Reynir: Barcelona kemst í úrslitaleikinn 24. apríl 2012 06:00 Stjórarnir Pep Guardiola og Roberto Di Matteo. Nordic Photos / Getty Images Barcelona frá Spáni og enska liðið Chelsea mætast í kvöld í síðari viðureign þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn fer fram á Nou Camp heimavelli Barcelona en Chelsea er með yfirhöndina eftir 1-0 sigur á heimavelli í síðustu viku þar sem Didier Drogba skoraði eina mark leiksins. Reynir Leósson knattspyrnusérfræðingar Stöðvar 2 telur að það verði erfitt fyrir Chelsea að halda fengnum hlut á erfiðum útivelli – og spáir Reynir því að Barcelona leiki til úrslita í keppninni. „Fyrir það fyrsta held ég að þetta verði leikur þar sem að Barca verður með boltan að lágmarki 75% af leiknum. Varnarleikur Chelsea verður að vera hrikalega góður, og sóknarleikur liðsins mun snúast um skyndisóknir og föst leikatriði. Þeir verða að þora að halda boltanum innan sinna raða," sagði Reynir. „Didier Drogba er algjör lykilmaður í þessum leik því hann mun fá það hlutverk að fá boltann í fæturna og halda honum á meðan vængmenn liðsins og kannski einn miðjumaður færa sig fram á völlinn. Ef þetta gengur eftir gætu þeir sært Barcelona liðið." „Það gæti styrkt Chelsea að þeir sáu hvernig Real Madrid fór að því að loka á sóknarleik Barcelona um s.l. helgi í „El clásico." Eftir að Real Madrid komst í 2-1 þá náðu þeir gjörsamlega að loka á sóknarleik Börsunga." „Pep Guardiola þjálfari Barcelona mun að mínu mati stilla þeim Pedro Rodríguez og Alexis Sánchez í framlínuna með Lionel Messi. Ég hef hinsvegar ekki trú á því að Chelsea geti haldið það út í 90 mínútur að verjast og fá ekki á sig mark eða mörk. Barcelona mun skora mörk í þessum leik og þeir fara í úrslitaleikinn," bætti Reynir við að lokum. Leikurinn hefst kl. 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport en upphitun fyrir leikinn hefst 18.00 þar sem Þorsteinn J fer yfir gang mála með sérfræðingum þáttarins. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira
Barcelona frá Spáni og enska liðið Chelsea mætast í kvöld í síðari viðureign þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn fer fram á Nou Camp heimavelli Barcelona en Chelsea er með yfirhöndina eftir 1-0 sigur á heimavelli í síðustu viku þar sem Didier Drogba skoraði eina mark leiksins. Reynir Leósson knattspyrnusérfræðingar Stöðvar 2 telur að það verði erfitt fyrir Chelsea að halda fengnum hlut á erfiðum útivelli – og spáir Reynir því að Barcelona leiki til úrslita í keppninni. „Fyrir það fyrsta held ég að þetta verði leikur þar sem að Barca verður með boltan að lágmarki 75% af leiknum. Varnarleikur Chelsea verður að vera hrikalega góður, og sóknarleikur liðsins mun snúast um skyndisóknir og föst leikatriði. Þeir verða að þora að halda boltanum innan sinna raða," sagði Reynir. „Didier Drogba er algjör lykilmaður í þessum leik því hann mun fá það hlutverk að fá boltann í fæturna og halda honum á meðan vængmenn liðsins og kannski einn miðjumaður færa sig fram á völlinn. Ef þetta gengur eftir gætu þeir sært Barcelona liðið." „Það gæti styrkt Chelsea að þeir sáu hvernig Real Madrid fór að því að loka á sóknarleik Barcelona um s.l. helgi í „El clásico." Eftir að Real Madrid komst í 2-1 þá náðu þeir gjörsamlega að loka á sóknarleik Börsunga." „Pep Guardiola þjálfari Barcelona mun að mínu mati stilla þeim Pedro Rodríguez og Alexis Sánchez í framlínuna með Lionel Messi. Ég hef hinsvegar ekki trú á því að Chelsea geti haldið það út í 90 mínútur að verjast og fá ekki á sig mark eða mörk. Barcelona mun skora mörk í þessum leik og þeir fara í úrslitaleikinn," bætti Reynir við að lokum. Leikurinn hefst kl. 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport en upphitun fyrir leikinn hefst 18.00 þar sem Þorsteinn J fer yfir gang mála með sérfræðingum þáttarins.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira