Ótrúleg velgengni Chelsea undir stjórn Di Matteo Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2012 23:08 Di Matteo fagnar eftir leikinn gegn Barcelona í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Sjálfsagt höfðu ekki margir trú á því að Ítalinn Roberto Di Matteo myndi gera mikið úr tímabili Chelsea þegar hann tók við liðinu í upphafi marsmánaðar, eftir að Andre Villas-Boas var sagt upp störfum. Di Matteo, sem lagði skóna á hilluna fyrir áratug síðan eftir að hafa spilað með Chelsea síðustu sex ár ferilsins, hefur komið flestum sparkspekingum í opna skjöldu með árangri sínum. Hann hafði áður þjálfað tvö lið - MK Dons í neðri deildunum og West Bromwich Albion með misjöfnum árangri frá 2009 til 2011. Svo var hann ráðinn sem aðstoðarmaður Villas-Boas í haust og var svo ráðinn til að stýra liðinu til loka tímabilsins eftir að Portúgalinn ungi var látinn fara fyrr í vetur. Og eftir það hefur lið Chelsea blómstrað og Di Matteo er búið að koma liðinu í bæði úrslit ensku bikarkeppninnar og nú síðast Meistaradeildar Evrópu. Eiganda Chelsea, Roman Abramovich, hefur lengi dreymt um að vinna síðarnefndum keppnina og ljóst að Di Matteo á von á góðu ef það tekst á Allianz-leikvanginum í München þann 19. maí næstkomandi. Tölurnar tala sínu máli. Chelsea hefur alls spilað fimmtán leiki síðan Di Matteo tók við og það á aðeins 51 degi. Leikjaálagið hefur því verið gríðarlegt. En liðið hefur samt unnið tíu af þessum leikjum og aðeins tapað einum - fyrir Manchester City í deildarleik þann 21. mars. Chelsea á fjóra deildarleiki eftir á tímabilnu og ljóst að með þessu áframhaldi eru þeir líklegir til að koma sér í hóp fjögurra efstu liða og þar með tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeildinni á ný - það er að segja ef þeim tekst þá ekki að vinna úrslitaleikinn í vor.Úrslit leikja Chelsea undir stjórn Di Matteo: 4. mars: Birmingham - Chelsea 0-2 (bikar) 10. mars: Chelsea - Stoke 1-0 (deild) 14. mars: Chelsea - Napoli 4-1 (Meistaradeild) 18. mars: Chelsea - Leicester 5-2 (bikar) 21. mars: Manchester City - Chelsea 2-1 (deild) 24. mars: Chelsea - Tottenham 0-0 (deild) 27. mars: Benfica - Chelsea 0-1 (Meistaradeild) 31. mars: Aston Villa - Chelsea 2-4 (deild) 4. apríl: Chelsea - Benfica 2-1 (Meistaradeild) 7. apríl: Chelsea - Wigan 2-1 (deild) 9. apríl: Fulham - Chelsea 1-1 (deild) 15. apríl: Tottenham - Chelsea 1-5 (bikar) 18. apríl: Chelsea - Barcelona 1-0 (Meistaradeild) 21. apríl: Arsenal - Chelsea 0-0 (deild) 24. apríl: Barcelona - Chelsea 2-2 (Meistaradeild)Árangur: 15 leikir á 51 degi 10 sigrar, 4 jafntefli, 1 tap. Markatala: 31-13Deild: 3 sigrar, 3 jafntefli, 1 tap.Bikar: 3 sigrar, 0 jafntefli, 0 töp.Meistaradeild: 4 sigrar, 1 jafntefli, 0 töp. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Sjá meira
Sjálfsagt höfðu ekki margir trú á því að Ítalinn Roberto Di Matteo myndi gera mikið úr tímabili Chelsea þegar hann tók við liðinu í upphafi marsmánaðar, eftir að Andre Villas-Boas var sagt upp störfum. Di Matteo, sem lagði skóna á hilluna fyrir áratug síðan eftir að hafa spilað með Chelsea síðustu sex ár ferilsins, hefur komið flestum sparkspekingum í opna skjöldu með árangri sínum. Hann hafði áður þjálfað tvö lið - MK Dons í neðri deildunum og West Bromwich Albion með misjöfnum árangri frá 2009 til 2011. Svo var hann ráðinn sem aðstoðarmaður Villas-Boas í haust og var svo ráðinn til að stýra liðinu til loka tímabilsins eftir að Portúgalinn ungi var látinn fara fyrr í vetur. Og eftir það hefur lið Chelsea blómstrað og Di Matteo er búið að koma liðinu í bæði úrslit ensku bikarkeppninnar og nú síðast Meistaradeildar Evrópu. Eiganda Chelsea, Roman Abramovich, hefur lengi dreymt um að vinna síðarnefndum keppnina og ljóst að Di Matteo á von á góðu ef það tekst á Allianz-leikvanginum í München þann 19. maí næstkomandi. Tölurnar tala sínu máli. Chelsea hefur alls spilað fimmtán leiki síðan Di Matteo tók við og það á aðeins 51 degi. Leikjaálagið hefur því verið gríðarlegt. En liðið hefur samt unnið tíu af þessum leikjum og aðeins tapað einum - fyrir Manchester City í deildarleik þann 21. mars. Chelsea á fjóra deildarleiki eftir á tímabilnu og ljóst að með þessu áframhaldi eru þeir líklegir til að koma sér í hóp fjögurra efstu liða og þar með tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeildinni á ný - það er að segja ef þeim tekst þá ekki að vinna úrslitaleikinn í vor.Úrslit leikja Chelsea undir stjórn Di Matteo: 4. mars: Birmingham - Chelsea 0-2 (bikar) 10. mars: Chelsea - Stoke 1-0 (deild) 14. mars: Chelsea - Napoli 4-1 (Meistaradeild) 18. mars: Chelsea - Leicester 5-2 (bikar) 21. mars: Manchester City - Chelsea 2-1 (deild) 24. mars: Chelsea - Tottenham 0-0 (deild) 27. mars: Benfica - Chelsea 0-1 (Meistaradeild) 31. mars: Aston Villa - Chelsea 2-4 (deild) 4. apríl: Chelsea - Benfica 2-1 (Meistaradeild) 7. apríl: Chelsea - Wigan 2-1 (deild) 9. apríl: Fulham - Chelsea 1-1 (deild) 15. apríl: Tottenham - Chelsea 1-5 (bikar) 18. apríl: Chelsea - Barcelona 1-0 (Meistaradeild) 21. apríl: Arsenal - Chelsea 0-0 (deild) 24. apríl: Barcelona - Chelsea 2-2 (Meistaradeild)Árangur: 15 leikir á 51 degi 10 sigrar, 4 jafntefli, 1 tap. Markatala: 31-13Deild: 3 sigrar, 3 jafntefli, 1 tap.Bikar: 3 sigrar, 0 jafntefli, 0 töp.Meistaradeild: 4 sigrar, 1 jafntefli, 0 töp.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Sjá meira