Geir H. Haarde: Dómurinn pólitísk málamiðlun 23. apríl 2012 19:42 „Dómararnir vildu ná pólitískri málamiðlun gagnvart fólkinu á Alþingi sem stóðu fyrir þessu gönuhlaupi," sagði Geir H. Haarde í viðtali við Þorbjörn Þórðarson í Íslandi í dag. Geir segir málið há-pólitískt, hann sé eldri en tvævetur í pólitík, „og ég finn lyktina af pólitík þar sem hana er að finna," sagði Geir. Geir er fyrsti fyrrverandi ráðherrann í heiminum sem hefur verið dreginn ábyrgðar vegna efnahagshrunsins. Hann var dæmdur brotlegur í Landsdómi í dag gegn stjórnarskránni en sýknaður af þremur öðrum ákæruliðum. Hann segist hafa verið undirbúinn fyrir báðar niðurstöður í dag, sjálfur hafi hann þó búist við að vera sýknaður af öllum ákæruliðunum. Hann spurði svo hvers vegna honum hafi ekki verið gerð nein refsing í málinu: „Ef um var að ræða svo mikið vanrækslubrot því var mér ekki gerð nein refsing?" Geir benti ennfremur á að tveir dómarar hafi komið inn um mið réttarhöldin og báðir hafi þeir komist að þeirri niðurstöðu að sakfella ætti Geir fyrir brot gegn stjórnarskránni. Geir segir þetta skipta máli. „Mér býður svo í grun að dómararnir hafi viljað kasta akkeri til þeirra sem stóðu að málinu, en samt gera það með þeim hætti að ég gæti vel við unað, líkt og að dæma mér hæstu málsvarnarlaun sem hafa verið dæmd hér á landi. En svo er ekki," sagði Geir. Hann sagði ennfremur að ef litið væri til efnisatriða dómsins, þá hafi hann unnið málið. „Það var lagt upp með að finna sökudólg fyrir hrunið. Þessi fundir höfðu ekkert með hrunið að gera, menn ræddu auðvitað margt innan og utan funda, en það hafði ekkert með þetta að gera." Hann segir svo þá sem stóðu að málatilbúnaðinum, bera ábyrgð í málinu. „Þetta eru hluti Samfylkingarinnar, Vinstri grænir og ofstækisfólkið innan Hreyfingarinnar. Og Steingrímur J. Sigfússon ber mesta ábyrgð og hans lautinant," sagði Geir sem var, líkt og á blaðamannafundinum í dag, heitt í hamsi í viðtalinu. „Þetta er sneypuför og ætla þessir menn að sitja áfram?" spyr Geir og bætir við: „Þeir eru búnir að fá löðrung frá Landsdómi. Ætla þessir fínu menn, Steingrímur og fleiri, bara að sitja þarna áfram?" Hann segir ennfremur að hann líti svo á að hans persónulegi heiður standi óhaggaður miðað við niðurstöðuna. „Mannorði mínu hefur ekki verið rænt af mér," segir hann. „Ef einhver hefur haldið að þarna væri verið að hægt kýla mig kaldan eða koma mér í þunglyndi með þessu máli, þá er það fjarri lagi," sagði Geir vígreifur. Landsdómur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
„Dómararnir vildu ná pólitískri málamiðlun gagnvart fólkinu á Alþingi sem stóðu fyrir þessu gönuhlaupi," sagði Geir H. Haarde í viðtali við Þorbjörn Þórðarson í Íslandi í dag. Geir segir málið há-pólitískt, hann sé eldri en tvævetur í pólitík, „og ég finn lyktina af pólitík þar sem hana er að finna," sagði Geir. Geir er fyrsti fyrrverandi ráðherrann í heiminum sem hefur verið dreginn ábyrgðar vegna efnahagshrunsins. Hann var dæmdur brotlegur í Landsdómi í dag gegn stjórnarskránni en sýknaður af þremur öðrum ákæruliðum. Hann segist hafa verið undirbúinn fyrir báðar niðurstöður í dag, sjálfur hafi hann þó búist við að vera sýknaður af öllum ákæruliðunum. Hann spurði svo hvers vegna honum hafi ekki verið gerð nein refsing í málinu: „Ef um var að ræða svo mikið vanrækslubrot því var mér ekki gerð nein refsing?" Geir benti ennfremur á að tveir dómarar hafi komið inn um mið réttarhöldin og báðir hafi þeir komist að þeirri niðurstöðu að sakfella ætti Geir fyrir brot gegn stjórnarskránni. Geir segir þetta skipta máli. „Mér býður svo í grun að dómararnir hafi viljað kasta akkeri til þeirra sem stóðu að málinu, en samt gera það með þeim hætti að ég gæti vel við unað, líkt og að dæma mér hæstu málsvarnarlaun sem hafa verið dæmd hér á landi. En svo er ekki," sagði Geir. Hann sagði ennfremur að ef litið væri til efnisatriða dómsins, þá hafi hann unnið málið. „Það var lagt upp með að finna sökudólg fyrir hrunið. Þessi fundir höfðu ekkert með hrunið að gera, menn ræddu auðvitað margt innan og utan funda, en það hafði ekkert með þetta að gera." Hann segir svo þá sem stóðu að málatilbúnaðinum, bera ábyrgð í málinu. „Þetta eru hluti Samfylkingarinnar, Vinstri grænir og ofstækisfólkið innan Hreyfingarinnar. Og Steingrímur J. Sigfússon ber mesta ábyrgð og hans lautinant," sagði Geir sem var, líkt og á blaðamannafundinum í dag, heitt í hamsi í viðtalinu. „Þetta er sneypuför og ætla þessir menn að sitja áfram?" spyr Geir og bætir við: „Þeir eru búnir að fá löðrung frá Landsdómi. Ætla þessir fínu menn, Steingrímur og fleiri, bara að sitja þarna áfram?" Hann segir ennfremur að hann líti svo á að hans persónulegi heiður standi óhaggaður miðað við niðurstöðuna. „Mannorði mínu hefur ekki verið rænt af mér," segir hann. „Ef einhver hefur haldið að þarna væri verið að hægt kýla mig kaldan eða koma mér í þunglyndi með þessu máli, þá er það fjarri lagi," sagði Geir vígreifur.
Landsdómur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira