Reyna aftur að fá risahöfn samþykkta Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2012 20:30 Langanesbyggð reynir nú í annað sinn að fá risahöfn og alþjóðaflugvöll inn á aðalskipulag en Skipulagsstofnun lagðist gegn því í fyrra og taldi áformin þá ekki raunhæf. Ráðamenn Langanesbyggðar ætla samfélaginu þar engin smáræðis umsvif í framtíðinni. Í Gunnólfsvík eru þeir búnir að láta teikna langstærstu höfn á Íslandi, með allt að tíu kílómetra viðleguköntum. Við Þórshöfn gera þeir ráð fyrir að flugvöllurinn verði stækkaður svo mikið að hann verði sá næststærsti á landinu, á eftir Keflavíkurflugvelli.Höfnin í Gunnólfsvík yrði sú stærsta á Íslandi.Hugmyndin er að bjóða fram aðstöðu fyrir umskipunarhöfn vegna siglinga yfir Norðuríshafið og iðnaðarlóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. Nokkrir landeigendur brugðust hins vegar ókvæða við þegar áformin voru kynnt í fyrra, töluðu um loftkastala, og bentu á að gildistaka skipulagsins myndi þrengja möguleika þeirra til framkvæmda á eigin jörðum. Undir þetta tók Skipulagsstofnun, sagði áform um risahöfn og alþjóðaflugvöll á Langanesi ekki raunhæf, og ekki væri rétt að takmarka mögulegar framkvæmdir bænda fyrr en raunhæfari forsendur lægju fyrir.Eftir stækkun yrði Þórhafnarflugvöllur næststærsti flugvöllur landsins.En nú hefur Langanesbyggð auglýst aðalskipulagið að nýju, en með breytingum, og segir Gunnólfur Lárusson sveitarstjóri að tekið hafi verið tillit til óska landeigenda, iðnaðarlóðir minnkaðar og þverbraut flugvallarins stytt. Þá hefur það líka gerst í millitíðinni að alþjóðleg fyrirtæki eru farin að gera viljayfirlýsingar við sveitarfélög hérlendis um hafnaraðstöðu vegna olíuleitar í Norðurhöfum. Frestur til að skila inn athugasemdum við nýja skipulagið er til 25. júní. Í viðtali á Stöð 2 í mars í fyrra sagði Gunnólfur sveitarstjóri að byrjað væri að kynna erlendum fjárfestum og stórveldum áformin, búið væri að útbúa bækling á kínversku og kínverski sendiherrann hefði heimsótt Langanesbyggð til að kynna sér málið. Tengdar fréttir Viljayfirlýsingar komnar um þrjár þjónustuhafnir fyrir olíuborpalla Olíudreifing hefur í samstarfi við stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla gert viljayfirlýsingar síðustu tvo daga um að hafnirnar á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri verði þjónustumiðstöðvar við olíuleit á Jan Mayen-hryggnum og við Austur-Grænland. Spáð er að fyrsti borpallurinn komi á Drekasvæðið eftir eitt ár til þrjú ár. 12. apríl 2012 18:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Langanesbyggð reynir nú í annað sinn að fá risahöfn og alþjóðaflugvöll inn á aðalskipulag en Skipulagsstofnun lagðist gegn því í fyrra og taldi áformin þá ekki raunhæf. Ráðamenn Langanesbyggðar ætla samfélaginu þar engin smáræðis umsvif í framtíðinni. Í Gunnólfsvík eru þeir búnir að láta teikna langstærstu höfn á Íslandi, með allt að tíu kílómetra viðleguköntum. Við Þórshöfn gera þeir ráð fyrir að flugvöllurinn verði stækkaður svo mikið að hann verði sá næststærsti á landinu, á eftir Keflavíkurflugvelli.Höfnin í Gunnólfsvík yrði sú stærsta á Íslandi.Hugmyndin er að bjóða fram aðstöðu fyrir umskipunarhöfn vegna siglinga yfir Norðuríshafið og iðnaðarlóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. Nokkrir landeigendur brugðust hins vegar ókvæða við þegar áformin voru kynnt í fyrra, töluðu um loftkastala, og bentu á að gildistaka skipulagsins myndi þrengja möguleika þeirra til framkvæmda á eigin jörðum. Undir þetta tók Skipulagsstofnun, sagði áform um risahöfn og alþjóðaflugvöll á Langanesi ekki raunhæf, og ekki væri rétt að takmarka mögulegar framkvæmdir bænda fyrr en raunhæfari forsendur lægju fyrir.Eftir stækkun yrði Þórhafnarflugvöllur næststærsti flugvöllur landsins.En nú hefur Langanesbyggð auglýst aðalskipulagið að nýju, en með breytingum, og segir Gunnólfur Lárusson sveitarstjóri að tekið hafi verið tillit til óska landeigenda, iðnaðarlóðir minnkaðar og þverbraut flugvallarins stytt. Þá hefur það líka gerst í millitíðinni að alþjóðleg fyrirtæki eru farin að gera viljayfirlýsingar við sveitarfélög hérlendis um hafnaraðstöðu vegna olíuleitar í Norðurhöfum. Frestur til að skila inn athugasemdum við nýja skipulagið er til 25. júní. Í viðtali á Stöð 2 í mars í fyrra sagði Gunnólfur sveitarstjóri að byrjað væri að kynna erlendum fjárfestum og stórveldum áformin, búið væri að útbúa bækling á kínversku og kínverski sendiherrann hefði heimsótt Langanesbyggð til að kynna sér málið.
Tengdar fréttir Viljayfirlýsingar komnar um þrjár þjónustuhafnir fyrir olíuborpalla Olíudreifing hefur í samstarfi við stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla gert viljayfirlýsingar síðustu tvo daga um að hafnirnar á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri verði þjónustumiðstöðvar við olíuleit á Jan Mayen-hryggnum og við Austur-Grænland. Spáð er að fyrsti borpallurinn komi á Drekasvæðið eftir eitt ár til þrjú ár. 12. apríl 2012 18:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Viljayfirlýsingar komnar um þrjár þjónustuhafnir fyrir olíuborpalla Olíudreifing hefur í samstarfi við stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla gert viljayfirlýsingar síðustu tvo daga um að hafnirnar á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri verði þjónustumiðstöðvar við olíuleit á Jan Mayen-hryggnum og við Austur-Grænland. Spáð er að fyrsti borpallurinn komi á Drekasvæðið eftir eitt ár til þrjú ár. 12. apríl 2012 18:30