Sprengjutilræðið í Osló sett á svið 24. apríl 2012 12:08 Úr myndbandi sem lögreglan í Osló setti saman. mynd/NRK Öryggisvörður sem var í stjórnarbyggingu í Osló þegar bílasprengja fjöldamorðingjans Anders Breiviks sprakk segist hafa verið að kanna númeraplötu bílsins þegar hörmungarnar dundu yfir. Réttarhöldin yfir Breivik halda áfram í dag og verða þeir sem urðu vitni að sprengingunni í stjórnarráðshverfinu í Osló kallaðir í vitnastúku. Öryggisvörðurinn Tor Inge Kristoffersen, sem bar vitni í morgun fyrstur allra, lýsti því þegar hann sá Breivik á eftirlitsmyndum leggja hvítri sendibifreið. Tor var í þann mund að fá nærmynd af númeraplötu bílsins þegar sprengingin varð en hann vildi ganga úr skugga um hvort Breivik hefði leyfi til að leggja á svæðinu. Margar eftirlitsmyndavélar hættu að virka, Tor heyrði mikinn gný og fann hvernig byggingin skalf og nötraði. Þegar út var komið fannst Tor, sem er fyrrum hermaður, hann vera staddur á stríðssvæði. Öryggisvörðurinn talaði um samstarfsmann sinn sem var á meðal þeirra átta sem létust í sprengingunni og nefndi aðra sem eru öryrkjar í dag vegna andlegs ástands.Anders Behring Breivikmynd/APVerkfræðingurinn Svein Olav Christensen, sem kom í vitnastúku á eftir Tor lýsti sprengjunni ítarlega og sýndi viðstöddum mynd af tveggja metra víðri holu sem myndaðist í sprengingunni. Þá hefur lögreglumaðurinn Tor Langli einnig borið vitni en hann lýsti þeirri ringulreið sem ríkti í Osló eftir voðaverkin. Hann hafi í fyrstu fengið þær upplýsingar að tveir menn hefðu verið að verki og að viðbúið væri að tvær sprengjur til viðbótar ættu eftir að springa. Breivik sjálfur er viðstaddur réttarhöldin í dag en hann er sagður hlusta á vitnaleiðslurnar án þess að sýna vott af tilfinningum. Tæknimenn lögreglunnar í Osló hafa nú sett sprenginguna á svið og mynduðu með háhraða myndavélum. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Öryggisvörður sem var í stjórnarbyggingu í Osló þegar bílasprengja fjöldamorðingjans Anders Breiviks sprakk segist hafa verið að kanna númeraplötu bílsins þegar hörmungarnar dundu yfir. Réttarhöldin yfir Breivik halda áfram í dag og verða þeir sem urðu vitni að sprengingunni í stjórnarráðshverfinu í Osló kallaðir í vitnastúku. Öryggisvörðurinn Tor Inge Kristoffersen, sem bar vitni í morgun fyrstur allra, lýsti því þegar hann sá Breivik á eftirlitsmyndum leggja hvítri sendibifreið. Tor var í þann mund að fá nærmynd af númeraplötu bílsins þegar sprengingin varð en hann vildi ganga úr skugga um hvort Breivik hefði leyfi til að leggja á svæðinu. Margar eftirlitsmyndavélar hættu að virka, Tor heyrði mikinn gný og fann hvernig byggingin skalf og nötraði. Þegar út var komið fannst Tor, sem er fyrrum hermaður, hann vera staddur á stríðssvæði. Öryggisvörðurinn talaði um samstarfsmann sinn sem var á meðal þeirra átta sem létust í sprengingunni og nefndi aðra sem eru öryrkjar í dag vegna andlegs ástands.Anders Behring Breivikmynd/APVerkfræðingurinn Svein Olav Christensen, sem kom í vitnastúku á eftir Tor lýsti sprengjunni ítarlega og sýndi viðstöddum mynd af tveggja metra víðri holu sem myndaðist í sprengingunni. Þá hefur lögreglumaðurinn Tor Langli einnig borið vitni en hann lýsti þeirri ringulreið sem ríkti í Osló eftir voðaverkin. Hann hafi í fyrstu fengið þær upplýsingar að tveir menn hefðu verið að verki og að viðbúið væri að tvær sprengjur til viðbótar ættu eftir að springa. Breivik sjálfur er viðstaddur réttarhöldin í dag en hann er sagður hlusta á vitnaleiðslurnar án þess að sýna vott af tilfinningum. Tæknimenn lögreglunnar í Osló hafa nú sett sprenginguna á svið og mynduðu með háhraða myndavélum. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira