Jóhanna segir samskipti við forsetann í samræmi við hefðir Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. maí 2012 18:05 Jóhanna Sigurðardóttir er forsætisráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi, í samskiptum sínum við Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands, í einu og öllu fylgt stjórnarskrá og mótuðum stjórnskipunarhefðum. Það sé því óhjákvæmilegt að vísa á bug öllum ásökunum um að annað hafi átt við í samskiptum ríkisstjórnarinnar eða forystumanna hennar og núverandi forseta. Með þessu er Jóhanna að bregðast við ummælum Ólafs Ragnars í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Ólafur Ragnar meðal annars að Jóhanna hefði verið í herferð gegn sér frá því að Ólafur Ragnar vísaði Icesave málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Jóhanna segir að mikilvægt sé að kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í sumar fari vel og málefnalega fram og umdeildum málum á vettvangi stjórnmálanna sé haldið aðgreindum frá forsetakosningum. „Hverjum og einum frambjóðanda er auðvitað í sjálfsvald sett hvernig hann eða hún kýs að tjá sig um slík mál eftir atvikum," segir Jóhanna í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér. Yfirlýsingin er svohljóðandi í heild sinni: „Forsætisráðherra mun ekki blanda sér í kosningabaráttu vegna væntanlegs kjörs til embættis forseta Íslands og mun því ekki bregðast við ummælum sem fram komu í útvarpsviðtali við forsetann í dag. Mikilvægt er að sú barátta fari vel og málefnalega fram og umdeildum málum á vettvangi stjórnmálanna sé haldið aðgreindum frá forsetakosningum. Hverjum og einum frambjóðanda er auðvitað í sjálfsvald sett hvernig hann eða hún kýs að tjá sig um slík mál eftir atvikum. Í samskiptum sínum við núverandi forseta hefur ríkisstjórnin í einu og öllu fylgt stjórnarskrá og mótuðum stjórnskipunarhefðum. Er því óhjákvæmilegt að vísa á bug öllum ásökunum um að annað hafi átt við í samskiptum ríkisstjórnarinnar eða forystumanna hennar og núverandi forseta." Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Kvótamálin heppileg í þjóðaratkvæðagreiðslu - viðtalið í heild Fá mál eru jafn vel til þess fallin að setja í þjóðaratkvæðagreislu og kvótamálin sem nú eru fyrir Alþingi. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 13. maí 2012 14:13 Varaformaður Samfylkingarinnar gagnrýnir forsetann Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir málflutning Ólafs Ragnars Grímssonar á Bylgjunni í morgun á facebooksíðu sinni. Þar spyr hann hvort Ólafur telji, eftir sextán ár í embætti, að nú þurfi að standa vörð um kvótann og krónuna, hrósa Davíð Oddssyni og sparka í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Dagur spyr hvort til of mikils sé ætlast að Íslendingar geti átt eitt embætti sem sameini þjóðina. Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá á fréttavef okkar Vísi. 13. maí 2012 15:14 Barátta Ólafs forseta fyrir endurkjöri er hafin Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur að forsetinn eigi ekki einungis að vera veislustjóri á Bessastöðum. Samkvæmt stjórnarskránni sé forsetaembættinu falið mikið vald. 13. maí 2012 11:06 Forsetinn segir Jóhönnu vera í herferð gegn sér Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon hafi ekki fyrirgefið sér afstöðu sína í Icesave málinu. Forsætisráðherra og aðstoðarmaður hennar hafi verið í herferð gegn sér frá þeim tíma. 13. maí 2012 12:00 Ólafur gagnrýnir skoðanir Þóru í utanríkismálum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýndi Þóru Arnórsdóttur mótframbjóðenda sinn harðlega þegar hann ræddi komandi forsetakosningar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í morgun. Hann gagnrýndi meðal annars Þóru fyrir það að ætla að halda afstöðu sinni í Evrópusambandsmálum leyndri. Þá sagði hann að Þóra teldi að forsetinn ætti að fylgja stefnu ríkisstjórnar. 13. maí 2012 13:34 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi, í samskiptum sínum við Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands, í einu og öllu fylgt stjórnarskrá og mótuðum stjórnskipunarhefðum. Það sé því óhjákvæmilegt að vísa á bug öllum ásökunum um að annað hafi átt við í samskiptum ríkisstjórnarinnar eða forystumanna hennar og núverandi forseta. Með þessu er Jóhanna að bregðast við ummælum Ólafs Ragnars í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Ólafur Ragnar meðal annars að Jóhanna hefði verið í herferð gegn sér frá því að Ólafur Ragnar vísaði Icesave málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Jóhanna segir að mikilvægt sé að kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í sumar fari vel og málefnalega fram og umdeildum málum á vettvangi stjórnmálanna sé haldið aðgreindum frá forsetakosningum. „Hverjum og einum frambjóðanda er auðvitað í sjálfsvald sett hvernig hann eða hún kýs að tjá sig um slík mál eftir atvikum," segir Jóhanna í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér. Yfirlýsingin er svohljóðandi í heild sinni: „Forsætisráðherra mun ekki blanda sér í kosningabaráttu vegna væntanlegs kjörs til embættis forseta Íslands og mun því ekki bregðast við ummælum sem fram komu í útvarpsviðtali við forsetann í dag. Mikilvægt er að sú barátta fari vel og málefnalega fram og umdeildum málum á vettvangi stjórnmálanna sé haldið aðgreindum frá forsetakosningum. Hverjum og einum frambjóðanda er auðvitað í sjálfsvald sett hvernig hann eða hún kýs að tjá sig um slík mál eftir atvikum. Í samskiptum sínum við núverandi forseta hefur ríkisstjórnin í einu og öllu fylgt stjórnarskrá og mótuðum stjórnskipunarhefðum. Er því óhjákvæmilegt að vísa á bug öllum ásökunum um að annað hafi átt við í samskiptum ríkisstjórnarinnar eða forystumanna hennar og núverandi forseta."
Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Kvótamálin heppileg í þjóðaratkvæðagreiðslu - viðtalið í heild Fá mál eru jafn vel til þess fallin að setja í þjóðaratkvæðagreislu og kvótamálin sem nú eru fyrir Alþingi. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 13. maí 2012 14:13 Varaformaður Samfylkingarinnar gagnrýnir forsetann Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir málflutning Ólafs Ragnars Grímssonar á Bylgjunni í morgun á facebooksíðu sinni. Þar spyr hann hvort Ólafur telji, eftir sextán ár í embætti, að nú þurfi að standa vörð um kvótann og krónuna, hrósa Davíð Oddssyni og sparka í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Dagur spyr hvort til of mikils sé ætlast að Íslendingar geti átt eitt embætti sem sameini þjóðina. Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá á fréttavef okkar Vísi. 13. maí 2012 15:14 Barátta Ólafs forseta fyrir endurkjöri er hafin Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur að forsetinn eigi ekki einungis að vera veislustjóri á Bessastöðum. Samkvæmt stjórnarskránni sé forsetaembættinu falið mikið vald. 13. maí 2012 11:06 Forsetinn segir Jóhönnu vera í herferð gegn sér Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon hafi ekki fyrirgefið sér afstöðu sína í Icesave málinu. Forsætisráðherra og aðstoðarmaður hennar hafi verið í herferð gegn sér frá þeim tíma. 13. maí 2012 12:00 Ólafur gagnrýnir skoðanir Þóru í utanríkismálum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýndi Þóru Arnórsdóttur mótframbjóðenda sinn harðlega þegar hann ræddi komandi forsetakosningar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í morgun. Hann gagnrýndi meðal annars Þóru fyrir það að ætla að halda afstöðu sinni í Evrópusambandsmálum leyndri. Þá sagði hann að Þóra teldi að forsetinn ætti að fylgja stefnu ríkisstjórnar. 13. maí 2012 13:34 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Kvótamálin heppileg í þjóðaratkvæðagreiðslu - viðtalið í heild Fá mál eru jafn vel til þess fallin að setja í þjóðaratkvæðagreislu og kvótamálin sem nú eru fyrir Alþingi. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 13. maí 2012 14:13
Varaformaður Samfylkingarinnar gagnrýnir forsetann Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir málflutning Ólafs Ragnars Grímssonar á Bylgjunni í morgun á facebooksíðu sinni. Þar spyr hann hvort Ólafur telji, eftir sextán ár í embætti, að nú þurfi að standa vörð um kvótann og krónuna, hrósa Davíð Oddssyni og sparka í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Dagur spyr hvort til of mikils sé ætlast að Íslendingar geti átt eitt embætti sem sameini þjóðina. Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá á fréttavef okkar Vísi. 13. maí 2012 15:14
Barátta Ólafs forseta fyrir endurkjöri er hafin Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur að forsetinn eigi ekki einungis að vera veislustjóri á Bessastöðum. Samkvæmt stjórnarskránni sé forsetaembættinu falið mikið vald. 13. maí 2012 11:06
Forsetinn segir Jóhönnu vera í herferð gegn sér Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon hafi ekki fyrirgefið sér afstöðu sína í Icesave málinu. Forsætisráðherra og aðstoðarmaður hennar hafi verið í herferð gegn sér frá þeim tíma. 13. maí 2012 12:00
Ólafur gagnrýnir skoðanir Þóru í utanríkismálum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýndi Þóru Arnórsdóttur mótframbjóðenda sinn harðlega þegar hann ræddi komandi forsetakosningar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í morgun. Hann gagnrýndi meðal annars Þóru fyrir það að ætla að halda afstöðu sinni í Evrópusambandsmálum leyndri. Þá sagði hann að Þóra teldi að forsetinn ætti að fylgja stefnu ríkisstjórnar. 13. maí 2012 13:34