Skekkja í forsetakönnun - kjósendur eldri en 67 ára ekki með Boði Logason skrifar 16. maí 2012 17:04 Bessastaðir „Þetta er kerfisbundin skekkja, ég hefði haldið að aldursmarkið þyrfti að vera hærra," segir Hulda Þórisdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Í nýlegri könnun sem MMR framkvæmdi á dögunum um fylgi við forsetaframbjóðendur var úrtakið einungis fólk á aldrinum 18 ára til 67 ára. Þeir sem eru eldri en 67 ára voru ekki spurðir út í afstöðu sína, eða um 15 prósent kjósenda. Hulda segir að úrtakið endurspegli ekki þýðið, sem í þessu tilviki eru þeir sem hafa kosningarétt á Íslandi. „Við vitum til dæmis að eldra fólk eru yfirleitt öflugustu kjósendurnir og að sjálfsögðu dreifast atkvæði eldri kjósenda ekki nákvæmlega eins og þeirra sem þrítugir eru. Og það er sérstaklega viðbúið í þessum kosningum," segir Hulda. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar í gær á heimasíðu MMR og samkvæmt þeim mælist Þóra Arnórsdóttir með 43,4 prósent atkvæða og Ólafur Ragnar með 41,3 prósenti. Í úrtakið voru valdir einstaklingar á aldrinum 18 til 67 ára handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Svarfjöldinn var 972 einstaklingar.Hulda Þórisdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.mynd/365Í könnunni var spurt: „Eftirfarandi hafa lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands. Hvert þeirra myndir þú kjósa ef kosið yrði til forseta í dag?" Svarmöguleikar voru nöfn ofangreindra frambjóðenda, birt í tilviljunarkenndri röð, ásamt: Skila auðu, myndi ekki kjósa, veit ekki/óákveðinn og vil ekki svara. Fjöldi þeirra sem tók afstöðu til spurningarinnar var 78,2% , aðrir svöruðu „skila auðu" (2,3%), „myndi ekki kjósa" (1,1%), „veit ekki/óákveðin(n)" (15,7%) og „vil ekki svara" (2,7%). Tekið skal fram að á heimasíðu MMR kemur fram að einungis hafi kjósendur á aldrinum 18 til 67 verið spurðir út í afstöðu sína. Könnunin á heimasíðu MMR. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira
„Þetta er kerfisbundin skekkja, ég hefði haldið að aldursmarkið þyrfti að vera hærra," segir Hulda Þórisdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Í nýlegri könnun sem MMR framkvæmdi á dögunum um fylgi við forsetaframbjóðendur var úrtakið einungis fólk á aldrinum 18 ára til 67 ára. Þeir sem eru eldri en 67 ára voru ekki spurðir út í afstöðu sína, eða um 15 prósent kjósenda. Hulda segir að úrtakið endurspegli ekki þýðið, sem í þessu tilviki eru þeir sem hafa kosningarétt á Íslandi. „Við vitum til dæmis að eldra fólk eru yfirleitt öflugustu kjósendurnir og að sjálfsögðu dreifast atkvæði eldri kjósenda ekki nákvæmlega eins og þeirra sem þrítugir eru. Og það er sérstaklega viðbúið í þessum kosningum," segir Hulda. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar í gær á heimasíðu MMR og samkvæmt þeim mælist Þóra Arnórsdóttir með 43,4 prósent atkvæða og Ólafur Ragnar með 41,3 prósenti. Í úrtakið voru valdir einstaklingar á aldrinum 18 til 67 ára handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Svarfjöldinn var 972 einstaklingar.Hulda Þórisdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.mynd/365Í könnunni var spurt: „Eftirfarandi hafa lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands. Hvert þeirra myndir þú kjósa ef kosið yrði til forseta í dag?" Svarmöguleikar voru nöfn ofangreindra frambjóðenda, birt í tilviljunarkenndri röð, ásamt: Skila auðu, myndi ekki kjósa, veit ekki/óákveðinn og vil ekki svara. Fjöldi þeirra sem tók afstöðu til spurningarinnar var 78,2% , aðrir svöruðu „skila auðu" (2,3%), „myndi ekki kjósa" (1,1%), „veit ekki/óákveðin(n)" (15,7%) og „vil ekki svara" (2,7%). Tekið skal fram að á heimasíðu MMR kemur fram að einungis hafi kjósendur á aldrinum 18 til 67 verið spurðir út í afstöðu sína. Könnunin á heimasíðu MMR.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira