Vettel á ráspól í Kanada Birgir Þór Harðarson skrifar 9. júní 2012 18:16 Vettel var einbeittur fyrir tímatökuna í Kanada og setti bílinn á ráspól. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull-bíl verður enn á ný á ráspól í Kanada kappakstrinum á morgun. Hann var þó nokkuð fljótari en Lewis Hamilton á McLaren, þremur tíundu úr sekúndu. Fernando Alonso var þriðji á Ferrari-bílnum og Mark Webber, liðsfélagi Vettels fjórði. Nico Rosberg á Mercedes var fimmti. Michael Schumacher var aðeins níundi, sem verður að teljast nokkur vonbrigði fyrir aldursforsetan því fyrir mótið var hann talinn líklegur sigurvegari í Kanada. Jenson Button mun ræsa tíundi á ráslínunni á morgun. McLaren-liðið lagði bíl hans þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir og hann ók ekki meira. Kimi Raikkönen komst ekki upp úr annari lotu tímatökunnar en liðsfélagi hans hjá Lotus, Romain Grosjean, komst alla leið og ræsir sjöundi á eftir Felipe Massa. Paul di Resta hjá Force India ræsir þar rétt á eftir. Af öftustu mönnum er það að frétta að Pedro de la Rosa á HRT-bíl var fljótari en liðsfélagi sinn og báðir Marussia-bílarnir. Það verður að teljast góð niðurstaða fyrir HRT sem hefur verið í ruglinu í upphafi tímabilsins. Kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst útsendingin klukkan 17:40. Formúla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull-bíl verður enn á ný á ráspól í Kanada kappakstrinum á morgun. Hann var þó nokkuð fljótari en Lewis Hamilton á McLaren, þremur tíundu úr sekúndu. Fernando Alonso var þriðji á Ferrari-bílnum og Mark Webber, liðsfélagi Vettels fjórði. Nico Rosberg á Mercedes var fimmti. Michael Schumacher var aðeins níundi, sem verður að teljast nokkur vonbrigði fyrir aldursforsetan því fyrir mótið var hann talinn líklegur sigurvegari í Kanada. Jenson Button mun ræsa tíundi á ráslínunni á morgun. McLaren-liðið lagði bíl hans þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir og hann ók ekki meira. Kimi Raikkönen komst ekki upp úr annari lotu tímatökunnar en liðsfélagi hans hjá Lotus, Romain Grosjean, komst alla leið og ræsir sjöundi á eftir Felipe Massa. Paul di Resta hjá Force India ræsir þar rétt á eftir. Af öftustu mönnum er það að frétta að Pedro de la Rosa á HRT-bíl var fljótari en liðsfélagi sinn og báðir Marussia-bílarnir. Það verður að teljast góð niðurstaða fyrir HRT sem hefur verið í ruglinu í upphafi tímabilsins. Kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst útsendingin klukkan 17:40.
Formúla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira