SFO lömuð eftir rannsókn á Kaupþingsmáli Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. maí 2012 11:17 Tchenguizbræðurnir voru handteknir og húsleit gerð hjá þeim. Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, eða Serious Fraud Office, gerði ekki eina einustu húsleit á tímabilinu apríl 2011 - apríl 2012. Breska blaðið Financial Times fjallar um málið á vef sínum í gær og telur vísbendingar vera um að stofnunin sé orðin of varkár eftir að Tchenguizmálið klúðraðist. Húsleitir hjá bræðrunum Vincent og Robert Tchenguiz í mars 2011 vöktu mikla athygli, en að undanförnu hefur verið deilt um það hvort heimild hafi verið fyrir húsleitum og handtöku bræðranna. Sú deila er nú komin fyrir dómstóla. Á tímabilinu apríl 2008-apríl 2009 réðst Serious Fraud Office í 63 húsleitir. Árið eftir var ráðist í farið í 43 húsleitir og þar eftir var farið í 47. Financial Times segir að þessar tölur hafi vakið upp spurningar um það hvort stofnunin sé starfhæf. „Ef fyrirtæki og einstaklingar liggja undir grun um fjárhagssvindl er nauðsynlegt að eftirlitskerfið virki," sagði Barry Vitou, meðeigandi hjá Pinsent Masons, sem vann að úttekt á störfum SFO. Hann segir að þótt SFO sæti núna gagnrýni vegna Tchenguizmálsins sé nauðsynlegt að það skjóti sér ekki undan mikilvægum málum. Sem kunnugt er voru Tchenguizbræðurnir hluthafar í Kaupþingi og stærstu skuldarar bankans. Rannsókn SFO á máli þeirra lýtur að viðskiptum þeirra við bankann. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, eða Serious Fraud Office, gerði ekki eina einustu húsleit á tímabilinu apríl 2011 - apríl 2012. Breska blaðið Financial Times fjallar um málið á vef sínum í gær og telur vísbendingar vera um að stofnunin sé orðin of varkár eftir að Tchenguizmálið klúðraðist. Húsleitir hjá bræðrunum Vincent og Robert Tchenguiz í mars 2011 vöktu mikla athygli, en að undanförnu hefur verið deilt um það hvort heimild hafi verið fyrir húsleitum og handtöku bræðranna. Sú deila er nú komin fyrir dómstóla. Á tímabilinu apríl 2008-apríl 2009 réðst Serious Fraud Office í 63 húsleitir. Árið eftir var ráðist í farið í 43 húsleitir og þar eftir var farið í 47. Financial Times segir að þessar tölur hafi vakið upp spurningar um það hvort stofnunin sé starfhæf. „Ef fyrirtæki og einstaklingar liggja undir grun um fjárhagssvindl er nauðsynlegt að eftirlitskerfið virki," sagði Barry Vitou, meðeigandi hjá Pinsent Masons, sem vann að úttekt á störfum SFO. Hann segir að þótt SFO sæti núna gagnrýni vegna Tchenguizmálsins sé nauðsynlegt að það skjóti sér ekki undan mikilvægum málum. Sem kunnugt er voru Tchenguizbræðurnir hluthafar í Kaupþingi og stærstu skuldarar bankans. Rannsókn SFO á máli þeirra lýtur að viðskiptum þeirra við bankann.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira