Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ísak Jasonarson úr Keili deila efsta sætinu þegar keppni er hálfnuð á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni á þessu keppnistímabili í íslenska golfinu. Birgir fékk örn (-2) á 18. holuna í dag sem hann lék á 3 höggum. Ísak er aðeins 16 ára gamall og kemur hann með látum inn á fyrsta stigamótið. Theodór Emil Karlsson úr Kili Mosfellsbæ og Ottó Sigurðsson úr GKG eru einu höggi á eftir efstu mönnum en þeir léku báðir á 73 höggum.
Axel Bóasson úr Keili, Íslandsmeistarinn í höggleik karla, lék á 76 höggum og er hann í 10. sæti. Axel tryggði sér sigurinn á Íslandsmótinu í fyrra á Hólmsvelli í Leiru.
Aðstæður voru erfiðar í dag á Suðurnesjunum. Hávaðarok sett svip sinn á keppnina og skor kylfinga var því frekar hátt.
Staða efstu manna:
1. -2. Ísak Jasonarson, GK 72
1. -2. Birgir Leifur Hafþórsson GKG 72
3. -4. Theodór Emil Karlsson, GKj., 73
3.-4. Ottó Sigurðsson, GKG 73
5. Kristján Þór Einarsson, GK 74
6.-9. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 75
6.-9. Pétur Freyr Pétursson, GR 75
6.-9. Rúnar Arnórsson, GK 75

