Hjörtur Logi Valgarðsson leysti meiddan Hjálmar Jónsson af hólmi eftir aðeins átta mínútur í kvöld. Þá gerði lið þeirra, IFK Göteborg, 1-1, jafntefli við GAIS.
Göteborg er í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.
Davíð Þór Viðarsson var í byrjunarliði Öster og lék allan leikinn í góðum 0-1 útisigri á IK Brage.
Öster sem fyrr á toppi sænsku B-deildarinnar.
Hjálmar meiddist í jafnteflisleik
