Glitnir að baki umdeildum kaupum á hlutum í Roskilde Bank 2. maí 2012 09:05 Í ljós er komið að það var Glitnir sem stóð að baki umdeildum hlutabréfakaupum í hinum gjaldþrota Roskilde Bank í Danmörku árið 2006 þegar bankinn seldi umtalsvert magn af eigin hlutabréfum. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að um hafi verið að ræða 780.000 hluti í bankanum en salan á þeim vakti mikla athygli á sínum tíma enda braut hún í bága við reglur sem gilt höfðu árum saman í danska bankakerfinu þar sem ekki var greint frá því hver kaupandinn væri. Með sölunni á þessum hlutum tókst Roskilde Bank að fegra umtalsvert bágborna eignfjárstöðu sína. Danska fjármálaeftirlitið hafði krafist þess að eiginfjárstaðan yrði bætt. Talið er að á þessum tíma hafi Rosksilde Bank þegar rambað á barmi gjaldþrots. Sérsveit efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar hefur haft Roskilde Bank til rannsóknar síðan bankinn varð gjaldþrota árið 2009. Ríkislögmaðurinn Jens Madsen yfirmaður sveitarinnar segir að ekkert ólöglegt hafi verið við kaup Glitnis því bankarnir ætluðu að starfa saman. Það gekk ekki eftir og neyddist Roskilde Bank til að kaupa bréfin með miklu tapi af Glitni árið 2007. Madsen segir að á sínum tíma hafi Glitnir gert kröfu um að fá mann í stjórn Roskilde Bank á grundvelli hlutanna sem Glitnir keypti. Á það hafi ekki verið fallist og því endurkeypti Roskilde Bank hlutina af Glitni. Madsen segir að í ljósi bréfaskipta milli Glitnis og Roskilde Bank frá upphafi ársins 2007 sé ekki tilefni til þess að rannsaka kaup Glitnis frekar. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í ljós er komið að það var Glitnir sem stóð að baki umdeildum hlutabréfakaupum í hinum gjaldþrota Roskilde Bank í Danmörku árið 2006 þegar bankinn seldi umtalsvert magn af eigin hlutabréfum. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að um hafi verið að ræða 780.000 hluti í bankanum en salan á þeim vakti mikla athygli á sínum tíma enda braut hún í bága við reglur sem gilt höfðu árum saman í danska bankakerfinu þar sem ekki var greint frá því hver kaupandinn væri. Með sölunni á þessum hlutum tókst Roskilde Bank að fegra umtalsvert bágborna eignfjárstöðu sína. Danska fjármálaeftirlitið hafði krafist þess að eiginfjárstaðan yrði bætt. Talið er að á þessum tíma hafi Rosksilde Bank þegar rambað á barmi gjaldþrots. Sérsveit efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar hefur haft Roskilde Bank til rannsóknar síðan bankinn varð gjaldþrota árið 2009. Ríkislögmaðurinn Jens Madsen yfirmaður sveitarinnar segir að ekkert ólöglegt hafi verið við kaup Glitnis því bankarnir ætluðu að starfa saman. Það gekk ekki eftir og neyddist Roskilde Bank til að kaupa bréfin með miklu tapi af Glitni árið 2007. Madsen segir að á sínum tíma hafi Glitnir gert kröfu um að fá mann í stjórn Roskilde Bank á grundvelli hlutanna sem Glitnir keypti. Á það hafi ekki verið fallist og því endurkeypti Roskilde Bank hlutina af Glitni. Madsen segir að í ljósi bréfaskipta milli Glitnis og Roskilde Bank frá upphafi ársins 2007 sé ekki tilefni til þess að rannsaka kaup Glitnis frekar.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira