Mikil aðsókn á Skjaldborg 9. maí 2012 16:00 Patreksfjörður fyllist af kvikmyndaáhugafólki þegar Skjaldborg er haldin um hvítasunnuhelgina. „Það er greinilegt að hátíðin er að festa sig í sessi," segir Tinna Ottesen, einn aðstandenda heimildarmyndahátíðarinnar Skjaldborgar sem fer fram dagana 25.-28. maí. Þetta er í sjöunda sinn sem kvikmyndaáhugamenn flykkjast til Patreksfjarðar um hvítasunnuhelgina. Hátíðinni hefur borist metfjöldi umsókna í ár en dagskráin sjálf skýrist á næstu dögum. Tinna segist fagna auknum áhuga á heimildarmyndagerð á Íslandi. „Það er gaman að það sé að verða til ákveðin hefð fyrir heimildarmyndum sem listformi," segir Tinna. Markmið hátíðarinnar er að sýna það nýjasta og ferskasta í íslenskri heimildarmyndagerð. Meðal þeirra sem sýna í ár er Steinþór Birgisson með myndina Reimt á Kili: Uggur og örlög Reynistaðabræðra, en Steinþór hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar í fyrra fyrir myndina Jón og séra Jón. Þá ætlar Jón Karl Helgason að frumsýna heimildarmynd um sundmenningu landsins sem nefnist Sundið. Tinna segir hátíðina alltaf vera að vaxa og þróast. „Það er alltaf mikið líf og fjör á Patreksfirði á meðan á hátíðinni stendur og öll gistipláss full. Það er því um að gera fyrir þá sem ætla að koma að hafa hraðar hendur en bæjarbúar hafa ávallt tekið okkur opnum örmum." Hægt er að skoða dagskrá hátíðarinnar og fá upplýsingar um gistimöguleika á Patreksfirði á síðunni Skjaldborg.com. -áp Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Það er greinilegt að hátíðin er að festa sig í sessi," segir Tinna Ottesen, einn aðstandenda heimildarmyndahátíðarinnar Skjaldborgar sem fer fram dagana 25.-28. maí. Þetta er í sjöunda sinn sem kvikmyndaáhugamenn flykkjast til Patreksfjarðar um hvítasunnuhelgina. Hátíðinni hefur borist metfjöldi umsókna í ár en dagskráin sjálf skýrist á næstu dögum. Tinna segist fagna auknum áhuga á heimildarmyndagerð á Íslandi. „Það er gaman að það sé að verða til ákveðin hefð fyrir heimildarmyndum sem listformi," segir Tinna. Markmið hátíðarinnar er að sýna það nýjasta og ferskasta í íslenskri heimildarmyndagerð. Meðal þeirra sem sýna í ár er Steinþór Birgisson með myndina Reimt á Kili: Uggur og örlög Reynistaðabræðra, en Steinþór hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar í fyrra fyrir myndina Jón og séra Jón. Þá ætlar Jón Karl Helgason að frumsýna heimildarmynd um sundmenningu landsins sem nefnist Sundið. Tinna segir hátíðina alltaf vera að vaxa og þróast. „Það er alltaf mikið líf og fjör á Patreksfirði á meðan á hátíðinni stendur og öll gistipláss full. Það er því um að gera fyrir þá sem ætla að koma að hafa hraðar hendur en bæjarbúar hafa ávallt tekið okkur opnum örmum." Hægt er að skoða dagskrá hátíðarinnar og fá upplýsingar um gistimöguleika á Patreksfirði á síðunni Skjaldborg.com. -áp
Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira