveruleika íslenskra stjórnmála Forseti Íslands er þjóðkjörinn og það hefur í huga þjóðarinnar þýtt að þá stöðu skipaði grandvar einstaklingur enda hefur þjóðin lengst af borið virðingu fyrir þessu embætti. Vegna gagnrýni í viðauka við rannsóknarskýrslu Alþingis á það hvernig sitjandi forseti beitti sér í þágu útrásarinnar hefur verið kallað eftir siðareglum um embættið. Í kjölfar hrunsins er mörgum ljóst að sterk peningaöfl eru í aðstöðu til að hafa áhrif á það hver er kjörinn forseti. Það er alþjóðlega viðurkennt vandamál að peningaöfl eru að ná tökum á „lýðræðinu" í gegnum áhrif sín í fjölmiðlum. Siðareglur um samskipti forseta við viðskiptalífið eru „fjarvistarsönnun" frá þeim veruleika en þær út af fyrir sig breyta honum ekki. Hvað varðar síðari spurninguna er sjálfsagt að forseti Íslands tali máli atvinnulífsins þannig að þjóni hagsmunum þjóðarinnar og sæmi virðingu embættisins.Ólafur Ragnar Grímsson segir aðalatriði að gagnsæi ríki Líkt og öllum þjóðhöfðingjum Evrópu ber forseta Íslands að styrkja atvinnulíf, nýsköpun, fræði og menningu og að stuðla að framför landsins og tækifærum ungrar kynslóðar. Það þarf að gera í samræmi við kröfur hvers tíma og þannig að þátttaka í slíkum verkum sé öllum opin og jafnræðis gætt. Aðalatriðið er að gagnsæi ríki um slík verk líkt og gert hefur verið í áraraðir með upplýsingum á heimasíðu forsetaembættisins Forseti.is.Þóra Arnórsdóttir segir mikilvægt að fá ramma um samskiptin Forsetinn á að bera hróður lands og þjóðar sem víðast, án þess þó að fleipra eða draga upp einhverja glansmynd. Honum ber að kynna íslenskt atvinnulíf, félagasamtök og menningu erlendis. En það er mikilvægt að setja ramma utan um þessi samskipti svo allir viti hvar þeir standa.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira