Svör Ólafs Ragnars Grímssonar við spurningum Vísis 30. maí 2012 10:00 Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: Á hvað myndir þú leggja áherslu á þegar þú, sem forseti, værir að kynna Ísland á erlendum vettvangi? Á nýsköpun, hugvit, menningu, náttúru, tækni í nýtingu hreinnar orku, sprota í hönnun, tísku, matargerð og tækni – tækifæri á Norðurslóðum, lýðræði og frið.Myndir þú beita málskotsréttinum ef Alþingi myndi samþykkja að selja Landsbankann á 200 milljarða til fjárfesta á einkamarkaði, og 30 þúsund Íslendingar myndu skrifa undir áskorun til forsetans um að nýta málskotsréttinn? Ef nei, af hverju ekki? Ef já, af hverju? Slíkum tilbúnum dæmum svarar forseti aldrei.Á forseti Íslands að kynna íslenskt atvinnulíf á erlendum vettvangi? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Já. Allir þjóðhöfðingjar í Evrópu kynna atvinnulíf sinna landa á erlendum vettvangi. Þjóðhöfðingjar Norðurlanda eru t.d. öflugir á þessu sviði. Forseta ber að stuðla að eflingu atvinnulífs og styrkja þar með hagsæld Íslendinga og skapa ungu fólki bjartari framtíð.Á forseti Íslands, undir einhverjum kringumstæðum, að tala gegn stefnu ríkisstjórnar Íslands? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Æskilegt er að sem mestur samhljómur ríki milli málflutnings forseta og ríkisstjórnar. Það er farsælast fyrir lýðveldið. Þó er sá munur á að það er hlutverk ráðherra en ekki forseta að tala fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar. Forseti talar fyrir varanlegum hagsmunum Íslendinga. Þeir tímar geta þó komið að forseti telji sig þurfa að hafa aðrar áherslur en ríkisstjórn. Ásgeir Ásgeirsson beitti sér til dæmis eindregið gegn stefnu ríkisstjórnarinnar 1956-1958 um brottför hersins. Forseti getur líka tekið frumkvæði í utanríkismálum eins og gert hefur verið á undanförnum 10-15 árum í málefnum Norðurslóða og í samstarfi við öflug ríki í Asíu.Þau sjónarmið hafa komið fram, að það eigi að leggja embætti forseta Íslands niður. Hvað finnst þér um þau sjónarmið? Forsetaembættið er eitt af öflugustu tækjum Íslendinga á 21. öldinni. Allar þjóðir heims hafa slíka oddvita og nýta sér þá á margvíslegan hátt. Á tímum vaxandi alþjóðlegra samskipta og vegna þeirra reglna sem gilda í samskiptum þjóða getur forseti oft gert meira gagn en aðrir kjörnir fulltrúar.Hvers vegna vilt þú verða forseti Íslands áfram á þessum tíma? Svar: Á tímum mikillar óvissu á fjölmörgum sviðum óskuðu rúmlega 30.000 Íslendingar eftir að ég stæði vaktina með þjóðinni næstu fjögur árin. Ég varð við þeirri ósk. Einnig bíða fjölmörg heillandi verkefni sem treyst geta hagsæld þjóðarinnar og skapað ungu fólki bjartari framtíð.Hvað hefur helst breyst á Íslandi eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008? Með þjóðaratkvæðagreiðslunum um Icesave var lýðræðislegur vilji þjóðarinnar virkjaður á afgerandi hátt. Það hefur haft víðtæk áhrif og vakið athygli um allan heim. Þjóðin hefur einnig öðlast nýja sýn á hvaða gildi eru mikilvæg fyrir samfélagið, sem og hvaða atvinnugreinar eru mikilvægar. Enn glímir fjöldi folks við mikla erfiðleika og það er verkefni samfélagsins alls að taka á því. Við þurfum öll að draga lærdóm af þessari reynslu, meðal annars að hlusta á gagnrýnisraddir og taka mark á þeim sem andæfa ríkjandi tíðaranda.Hver yrðu helst þín áherslumál í embætti forseta? Að þjóna fólkinu í landinu, styrkja framtíðarsýn og bjartsýni ungrar kynslóðar, efla lýðræði og traust atvinnulíf, að þjóðin nýti vel þau fjölmörgu tækifæri sem hæfni hennar og auðlindir landsins fela í sér.Getur forseti Íslands verið sameiningartákn þjóðarinnar? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Forseti er ekki tákn. Fáninn og skjaldarmerkið eru tákn. Forseti getur hins vegar á margvíslegan hátt eflt einingu og samstarf eins og t.d. hefur verið gert á undanförnum árum í baráttunni gegn fíkniefnum og með því að stuðla að einhuga höfnun þjóðarinnar á fyrri Icesave samningnum. Þessi tvö dæmi sýna að forseti getur með forystu og frumkvæði skapað víðtæka einingu og samhug á ýmsum sviðum. Forseti þarf þó stundum að taka nauðsynlegar en erfiðar ákvarðanir sem leitt geta til andstöðu og gagnrýni. Það sýna dæmi frá tíð allra forsetanna.Ertu hlynnt/hlynntur tillögum stjórnarlagaráðs að breyttri stjórnarskrá fyrir Ísland? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Margar góðar hugmyndir eru í tillögum stjórnalagaráðs, m.a. um þjóðaratkvæði, mannréttindi og aukið sjálfstæði dómstóla. Tillögurnar þarf hins vegar að samhæfa og aga orðaval í ýmsum greinum. Forsetakosningar 2012 Forsetakosningar 2012 Spurt og svarað Tengdar fréttir Svör Hannesar Bjarnasonar við spurningum Vísis Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ara Trausta Guðmundssonar við spurningum Vísis Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Andreu Ólafsdóttur við spurningum Vísis Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Þóru Arnórsdóttur við spurningum Vísis Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ástþórs Magnússonar við spurningum Vísis Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: Á hvað myndir þú leggja áherslu á þegar þú, sem forseti, værir að kynna Ísland á erlendum vettvangi? Á nýsköpun, hugvit, menningu, náttúru, tækni í nýtingu hreinnar orku, sprota í hönnun, tísku, matargerð og tækni – tækifæri á Norðurslóðum, lýðræði og frið.Myndir þú beita málskotsréttinum ef Alþingi myndi samþykkja að selja Landsbankann á 200 milljarða til fjárfesta á einkamarkaði, og 30 þúsund Íslendingar myndu skrifa undir áskorun til forsetans um að nýta málskotsréttinn? Ef nei, af hverju ekki? Ef já, af hverju? Slíkum tilbúnum dæmum svarar forseti aldrei.Á forseti Íslands að kynna íslenskt atvinnulíf á erlendum vettvangi? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Já. Allir þjóðhöfðingjar í Evrópu kynna atvinnulíf sinna landa á erlendum vettvangi. Þjóðhöfðingjar Norðurlanda eru t.d. öflugir á þessu sviði. Forseta ber að stuðla að eflingu atvinnulífs og styrkja þar með hagsæld Íslendinga og skapa ungu fólki bjartari framtíð.Á forseti Íslands, undir einhverjum kringumstæðum, að tala gegn stefnu ríkisstjórnar Íslands? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Æskilegt er að sem mestur samhljómur ríki milli málflutnings forseta og ríkisstjórnar. Það er farsælast fyrir lýðveldið. Þó er sá munur á að það er hlutverk ráðherra en ekki forseta að tala fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar. Forseti talar fyrir varanlegum hagsmunum Íslendinga. Þeir tímar geta þó komið að forseti telji sig þurfa að hafa aðrar áherslur en ríkisstjórn. Ásgeir Ásgeirsson beitti sér til dæmis eindregið gegn stefnu ríkisstjórnarinnar 1956-1958 um brottför hersins. Forseti getur líka tekið frumkvæði í utanríkismálum eins og gert hefur verið á undanförnum 10-15 árum í málefnum Norðurslóða og í samstarfi við öflug ríki í Asíu.Þau sjónarmið hafa komið fram, að það eigi að leggja embætti forseta Íslands niður. Hvað finnst þér um þau sjónarmið? Forsetaembættið er eitt af öflugustu tækjum Íslendinga á 21. öldinni. Allar þjóðir heims hafa slíka oddvita og nýta sér þá á margvíslegan hátt. Á tímum vaxandi alþjóðlegra samskipta og vegna þeirra reglna sem gilda í samskiptum þjóða getur forseti oft gert meira gagn en aðrir kjörnir fulltrúar.Hvers vegna vilt þú verða forseti Íslands áfram á þessum tíma? Svar: Á tímum mikillar óvissu á fjölmörgum sviðum óskuðu rúmlega 30.000 Íslendingar eftir að ég stæði vaktina með þjóðinni næstu fjögur árin. Ég varð við þeirri ósk. Einnig bíða fjölmörg heillandi verkefni sem treyst geta hagsæld þjóðarinnar og skapað ungu fólki bjartari framtíð.Hvað hefur helst breyst á Íslandi eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008? Með þjóðaratkvæðagreiðslunum um Icesave var lýðræðislegur vilji þjóðarinnar virkjaður á afgerandi hátt. Það hefur haft víðtæk áhrif og vakið athygli um allan heim. Þjóðin hefur einnig öðlast nýja sýn á hvaða gildi eru mikilvæg fyrir samfélagið, sem og hvaða atvinnugreinar eru mikilvægar. Enn glímir fjöldi folks við mikla erfiðleika og það er verkefni samfélagsins alls að taka á því. Við þurfum öll að draga lærdóm af þessari reynslu, meðal annars að hlusta á gagnrýnisraddir og taka mark á þeim sem andæfa ríkjandi tíðaranda.Hver yrðu helst þín áherslumál í embætti forseta? Að þjóna fólkinu í landinu, styrkja framtíðarsýn og bjartsýni ungrar kynslóðar, efla lýðræði og traust atvinnulíf, að þjóðin nýti vel þau fjölmörgu tækifæri sem hæfni hennar og auðlindir landsins fela í sér.Getur forseti Íslands verið sameiningartákn þjóðarinnar? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Forseti er ekki tákn. Fáninn og skjaldarmerkið eru tákn. Forseti getur hins vegar á margvíslegan hátt eflt einingu og samstarf eins og t.d. hefur verið gert á undanförnum árum í baráttunni gegn fíkniefnum og með því að stuðla að einhuga höfnun þjóðarinnar á fyrri Icesave samningnum. Þessi tvö dæmi sýna að forseti getur með forystu og frumkvæði skapað víðtæka einingu og samhug á ýmsum sviðum. Forseti þarf þó stundum að taka nauðsynlegar en erfiðar ákvarðanir sem leitt geta til andstöðu og gagnrýni. Það sýna dæmi frá tíð allra forsetanna.Ertu hlynnt/hlynntur tillögum stjórnarlagaráðs að breyttri stjórnarskrá fyrir Ísland? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Margar góðar hugmyndir eru í tillögum stjórnalagaráðs, m.a. um þjóðaratkvæði, mannréttindi og aukið sjálfstæði dómstóla. Tillögurnar þarf hins vegar að samhæfa og aga orðaval í ýmsum greinum.
Forsetakosningar 2012 Forsetakosningar 2012 Spurt og svarað Tengdar fréttir Svör Hannesar Bjarnasonar við spurningum Vísis Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ara Trausta Guðmundssonar við spurningum Vísis Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Andreu Ólafsdóttur við spurningum Vísis Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Þóru Arnórsdóttur við spurningum Vísis Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ástþórs Magnússonar við spurningum Vísis Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Svör Hannesar Bjarnasonar við spurningum Vísis Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Ara Trausta Guðmundssonar við spurningum Vísis Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Andreu Ólafsdóttur við spurningum Vísis Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Þóru Arnórsdóttur við spurningum Vísis Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Ástþórs Magnússonar við spurningum Vísis Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00