Fjölþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni átti misjöfnu gengi að fagna á fyrri degi sjöþrautarmóts í Lerum í Svíþjóð í dag.
Helga Margrét hefur 3.367 stig að loknum fyrri degi. Í metþraut hennar hafði hún 3.520 stig í lok fyrri dags.
Helga Margrét hljóp 100 metra grindarhlaupið á 14.76 sekúndum (874 stig) og stökk 1.73 metra í hástökki (891 stig). Hún náði sér ekki á strik í kúlunni sem flaug lengst 13.84 metra (783 stig). Kastið var þó betra en í metþraut hennar.
Í lokagrein dagsins, 200 metra hlaupi, kom Helga Margrét í mark á 25.75 sekúndum (819 stig) sem er þó nokkuð frá hennar besta tíma (24.77 sek).
Að sögn Vésteins Hafsteinssonar frjálsíþróttaþjálfara á hún enn möguleika á að bæta met sitt og ná lágmörkum fyrir Evrópumeistaramótið (5.920 stig) og Ólympíuleikana (5.950 stig).
Skin og skúrir hjá Helgu Margréti í Svíþjóð
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti

Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn
