Kristján Arason verður ekki áfram þjálfari karlaliðs FH í handbolta en hann tilkynnti leikmönnum FH þetta í kvöld samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Kristján hefur þjálfað FH-liðið ásamt Einari Andra Einarsson undanfarin tvö tímabil
FH endaði í öðru sæti á Íslandsmótinu í ár eftir 3-0 tap á móti HK í úrslitaeinvíginu en varð Íslandsmeistari í fyrra. FH varð þá í fyrsta sinn Íslandsmeistari í 19 ár eða síðan Kristján var spilandi þjálfari liðsins árið 1992.
Einar Andri Einarsson hefur þjálfað FH-liðið ásamt Kristjáni undanfarin tvö ár en var áður einn þjálfari liðsins og hefur þjálfað stóran hluta leikmannahópsins upp alla yngri flokkanna.

