Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék á 72 höggum, eða tveim höggum undir pari, á þriðja degi Opna Allianz-mótsins sem fram fer í Frakklandi. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu sem Birgir hefur iðulega tekið þátt í.
Hans besti hringur var upp á 69 högg en það var annar hringurinn. Hann lék þann fyrsta á 73 höggum.
Birgir Leifur er í 21.-25. sæti fyrir lokahringinn.
Birgir Leifur í ágætum málum
