Inn á Vísi er núna hægt að skoða allan þátt Þorsteins Joð Vilhjálmssonar frá því í gær þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar var gerður upp.
Þorsteinn Joð fór yfir leikinn með knattspyrnuspekingunum Heimi Guðjónssyni, Reyni Leóssyni og Pétri Marteinssyni. Þeir ræddu það hvernig Chelsea tókst loksins að vinna Meistaradeildina en Chelsea vann Bayern í vítakeppni.
Þeir sem vilja sjá allt um úrslitaleik Meistaradeildarinnar geta smellt hér fyrir ofan en það var mikil dramatík í kringum þennan sögulega sigur Chelsea-manna. Strákarnir skoða mörkin og færin í úrslitaleiknum í þættinum sem og gríðarlegan fögnuð Chelsea-leikmannanna í leikslok.
