Egils Gull mótið tafðist vegna veðurs - stefnt á að klára 36 holur í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2012 15:27 Ragnar Már Garðarssson að slá á 9 flöt. Mynd/Golfsamband Íslands/Stefán Egils Gull mótið sem er annað stigamót ársins á Eimskipamótaröðinni hófst í morgun klukkan tíu í Vestmannaeyjum en vegna veðurs frestaði mótstjórn ræsingu um tvo og hálfan tíma. Alls eru 84 keppendur mættir til leiks og mótið er því fullskipað en áætlað var að leika 36 holur í dag og 18 á morgun. Þó að aðstæður hafi lagast talsvert er enn töluverður vindur og eru aðstæður því erfiðar fyrir kylfingana. Hægt er að fylgjast með skori keppenda með því að fara inn á www.golf.is/skor og m.golf.is/skor. Meðal keppenda eru þeir Stefán Már Stefánsson GR og Þórður Rafn Gissurarson en þeir luku leik á fimmtudaginn á Land Fleesensee Classic mótinu sem fram fór í Þýskalandi. Báðir léku þeir lokahringinn í mótinu á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. Mótið er hluti af þýsku EPD-mótaröðinni. Þórður Rafn varð í 24. sæti í mótinu á samtals tveimur höggum undir pari. Hann fékk fimm fugla, einn skolla og einn tvöfaldan skolla á hringnum í dag. Árangurinn hjá Þórði er hans besti á mótaröðinni í ár. Stefán Már varð í 36. sæti á samtals einu höggi yfir pari og lyfti sér upp töfluna með hring dagsins. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Egils Gull mótið sem er annað stigamót ársins á Eimskipamótaröðinni hófst í morgun klukkan tíu í Vestmannaeyjum en vegna veðurs frestaði mótstjórn ræsingu um tvo og hálfan tíma. Alls eru 84 keppendur mættir til leiks og mótið er því fullskipað en áætlað var að leika 36 holur í dag og 18 á morgun. Þó að aðstæður hafi lagast talsvert er enn töluverður vindur og eru aðstæður því erfiðar fyrir kylfingana. Hægt er að fylgjast með skori keppenda með því að fara inn á www.golf.is/skor og m.golf.is/skor. Meðal keppenda eru þeir Stefán Már Stefánsson GR og Þórður Rafn Gissurarson en þeir luku leik á fimmtudaginn á Land Fleesensee Classic mótinu sem fram fór í Þýskalandi. Báðir léku þeir lokahringinn í mótinu á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. Mótið er hluti af þýsku EPD-mótaröðinni. Þórður Rafn varð í 24. sæti í mótinu á samtals tveimur höggum undir pari. Hann fékk fimm fugla, einn skolla og einn tvöfaldan skolla á hringnum í dag. Árangurinn hjá Þórði er hans besti á mótaröðinni í ár. Stefán Már varð í 36. sæti á samtals einu höggi yfir pari og lyfti sér upp töfluna með hring dagsins.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira