Ný höfn í Nuuk fyrir gámaskip og olíuleit 24. apríl 2012 14:31 Höfnin í Nuuk þykir of lítil til að þjóna olíuleit og gámaflutningum Gerð nýrrar stórskipahafnar fyrir Nuuk, höfuðstað Grænlands, er nú í undirbúningi og er markmiðið að hún verði tilbúin á árinu 2014. Kostnaður við hafnargerðina er áætlaður um 500 milljónir danskra króna, eða sem nemur um 11 milljörðum íslenskra króna. Núverandi höfn þykir of lítil og er talin flöskuháls fyrir vöruflutninga til Vestur-Grænlands. Nýja höfnin verður byggð á eyju við Nuuk. Henni er bæði ætlað að vera gámahöfn en einnig þjónustuhöfn fyrir olíuleit. Stefnt er að því að sérstakt félag annist gerð og rekstur hafnarinnar, sem er nýbreytni, og að félagið verði í eigu fjögurra aðila; ríkisstjórnar Grænlands, bæjarfélagsins Sermersooq, skipafélagsins Royal Arctic Line og Álaborgarhafnar í Danmörku. Nýleg breyting sem þjóðþing Danmerkur gerði á dönsku hafnalögunum heimilar dönskum höfnum að fjárfesta í höfnum annarra sveitarfélaga og er forsenda þess að Álaborgarhöfn getur tekið þátt í verkefninu. Claus Holstein, hafnarstjóri Álaborgar, segir í viðtali við grænlenska fréttavefinn Sermitsiaq, að hann telji Grænland standa frammi fyrir miklum hagvexti og stórum fjárfestingum í olíu og málmleit. Því sé mikilvægt að Grænland hafi getu til að takast á við þá þróun, segir Claus Holstein. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gerð nýrrar stórskipahafnar fyrir Nuuk, höfuðstað Grænlands, er nú í undirbúningi og er markmiðið að hún verði tilbúin á árinu 2014. Kostnaður við hafnargerðina er áætlaður um 500 milljónir danskra króna, eða sem nemur um 11 milljörðum íslenskra króna. Núverandi höfn þykir of lítil og er talin flöskuháls fyrir vöruflutninga til Vestur-Grænlands. Nýja höfnin verður byggð á eyju við Nuuk. Henni er bæði ætlað að vera gámahöfn en einnig þjónustuhöfn fyrir olíuleit. Stefnt er að því að sérstakt félag annist gerð og rekstur hafnarinnar, sem er nýbreytni, og að félagið verði í eigu fjögurra aðila; ríkisstjórnar Grænlands, bæjarfélagsins Sermersooq, skipafélagsins Royal Arctic Line og Álaborgarhafnar í Danmörku. Nýleg breyting sem þjóðþing Danmerkur gerði á dönsku hafnalögunum heimilar dönskum höfnum að fjárfesta í höfnum annarra sveitarfélaga og er forsenda þess að Álaborgarhöfn getur tekið þátt í verkefninu. Claus Holstein, hafnarstjóri Álaborgar, segir í viðtali við grænlenska fréttavefinn Sermitsiaq, að hann telji Grænland standa frammi fyrir miklum hagvexti og stórum fjárfestingum í olíu og málmleit. Því sé mikilvægt að Grænland hafi getu til að takast á við þá þróun, segir Claus Holstein.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira