Vettel fremstur á ráslínu í Barein Birgir Þór Harðarson skrifar 21. apríl 2012 12:29 Vettel fékk loksins tækifæri til að setja vísifingurinn, sem við þekkjum svo vel, upp í loft í fyrsta sinn í ár. nordicphotos/afp Þýski heimsmeistarinn Sebastian Vettel gerði það sem hann var orðinn vanur í fyrra og setti Red Bull-bíl sinn á ráspól fyrir kappaksturinn í Barein sem fram fer á morgun. Vettel var einna síðastur til að setja tíma í tímatökunni og setti lang besta tíma helgarinnar. Vettel var orðinn vanur því í fyrra að fara síðastur út og ná besta tíma en gerði það í fyrsta sinn á árinu í dag. "Þetta er ekki búin að vera auðveld byrjun á tímabilinu," sagði Vettel við blaðamenn eftir tímatökuna. "Þetta er liðinu að þakka, ég skuldaði þeim þetta fyrir verkið sem þeir hafa sett í bílinn." Lewis Hamilton á McLaren ræsir annar á ráslínu á undan Mark Webber. Jenson Button ræsir fjórði á undan Nico Rosberg á Mercedes. Rosberg fór aðeins einn tímatökuhring í síðustu lotu tímatökunnar og gerði mistök í hringnum og náði því ekki ráspól eftir að hafa verið fljótastur á æfingum fyrir mótið. Michael Schumacher ræsir kappaksturinn sautjándi á morgun eftir að Mercedes-liðið misreiknaði þróun brautarinnar og möguleika Schumachers. "Afturvængurinn var eitthvað bilaður," sagði goðsögnin við Sky Sports. Jafnvægi bílanna plagaði ökumenn milli tímatökulota. "Það er aldrei gott þegar jafnvægi bílsins er ekki það sama í fyrstu lotu og í þeirri síðustu," sagði Jenson Button eftir tímatökuna. "Brautin var gríðarlega fljót að breytast." Daniel Ricciardo ræsir sjötti í Toro Rosso bíl sínum. Spurður hvað olli miklum mun á honum og liðsfélaga sínum, Jean-Eric Vergne, sagði hann ekki vita það. "Ég hef ekki hugmynd í augnablikinu. Ég kemst örugglega að því á fundinum á eftir." Skotinn ungi, Paul di Resta á Force India, stóð sig frábærlega í tímatökunni og ræsir tíundi á morgun. Force India liðið tók ekki þátt í seinni æfingu keppnisliðanna í gær af öryggisástæðum og árangur þeirra því glæsilegur. Dekkin munu spila gríðarlega stórt hlutverk í kappakstrinum á morgun. Hitinn er mikill í Barein og brautarhitinn óvenju hár svo ökumenn munu keppast við halda þeim eins köldum og hægt er. Kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun klukkan 11:40. Formúla Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Þýski heimsmeistarinn Sebastian Vettel gerði það sem hann var orðinn vanur í fyrra og setti Red Bull-bíl sinn á ráspól fyrir kappaksturinn í Barein sem fram fer á morgun. Vettel var einna síðastur til að setja tíma í tímatökunni og setti lang besta tíma helgarinnar. Vettel var orðinn vanur því í fyrra að fara síðastur út og ná besta tíma en gerði það í fyrsta sinn á árinu í dag. "Þetta er ekki búin að vera auðveld byrjun á tímabilinu," sagði Vettel við blaðamenn eftir tímatökuna. "Þetta er liðinu að þakka, ég skuldaði þeim þetta fyrir verkið sem þeir hafa sett í bílinn." Lewis Hamilton á McLaren ræsir annar á ráslínu á undan Mark Webber. Jenson Button ræsir fjórði á undan Nico Rosberg á Mercedes. Rosberg fór aðeins einn tímatökuhring í síðustu lotu tímatökunnar og gerði mistök í hringnum og náði því ekki ráspól eftir að hafa verið fljótastur á æfingum fyrir mótið. Michael Schumacher ræsir kappaksturinn sautjándi á morgun eftir að Mercedes-liðið misreiknaði þróun brautarinnar og möguleika Schumachers. "Afturvængurinn var eitthvað bilaður," sagði goðsögnin við Sky Sports. Jafnvægi bílanna plagaði ökumenn milli tímatökulota. "Það er aldrei gott þegar jafnvægi bílsins er ekki það sama í fyrstu lotu og í þeirri síðustu," sagði Jenson Button eftir tímatökuna. "Brautin var gríðarlega fljót að breytast." Daniel Ricciardo ræsir sjötti í Toro Rosso bíl sínum. Spurður hvað olli miklum mun á honum og liðsfélaga sínum, Jean-Eric Vergne, sagði hann ekki vita það. "Ég hef ekki hugmynd í augnablikinu. Ég kemst örugglega að því á fundinum á eftir." Skotinn ungi, Paul di Resta á Force India, stóð sig frábærlega í tímatökunni og ræsir tíundi á morgun. Force India liðið tók ekki þátt í seinni æfingu keppnisliðanna í gær af öryggisástæðum og árangur þeirra því glæsilegur. Dekkin munu spila gríðarlega stórt hlutverk í kappakstrinum á morgun. Hitinn er mikill í Barein og brautarhitinn óvenju hár svo ökumenn munu keppast við halda þeim eins köldum og hægt er. Kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun klukkan 11:40.
Formúla Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira