Leitar að goðsagnakenndu spendýri með hljóðvísindum 7. maí 2012 11:30 Etienne de France er frá Frakklandi en er búsettur í Reykjavík. "Fólk hefur þóst sjá þessi dýr í gegnum tíðina, og það er eiginlega orðið goðsagnakennt," segir franski listamaðurinn Etienne de France, sem er búsettur hér á landi en hann gerði heimildarmynd um heldur sérlundaða vísindamenn, sem leita að hinni dularfullu Steller-sækú. Myndin heitir Tales of a Sea Cow og segir frá rannsóknarteymi sem vinnur að því að afhjúpa samskipti dýra með hjálp hljóðvísinda. Teymið segist hafa tekist að þýða söng risavöxnu Steller-sækýrinnar, sem talið var að hafi dáið út árið 1768. Ástæðan fyrir því að kýrin dó út á sínum tíma var í raun óttaleysið. Dýrið hræddist ekki veiðimenn sem nálguðust það, sem gerði það að verkum að það var mun auðveldara að veiða hvalinn, sem að lokum á að hafa orðið til þess að kýrin dó út. Eða svo er talið. Myndin, sem er hluti af Reykjavik Shorts & Docs kvikmyndahátíðinni, er bæði tekin upp á Íslandi og á Grænlandi, en þar eltist Etienne við tvo vísindamenn sem eru sannfærðir um að dýrið sé enn á lífi. Í myndinni velta vísindamenn fyrir sér hvort skyndilegt hvarf sækýrinnar kunni að skýrast með mikilli hljóðmengun af mannavöldum. Spurður um þetta svarar Etienne: "Það er þekkt að hvalir og önnur sjávarspendýr eiga erfitt vegna hljóðmengunar frá skipum og kafbátum. Ég hef rætt við vísindamenn um þetta og þarna er um raunverulegt vandamál að ræða." Etienne bætir við að hann sé mjög heppinn að hafa fengið að vinna með þeim vísindamönnum sem bæði má finna í myndinni og svo þeim sem hann fékk ráðleggingar frá. Etienne lýsir myndinni sem ljóðrænni vegferð þar sem óþrjótandi sannleiksást vísindamanna er í forgrunni. En fundu þeir dýrið? Etienne hvetur fólk til þess að koma á frumsýningu myndarinnar í Hafnarhúsinu klukkan fimm á morgun, þriðjudaginn 8. maí. Hann mun svara spurningum gesta eftir að frumsýningu myndarinnar lýkur. Það verður því athyglisvert að sjá hvort vísindamennirnir muni finna dýrin, sem Etienne ýjar reyndar að. Það er Listasafn Reykjavíkur í samvinnu við Reykjavik Shorts & Docs kvikmyndahátíðarinnar og Franska sendiráðið á Íslandi sem standa að baki frumsýningunni. Etienne de France (fæddur 1984 í París) er myndlistarmaður sem býr og starfar á Íslandi og í París, Frakklandi. Hann útskrifaðist af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands árið 2008 og áður úr B.A námi í listasögu í París árið 2005. Etienne de France vinnur með ýmsa miðla í verkum sínum sem vísa gjarnan í náttúru og vísindi sem hann miðlar með ólíkum sagnaaðferðum. Raunveruleiki og skáldskapur blandast gjarnan í útfærslu verka hans sem skilja efablandinn áhorfandann eftir í rúmi forvitni og undrunar og hvetja hann til virkrar gagnrýnnar hugsunnar. Tales of a Sea Cow er fyrsta kvikmynd Etienne de France í fullri lengd. Hér má svo sjá stiklu úr myndinni. Svo má fræðast um dýrið hér. Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
"Fólk hefur þóst sjá þessi dýr í gegnum tíðina, og það er eiginlega orðið goðsagnakennt," segir franski listamaðurinn Etienne de France, sem er búsettur hér á landi en hann gerði heimildarmynd um heldur sérlundaða vísindamenn, sem leita að hinni dularfullu Steller-sækú. Myndin heitir Tales of a Sea Cow og segir frá rannsóknarteymi sem vinnur að því að afhjúpa samskipti dýra með hjálp hljóðvísinda. Teymið segist hafa tekist að þýða söng risavöxnu Steller-sækýrinnar, sem talið var að hafi dáið út árið 1768. Ástæðan fyrir því að kýrin dó út á sínum tíma var í raun óttaleysið. Dýrið hræddist ekki veiðimenn sem nálguðust það, sem gerði það að verkum að það var mun auðveldara að veiða hvalinn, sem að lokum á að hafa orðið til þess að kýrin dó út. Eða svo er talið. Myndin, sem er hluti af Reykjavik Shorts & Docs kvikmyndahátíðinni, er bæði tekin upp á Íslandi og á Grænlandi, en þar eltist Etienne við tvo vísindamenn sem eru sannfærðir um að dýrið sé enn á lífi. Í myndinni velta vísindamenn fyrir sér hvort skyndilegt hvarf sækýrinnar kunni að skýrast með mikilli hljóðmengun af mannavöldum. Spurður um þetta svarar Etienne: "Það er þekkt að hvalir og önnur sjávarspendýr eiga erfitt vegna hljóðmengunar frá skipum og kafbátum. Ég hef rætt við vísindamenn um þetta og þarna er um raunverulegt vandamál að ræða." Etienne bætir við að hann sé mjög heppinn að hafa fengið að vinna með þeim vísindamönnum sem bæði má finna í myndinni og svo þeim sem hann fékk ráðleggingar frá. Etienne lýsir myndinni sem ljóðrænni vegferð þar sem óþrjótandi sannleiksást vísindamanna er í forgrunni. En fundu þeir dýrið? Etienne hvetur fólk til þess að koma á frumsýningu myndarinnar í Hafnarhúsinu klukkan fimm á morgun, þriðjudaginn 8. maí. Hann mun svara spurningum gesta eftir að frumsýningu myndarinnar lýkur. Það verður því athyglisvert að sjá hvort vísindamennirnir muni finna dýrin, sem Etienne ýjar reyndar að. Það er Listasafn Reykjavíkur í samvinnu við Reykjavik Shorts & Docs kvikmyndahátíðarinnar og Franska sendiráðið á Íslandi sem standa að baki frumsýningunni. Etienne de France (fæddur 1984 í París) er myndlistarmaður sem býr og starfar á Íslandi og í París, Frakklandi. Hann útskrifaðist af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands árið 2008 og áður úr B.A námi í listasögu í París árið 2005. Etienne de France vinnur með ýmsa miðla í verkum sínum sem vísa gjarnan í náttúru og vísindi sem hann miðlar með ólíkum sagnaaðferðum. Raunveruleiki og skáldskapur blandast gjarnan í útfærslu verka hans sem skilja efablandinn áhorfandann eftir í rúmi forvitni og undrunar og hvetja hann til virkrar gagnrýnnar hugsunnar. Tales of a Sea Cow er fyrsta kvikmynd Etienne de France í fullri lengd. Hér má svo sjá stiklu úr myndinni. Svo má fræðast um dýrið hér.
Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira