Það fóru fram þrír leikir í tólftu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag. Íslendingar voru að vanda að spila með liðum sínum, en létu þó óvenju lítið fyrir sér fara í leikjum dagsins.
Bjarni Ólafur Eiríksson, spilaði allan leikinn í 4-1 sigri í Stabæk á Lilleström. Björn Bergmann Sigurðarson var tekinn útaf á 85. mínútu en Pálmi Rafn Pálmason spilaði allan leikinn fyrir Íslendingalið Lilleström. Stefán Logi Magnússon, sat allan tímann á varamannabekk liðsins í dag.
Steinþór Freyr Þorsteinsson var á sínum stað í byrjunarliði Sandnes Ulf, sem tapaði fyrir Haugesund 2-0. Gamli FH-ingurinn, Alexander Söderlund, skoraði annað af mörkum Haugesund í leiknum.
Nýliðar Hönefoss gerðu svo 1-1 jafntefli við topplið Molde á heimavelli. Arnór Sveinn Aðalsteinsson, spilaði allan leikinn vörn Hönefoss.
Molde situr því á toppi deildarinnar en liðið er með tuttugu og fimm stig eftir tólf leiki. Strømsgodset er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Molde, en hafa leikið einum leik færra. Haugesund fylgir svo þar fast á eftir í þriðja sætinu.
Leikir í norska boltanum | Íslendingaslagur í Stabæk
Stefán Hirst Friðriksson skrifar

Mest lesið






Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs
Körfubolti


„Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“
Fótbolti

