Mótið í Mónakó undirbúið - myndir Birgir Þór Harðarson skrifar 28. maí 2012 21:00 Tröllvaxnar snekkjur í tugatali lágu við hafnarbakkann. mynd/biggi Um helgina fór kappaksturinn í Mónakó fram og fagnaði Mark Webber sigri þegar hann ók Red Bull-bíl sínum yfir endalínuna. Það er þó ekki einfalt að skella upp kappakstursbraut í einu minnsta landi í Evrópu. Kappakstursbrautin liggur á helstu götum borgarinnar. Það er þó ekki hægt að loka götunum fyrir almenna umferð heila viku fyrir kappaksturinn. Blaðamaður Vísis var á ferðinni í Mónakó og tók meðfylgjandi myndir af undirbúninginum fyrir helgi.Liðsmenn Force India-liðsins voru í óða önn að púsla bíl Nico Hulkenberg saman og gera kláran fyrir æfingar fimmtudagsins.mynd/biggiKonunglega stúkan í Mónakó var komin upp og búið að teppaleggja stigana. Albert Prins hefur örugglega skemmt sér vel í ár enda með glæsilegt útsýni yfir ráslínuna.mynd/biggiNiður við sundlaugina var búið að skella upp stúkum og verið að reisa vegriðin umhverfis brautina. Hér má einnig sjá hvernig borgin er byggð upp í fjöllin.mynd/biggiHorft frá Mirabeau niður að Loews beygjunni, þeirri þrengstu í Formúlu 1, frá Mirabeau. Þarna er þung umferð á háannatíma á miðvikudegi fyrir mót.mynd/biggiMirabeau-beygjan er nefnd eftir hótelinu sem við hana stendur (fyrir aftan ljósmyndara). Brekkan niður að henni er mun brattari en hún virðist vera í sjónvarpinu.mynd/biggiÞegar horft var yfir höfnina úr Beau Rivage-brekkunni blöstu við snekkjur í tugatali í höfninni. Einnig mátti heyra spænskar raddir verkamanna sem börðust við að koma fyrir risaskjáum, dekkjaveggjum og vegriðum í tæka tíð.mynd/biggiGöturnar eru mjög þröngar í Mónakó. Þær eru jafnvel enn þrengri þegar fólk er búið að leggja bílum sínum að evrópskum sið. Hér má sjá útsýnið af VIP svölunum í Beau Rivage-brekkunni yfir Tabac-beygjuna og höfnina.mynd/biggiFyrsta beygja í brautinni í Mónakó er kölluð Ste Devote eftir þessari kirkju sem stendur nokkrum metrum frá.mynd/biggiEins og allt annað í Mónakó þá er útkoman út af viðgerðarsvæðinu þröng. Þó búið sé að setja upp vegrið og undirbúa borgina fyrir kappakstur er umferð hleypt um göturnar eins og um venjulegan dag væri að ræða í furstadæminu.mynd/biggiAugu allra eru á þessum ljósum í upphafi hvers móts.mynd/biggi Formúla Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Um helgina fór kappaksturinn í Mónakó fram og fagnaði Mark Webber sigri þegar hann ók Red Bull-bíl sínum yfir endalínuna. Það er þó ekki einfalt að skella upp kappakstursbraut í einu minnsta landi í Evrópu. Kappakstursbrautin liggur á helstu götum borgarinnar. Það er þó ekki hægt að loka götunum fyrir almenna umferð heila viku fyrir kappaksturinn. Blaðamaður Vísis var á ferðinni í Mónakó og tók meðfylgjandi myndir af undirbúninginum fyrir helgi.Liðsmenn Force India-liðsins voru í óða önn að púsla bíl Nico Hulkenberg saman og gera kláran fyrir æfingar fimmtudagsins.mynd/biggiKonunglega stúkan í Mónakó var komin upp og búið að teppaleggja stigana. Albert Prins hefur örugglega skemmt sér vel í ár enda með glæsilegt útsýni yfir ráslínuna.mynd/biggiNiður við sundlaugina var búið að skella upp stúkum og verið að reisa vegriðin umhverfis brautina. Hér má einnig sjá hvernig borgin er byggð upp í fjöllin.mynd/biggiHorft frá Mirabeau niður að Loews beygjunni, þeirri þrengstu í Formúlu 1, frá Mirabeau. Þarna er þung umferð á háannatíma á miðvikudegi fyrir mót.mynd/biggiMirabeau-beygjan er nefnd eftir hótelinu sem við hana stendur (fyrir aftan ljósmyndara). Brekkan niður að henni er mun brattari en hún virðist vera í sjónvarpinu.mynd/biggiÞegar horft var yfir höfnina úr Beau Rivage-brekkunni blöstu við snekkjur í tugatali í höfninni. Einnig mátti heyra spænskar raddir verkamanna sem börðust við að koma fyrir risaskjáum, dekkjaveggjum og vegriðum í tæka tíð.mynd/biggiGöturnar eru mjög þröngar í Mónakó. Þær eru jafnvel enn þrengri þegar fólk er búið að leggja bílum sínum að evrópskum sið. Hér má sjá útsýnið af VIP svölunum í Beau Rivage-brekkunni yfir Tabac-beygjuna og höfnina.mynd/biggiFyrsta beygja í brautinni í Mónakó er kölluð Ste Devote eftir þessari kirkju sem stendur nokkrum metrum frá.mynd/biggiEins og allt annað í Mónakó þá er útkoman út af viðgerðarsvæðinu þröng. Þó búið sé að setja upp vegrið og undirbúa borgina fyrir kappakstur er umferð hleypt um göturnar eins og um venjulegan dag væri að ræða í furstadæminu.mynd/biggiAugu allra eru á þessum ljósum í upphafi hvers móts.mynd/biggi
Formúla Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira