Tim Cook afþakkaði 75 milljónir dollara 26. maí 2012 23:30 Tim Cook, stjórnarformaður Apple. mynd/AP Tim Cook, stjórnarformaður Apple, afþakkaði 75 milljón dollara eða um 9.8 milljarða króna arðgreiðslu á dögunum. Þetta gerði hann ásamt öðrum starfsmönnum Apple sem eiga hlutbréf í fyrirtækinu. Apple á um 100 milljarða dollara eða um 13 þúsund milljarða króna í lausafé. Þessir gríðarlegu fjármunir eru bein afleiðing af ótrúlegri velgengni Apple á síðustu árum. Fyrir nokkru ákvað stjórn Apple að greiða út arð í fyrsta skipti í 17 ár. Fyrrverandi stjórnarformaður fyrirtækisins, Steve Jobs, var ávallt mótfallinn slíkum greiðslum. Þegar Cook tók við störfum var áherslunum þó breytt. Cook á 1.1 milljón hluti í Apple en um 935 milljón hlutir eru skráðir á markað. Markaðsvirði hluta Cook nemur tæpum 620 milljónum dala eða um 80 milljörðum íslenskra króna. Cook á þó fyrir salti í grautinn enda nema árslaun hans 900 þúsund dollurum eða um 116 milljónum króna. Þetta eru töluvert hærri laun en forveri hans, Steve Jobs, var með á ári en hann ákvað að hentug laun væru einn dollari eða tæpar 130 krónur. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tim Cook, stjórnarformaður Apple, afþakkaði 75 milljón dollara eða um 9.8 milljarða króna arðgreiðslu á dögunum. Þetta gerði hann ásamt öðrum starfsmönnum Apple sem eiga hlutbréf í fyrirtækinu. Apple á um 100 milljarða dollara eða um 13 þúsund milljarða króna í lausafé. Þessir gríðarlegu fjármunir eru bein afleiðing af ótrúlegri velgengni Apple á síðustu árum. Fyrir nokkru ákvað stjórn Apple að greiða út arð í fyrsta skipti í 17 ár. Fyrrverandi stjórnarformaður fyrirtækisins, Steve Jobs, var ávallt mótfallinn slíkum greiðslum. Þegar Cook tók við störfum var áherslunum þó breytt. Cook á 1.1 milljón hluti í Apple en um 935 milljón hlutir eru skráðir á markað. Markaðsvirði hluta Cook nemur tæpum 620 milljónum dala eða um 80 milljörðum íslenskra króna. Cook á þó fyrir salti í grautinn enda nema árslaun hans 900 þúsund dollurum eða um 116 milljónum króna. Þetta eru töluvert hærri laun en forveri hans, Steve Jobs, var með á ári en hann ákvað að hentug laun væru einn dollari eða tæpar 130 krónur.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira