Geir átti að upplýsa Björgvin um fundinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. apríl 2012 15:58 Geir Haarde við aðalmeðferð málsins fyrir Landsdómi. mynd/ GVA. Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bar að upplýsa Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, um fund sem Geir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, og Árni Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra áttu með bankastjórn Seðlabankans. Þetta er niðurstaða meirihluta Landsdóms sem kvað upp dóm sinn í dag. Samkvæmt dómnum er Geir sýknaður af þremur ákæruliðum af fjórum. Hann var aftur á móti fundinn sekur um að hafa ekki haldið fundi um mikilvæg málefni. „Viðskiptaráðherra, sem fór með mál sem vörðuðu fjármálamarkaðinn, þar með talda bankana, sat ekki fund ákærða, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra með bankastjórn Seðlabanka Íslands 7. febrúar 2008. Af þeim sökum var ákærða skylt að kynna viðskiptaráðherra þegar í stað upplýsingar, sem þar höfðu komið fram um hættuna, sem steðjaði að bönkunum og íslensku efnahagslífi. Ekki verður dregið í efa að ákærði hafi af pólitískum ástæðum þurft að upplýsa utanríkisráðherra sem formann hins ríkisstjórnarflokksins um þá alvarlegu stöðu, sem uppi var, en slíkt ólögmælt samráð getur sem áður segir ekki komið í stað þess samstarfs, sem stjórnarskrá og lög gera ráð fyrir að forsætisráðherra hafi við aðra ráðherra um einstök mál sem undir þá heyra," segir meirihluti Landsdóms. Meirihlutinn segir jafnframt að vegna þeirrar hættu, sem vofði yfir bönkunum, hafi verið brýnt að komið yrði þá þegar á nánu samstarfi milli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands til að rannsaka málið ofan í kjölinn undir sameiginlegri yfirstjórn ráðherranna, sem stofnanirnar heyrðu undir, en það voru viðskiptaráðherra og Geir sem forsætisráðherra. Í því sambandi verði ekki horft fram hjá því að með slíku samstarfi stofnananna tveggja, þar sem gætt hefði verið af hendi Fjármálaeftirlitsins skýrrar skyldu samkvæmt 15. gr. laga nr. 87/1998 til að veita seðlabankanum upplýsingar um starfsemi viðskiptabankanna, kynni að hafa verið leitt í ljós að þeir hafi ekki aðeins átt við lausafjárvanda að etja, svo sem talið var allt frá byrjun árs 2008, heldur einnig eiginfjárvanda vegna svonefndra krosslánatengsla. Gögn málsins bendi til að grunsemdir hafi þá þegar vaknað um að ekki væri allt með felldu í því efni, svo sem kom meðal annars fram í minnisblaði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um fund hennar 15. janúar 2008 með viðskiptaráðherra, aðstoðarmanni hans og formanni stjórnar Fjármálaeftirlitsins. Landsdómur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bar að upplýsa Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, um fund sem Geir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, og Árni Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra áttu með bankastjórn Seðlabankans. Þetta er niðurstaða meirihluta Landsdóms sem kvað upp dóm sinn í dag. Samkvæmt dómnum er Geir sýknaður af þremur ákæruliðum af fjórum. Hann var aftur á móti fundinn sekur um að hafa ekki haldið fundi um mikilvæg málefni. „Viðskiptaráðherra, sem fór með mál sem vörðuðu fjármálamarkaðinn, þar með talda bankana, sat ekki fund ákærða, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra með bankastjórn Seðlabanka Íslands 7. febrúar 2008. Af þeim sökum var ákærða skylt að kynna viðskiptaráðherra þegar í stað upplýsingar, sem þar höfðu komið fram um hættuna, sem steðjaði að bönkunum og íslensku efnahagslífi. Ekki verður dregið í efa að ákærði hafi af pólitískum ástæðum þurft að upplýsa utanríkisráðherra sem formann hins ríkisstjórnarflokksins um þá alvarlegu stöðu, sem uppi var, en slíkt ólögmælt samráð getur sem áður segir ekki komið í stað þess samstarfs, sem stjórnarskrá og lög gera ráð fyrir að forsætisráðherra hafi við aðra ráðherra um einstök mál sem undir þá heyra," segir meirihluti Landsdóms. Meirihlutinn segir jafnframt að vegna þeirrar hættu, sem vofði yfir bönkunum, hafi verið brýnt að komið yrði þá þegar á nánu samstarfi milli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands til að rannsaka málið ofan í kjölinn undir sameiginlegri yfirstjórn ráðherranna, sem stofnanirnar heyrðu undir, en það voru viðskiptaráðherra og Geir sem forsætisráðherra. Í því sambandi verði ekki horft fram hjá því að með slíku samstarfi stofnananna tveggja, þar sem gætt hefði verið af hendi Fjármálaeftirlitsins skýrrar skyldu samkvæmt 15. gr. laga nr. 87/1998 til að veita seðlabankanum upplýsingar um starfsemi viðskiptabankanna, kynni að hafa verið leitt í ljós að þeir hafi ekki aðeins átt við lausafjárvanda að etja, svo sem talið var allt frá byrjun árs 2008, heldur einnig eiginfjárvanda vegna svonefndra krosslánatengsla. Gögn málsins bendi til að grunsemdir hafi þá þegar vaknað um að ekki væri allt með felldu í því efni, svo sem kom meðal annars fram í minnisblaði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um fund hennar 15. janúar 2008 með viðskiptaráðherra, aðstoðarmanni hans og formanni stjórnar Fjármálaeftirlitsins.
Landsdómur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira