Matthías Vilhjálmsson var enn og aftur á skotskónum með norska liðinu Start í næstefstu deild þar í landi. Start hafði þá betur gegn Strömmen, 3-1.
Matthías skoraði þriðja mark sinna manna á 62. mínútu en hann spilaði allan leikinn, rétt eins og Guðmundur Kristjánsson.
Matthías hefur skorað fimm mörk í fyrstu fimm leikjum liðsins á tímabilinu en hann hélt utan til Noregs nú í vetur.
Haraldur Björnsson, fyrrum leikmaður Vals, stóð í markinu þegar að lið hans, Sarpsborg 08, gerði 2-2 jafntefli við Ranheim.
Ranheim er á toppi deildarinnar með ellefu stig eftir fimm leiki en Start er í því þriðja með níu stig. Start hefur reyndar enn ekki tapað leik á tímabilinu.
Sarpsborg 08 er svo í sjötta sætinu með átta stig.
