Miði á Mónakókappaksturinn kostar formúgu Birgir Þór Harðarson skrifar 17. maí 2012 18:30 Það má legja sér snekkju eða svalir eða kaupa miða í stúku. Allt kostar það þó haug af peningum. nordicphotos/afp Það er draumur allra kappakstursökuþóra að keppa í Formúlu 1 kappaktrinum í Mónakó. Að sama skapi er það draumur allra kappakstursáhugamanna að fylgjast með Formúlu 1 kappakstri í Mónakó, ef ekki af lystisnekkju í höfninni, þá af svölum í einni af íbúðunum umhverfis brautina. Að því er ekki hlaupið enda er kappaksturinn í Mónakó sá dýrasti fyrir áhugamenn að sækja. Boðið er upp á margar leiðir til að fylgjast með kappakstrinum frá ýmsum sjónarhornum. Allar eru misdýrar og sumir staðir eru aðeins á færi milljónamæringa. Snekkja í höfninniHöfnin er oft þéttlögð snekkjum um mótshelginordicphotos/afpÞú getur leigt þér lystisnekkju og siglt Miðjarðarhafið vikuna áður en kappaksturinn fer fram. Vikuleigan á meðalstórri snekkju sem rúmar um það bil tólf manns er um það bil 5.000.000 íslenskra króna. Þá á eftir að telja gjaldið sem hafnaryfirvöld í Mónakó rukka þig fyrir stæði í höfninni. Það má búast við gríðarlegri samkeppni um stæðin næst brautinni svo verðið er örugglega fljótt að snúast upp í tugi milljóna króna. Þann kostnað má þó réttlæta því þú færð að sjá Schumacher berjast við bílinn í gegnum „Hlekkinn" og rétt sleikja bárujárnið í „Tabac". Þá má margfalda leiguverðið á snekkjunni með því að velja sér aðeins stærri snekkju svo hægt sé að bjóða aðeins stærri vinahóp með. Klúbburinn og svalirÞað getur verið kósý á svölunum þegar vel viðrar.nordicphotos/afpFyrir sjóveika auðjöfra er mælt með Paddock-klúbbnum. Dýrustu miðarnir á Formúlu 1-keppni eru yfirleitt inn í þennan klúbb, sem veitir meðlimum aðgang að bílskúrunum, ráslínunni og VIP-svölunum á þaki bílskúranna. Miði í Paddock-klúbbinn laugardag og sunnudag í Mónakó kostar 852.000 krónur, takk fyrir. Venjulegir sem sjá sér ekki fært að punga út fleiri milljónum í ferðalag á frönsku ríveríuna geta leigt sér svalir í einni af íbúðunum umhverfis brautina. Það getur verið gaman að hafa gott útsýni yfir brautina og Miðjarðarhafið. Þá má auðveldlega bregða sér frá, í skugga eða á náðhúsið, séu menn í neyð. Leiguverð á íbúðum laugardag og sunnudag er frá 170.000 krónum upp í 370.000 krónur, eftir því hvar hún er staðsett. Stúkan og stæðiðStúkurnar eru staðsettar inn á milli byggingana og uppi á þeim.nordicphotos/afpSvo eru það stúkurnar niður við brautina. Þar má yfirleitt upplifa stemningu sannra áhugamanna um kappakstur. Mónakó er þeirra Mekka svo þeir hafa ekki tíma til að veltast í bát á höfninni og eiga hættu á að verða sjóveikir, síður geta þeir hugsað sér að þurfa að fara á klósettið á meðan kappakstrinum stendur. Þeir sem vilja vera nálægt brautinni, fyrir hóflegt verð, verða að leggja út 100.000 krónur til að komast í stúku. Þá er einnig hægt að velja sér ódýrari stúkur á 50.000 krónur og kaupa sér miða í stæði fyrir tæpar 15.000 krónur. Ólíklegt að sá sem á aðeins miða í stæði sjái nokkuð af brautnni eða bílunum, þar sem hann stendur í þröngri hliðargötu undir einhverri stúkunni. Sá á þó pottþétt eftir að heyra hávaðann og njóta. Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Það er draumur allra kappakstursökuþóra að keppa í Formúlu 1 kappaktrinum í Mónakó. Að sama skapi er það draumur allra kappakstursáhugamanna að fylgjast með Formúlu 1 kappakstri í Mónakó, ef ekki af lystisnekkju í höfninni, þá af svölum í einni af íbúðunum umhverfis brautina. Að því er ekki hlaupið enda er kappaksturinn í Mónakó sá dýrasti fyrir áhugamenn að sækja. Boðið er upp á margar leiðir til að fylgjast með kappakstrinum frá ýmsum sjónarhornum. Allar eru misdýrar og sumir staðir eru aðeins á færi milljónamæringa. Snekkja í höfninniHöfnin er oft þéttlögð snekkjum um mótshelginordicphotos/afpÞú getur leigt þér lystisnekkju og siglt Miðjarðarhafið vikuna áður en kappaksturinn fer fram. Vikuleigan á meðalstórri snekkju sem rúmar um það bil tólf manns er um það bil 5.000.000 íslenskra króna. Þá á eftir að telja gjaldið sem hafnaryfirvöld í Mónakó rukka þig fyrir stæði í höfninni. Það má búast við gríðarlegri samkeppni um stæðin næst brautinni svo verðið er örugglega fljótt að snúast upp í tugi milljóna króna. Þann kostnað má þó réttlæta því þú færð að sjá Schumacher berjast við bílinn í gegnum „Hlekkinn" og rétt sleikja bárujárnið í „Tabac". Þá má margfalda leiguverðið á snekkjunni með því að velja sér aðeins stærri snekkju svo hægt sé að bjóða aðeins stærri vinahóp með. Klúbburinn og svalirÞað getur verið kósý á svölunum þegar vel viðrar.nordicphotos/afpFyrir sjóveika auðjöfra er mælt með Paddock-klúbbnum. Dýrustu miðarnir á Formúlu 1-keppni eru yfirleitt inn í þennan klúbb, sem veitir meðlimum aðgang að bílskúrunum, ráslínunni og VIP-svölunum á þaki bílskúranna. Miði í Paddock-klúbbinn laugardag og sunnudag í Mónakó kostar 852.000 krónur, takk fyrir. Venjulegir sem sjá sér ekki fært að punga út fleiri milljónum í ferðalag á frönsku ríveríuna geta leigt sér svalir í einni af íbúðunum umhverfis brautina. Það getur verið gaman að hafa gott útsýni yfir brautina og Miðjarðarhafið. Þá má auðveldlega bregða sér frá, í skugga eða á náðhúsið, séu menn í neyð. Leiguverð á íbúðum laugardag og sunnudag er frá 170.000 krónum upp í 370.000 krónur, eftir því hvar hún er staðsett. Stúkan og stæðiðStúkurnar eru staðsettar inn á milli byggingana og uppi á þeim.nordicphotos/afpSvo eru það stúkurnar niður við brautina. Þar má yfirleitt upplifa stemningu sannra áhugamanna um kappakstur. Mónakó er þeirra Mekka svo þeir hafa ekki tíma til að veltast í bát á höfninni og eiga hættu á að verða sjóveikir, síður geta þeir hugsað sér að þurfa að fara á klósettið á meðan kappakstrinum stendur. Þeir sem vilja vera nálægt brautinni, fyrir hóflegt verð, verða að leggja út 100.000 krónur til að komast í stúku. Þá er einnig hægt að velja sér ódýrari stúkur á 50.000 krónur og kaupa sér miða í stæði fyrir tæpar 15.000 krónur. Ólíklegt að sá sem á aðeins miða í stæði sjái nokkuð af brautnni eða bílunum, þar sem hann stendur í þröngri hliðargötu undir einhverri stúkunni. Sá á þó pottþétt eftir að heyra hávaðann og njóta.
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira