Kvennasveit Íslands hafnaði í fjórða sæti og setti nýtt Íslandsmet í úrslitum í 4x100 metra fjórsundi á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi í morgun.
Íslensku stelpurnar syntu á tímanum 4:06.64 mínútum og bætti Íslandsmetið sem sveitin setti í morgun (4:07.33 mínútur) um 69/100 úr sekúndu.
Frábær árangur hjá íslensku sveitinni ekki síst ef haft er í huga að Hrafnhildur Lúthersdóttir og Sarah Blake Bateman höfðu nýlokið úrslitasundum sínum í 50 metra bringusundi og skriðsundi.
Tímarnir í dag:
Eygló Ósk Gústafsdóttir (1.02,75 mín)
Hrafnhildur Lúthersdóttir (1:08.57 mín)
Sarah Blake Bateman (59.81 sek)
Eva Hannesdóttir (55.51 sek)

