Vitnisburður Davíðs hafði grundvallarþýðingu Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. apríl 2012 19:00 Vitnisburður Davíðs Oddssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra, hafði mikla þýðingu fyrir sakfellingu Geirs Haarde varðandi fjórða lið ákærunnar í Landsdómsmálinu. Í dómi meirihluta Landsdóms er vitnað til „fundarpunkta" frá fundi, sem bankastjórn Seðlabanka Íslands hélt ásamt Tryggva Pálssyni 12. janúar 2008. Þar er haft eftir Davíð Oddssyni: „Dagarnir líða og við höfum vaxandi áhyggjur. Aðrar aðstæður 2006. Nú er markaðurinn lokaður í heild nema á sjúklegu verði sem gæti dæmt bankana úr leik."Íslensku bankarnir í mikilli hættu Svo virðist sem fundur sem Geir, Ingibjörg Sólrún og Árni Mathiesen áttu með bankastjórn Seðlabankans og fleirum 7. febrúar 2008 hafi verið einhvers konar vendipunktur. Í niðurstöðu Landsdóms er vitnað til minnispunkta Tryggva Pálssonar af fundinum, en þar er haft eftir Davíð: „Íslensku bankarnir í mikilli hættu og íslenskt efnahagslíf í hættu. Markaðir lokaðir (í lengri tíma en áður haldið). CDS álög afar há og sýna að bankarnir geta ekki tekið lán og lánað þau út. Telja að íslenska ríkið hafi ekki bolmagn til að bjarga og skortselja þess vegna." Þá er í dómi Landsdóms vitnað sérstaklega til skýrslu Davíðs fyrir Landsdómi um að Davíð hafi óskað eftir fundinum til að geta komið á framfæri upplýsingum um þá hættu sem hann hafi talið vera í farvatninu. Orðrétt sagði Davíð fyrir Landsdómi 6. mars 2012: „Mitt meginmarkmið eftir þessa fundi (Í Lundúnum innsk.blm) var að láta forsætisráðherra fá upplýsingar um þá áhættu sem mér sýndist vera í farvatninu." Það vekur athygli að í dómi meirihluta Landsdóms er berum orðum tekið fram að varnarorð Davíðs hafi verið rétt, en þar segir: „Af framangreindu verður ekki annað ályktað en að það mat formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, sem kom fram á fundinum 7. febrúar 2008 um að íslensku bankarnir þrír væru í mikilli hættu og þar með íslenskt efnahagslíf, hafi verið rétt." (bls. 338). Síðan er í dóminum vitnað til þess að Geir hafi verið skylt að upplýsa Björgvin en þar segir: „(V)ar ákærða skylt að kynna viðskiptaráðherra þegar í stað upplýsingar, sem þar höfðu komið fram um hættuna, sem steðjaði að bönkunum og íslensku efnahagslífi. " (bls. 372). thorbjorn@stod2.is Landsdómur Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Vitnisburður Davíðs Oddssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra, hafði mikla þýðingu fyrir sakfellingu Geirs Haarde varðandi fjórða lið ákærunnar í Landsdómsmálinu. Í dómi meirihluta Landsdóms er vitnað til „fundarpunkta" frá fundi, sem bankastjórn Seðlabanka Íslands hélt ásamt Tryggva Pálssyni 12. janúar 2008. Þar er haft eftir Davíð Oddssyni: „Dagarnir líða og við höfum vaxandi áhyggjur. Aðrar aðstæður 2006. Nú er markaðurinn lokaður í heild nema á sjúklegu verði sem gæti dæmt bankana úr leik."Íslensku bankarnir í mikilli hættu Svo virðist sem fundur sem Geir, Ingibjörg Sólrún og Árni Mathiesen áttu með bankastjórn Seðlabankans og fleirum 7. febrúar 2008 hafi verið einhvers konar vendipunktur. Í niðurstöðu Landsdóms er vitnað til minnispunkta Tryggva Pálssonar af fundinum, en þar er haft eftir Davíð: „Íslensku bankarnir í mikilli hættu og íslenskt efnahagslíf í hættu. Markaðir lokaðir (í lengri tíma en áður haldið). CDS álög afar há og sýna að bankarnir geta ekki tekið lán og lánað þau út. Telja að íslenska ríkið hafi ekki bolmagn til að bjarga og skortselja þess vegna." Þá er í dómi Landsdóms vitnað sérstaklega til skýrslu Davíðs fyrir Landsdómi um að Davíð hafi óskað eftir fundinum til að geta komið á framfæri upplýsingum um þá hættu sem hann hafi talið vera í farvatninu. Orðrétt sagði Davíð fyrir Landsdómi 6. mars 2012: „Mitt meginmarkmið eftir þessa fundi (Í Lundúnum innsk.blm) var að láta forsætisráðherra fá upplýsingar um þá áhættu sem mér sýndist vera í farvatninu." Það vekur athygli að í dómi meirihluta Landsdóms er berum orðum tekið fram að varnarorð Davíðs hafi verið rétt, en þar segir: „Af framangreindu verður ekki annað ályktað en að það mat formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, sem kom fram á fundinum 7. febrúar 2008 um að íslensku bankarnir þrír væru í mikilli hættu og þar með íslenskt efnahagslíf, hafi verið rétt." (bls. 338). Síðan er í dóminum vitnað til þess að Geir hafi verið skylt að upplýsa Björgvin en þar segir: „(V)ar ákærða skylt að kynna viðskiptaráðherra þegar í stað upplýsingar, sem þar höfðu komið fram um hættuna, sem steðjaði að bönkunum og íslensku efnahagslífi. " (bls. 372). thorbjorn@stod2.is
Landsdómur Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira