Krugman: Evruragnarrök hugsanlega framundan Magnús Halldórsson skrifar 15. maí 2012 08:59 Paul Krugman. Paul Krugman, prófessor í hagfræði og Nóbelsverðlaunahafi árið 2008, spáir „evruragnarrökum" á næstu mánuðum, ekki síst vegna óumflýjanlegs falls Grikklands með tilheyrandi hliðaráhrifum á nágrannaríkin Spán og Ítalíu. Hann spáir því að þetta gerist á næstu mánuðum, ekki árum. Þetta kemur fram í nýjasta pistli Krugmans sem birtur er á vefsvæði New York Times. „Grikkir munu yfirgefa evruna, mjög líklega í næsta mánuði," segir í pistli Krugmans. Hann segir að þetta muni kalla fram áhlaup á spænska og ítalska banka, sem margir hverjir muni reyna að færa peningana sína til Þýskalands. „Bann við fjármagnsflutningum mun hugsanlega geta komið í veg fyrir þetta" og aðstoð frá Seðlabanka Evrópu getur komið í veg fyrir að bankar hrynji. Þá segir Krugman að Þjóðverjar verði að samþykkja óbeinar skuldbindingar vegna vandamála Spánar og Ítalíu, einkum Spánar, þar sem nauðsynlegt sé að halda lántökukostnaði niðri með því að leggja fram frekari ábyrgðir fyrir skuldum landsins. Þá sé einnig nauðsynlegt að hækka verðbólgumarkmið á evrusvæðinu til þess að takast á við aðstæðurnar. Ef þetta sé ekki gert, þýði það endalok evrunnar. Pistil Krugmans má sjá hér. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Paul Krugman, prófessor í hagfræði og Nóbelsverðlaunahafi árið 2008, spáir „evruragnarrökum" á næstu mánuðum, ekki síst vegna óumflýjanlegs falls Grikklands með tilheyrandi hliðaráhrifum á nágrannaríkin Spán og Ítalíu. Hann spáir því að þetta gerist á næstu mánuðum, ekki árum. Þetta kemur fram í nýjasta pistli Krugmans sem birtur er á vefsvæði New York Times. „Grikkir munu yfirgefa evruna, mjög líklega í næsta mánuði," segir í pistli Krugmans. Hann segir að þetta muni kalla fram áhlaup á spænska og ítalska banka, sem margir hverjir muni reyna að færa peningana sína til Þýskalands. „Bann við fjármagnsflutningum mun hugsanlega geta komið í veg fyrir þetta" og aðstoð frá Seðlabanka Evrópu getur komið í veg fyrir að bankar hrynji. Þá segir Krugman að Þjóðverjar verði að samþykkja óbeinar skuldbindingar vegna vandamála Spánar og Ítalíu, einkum Spánar, þar sem nauðsynlegt sé að halda lántökukostnaði niðri með því að leggja fram frekari ábyrgðir fyrir skuldum landsins. Þá sé einnig nauðsynlegt að hækka verðbólgumarkmið á evrusvæðinu til þess að takast á við aðstæðurnar. Ef þetta sé ekki gert, þýði það endalok evrunnar. Pistil Krugmans má sjá hér.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira