Bayern komst í úrslitaleikinn eftir sigur í vítaspyrnukeppni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. apríl 2012 13:54 Nordic Photos / Getty Images Bayern München mun spila á heimavelli í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Real Madrid í æsispennandi viðureign á Santaigo Bernabeu í Madríd í kvöld. Markvörðurinn Manuel Neuer og Bastian Schweinsteiger voru hetjur Bayern í vítaspyrnukeppninni. Neuer varið fyrstu tvær spyrnur Madrídinga, sem þeir Cristiano Ronaldo og Kaka tóku, í henni og Schweinsteiger tryggði Þjóðverjum svo sigurinni. Iker Casillas varði reyndar líka tvær vítaspyrnur frá leikmönnum Bayern en varnarmaðurinn Sergio Ramos fór illa að ráði sínu þegar hann þrumaði boltanum hátt yfir markið úr sinni vítaspyrnu. Fyrri hálfleikurinn var í meira lagi fjörlegur en öll mörk leiksins voru skoruð á fyrstu 26 mínútunum, þar af tvö úr vítaspyrnum. Það færðist meiri ró yfir leikinn í seinni hálfleik enda ákváðu Madrídingar að setja meira púður í varnarleikinn eftir hlé. Cristiano Ronaldo kom Real Madrid í 2-0 forystu á upphafsmínútunum en fyrra markið kom úr vítaspyrnu. Arjen Robben skoraði mark Bæjara úr vítaspyrnu stuttu síðar. Leikurinn í kvöld var frábær skemmtun og bæði lið fengu fín færi til að skora fleiri mörk í leiknum. Fylgst var með leiknum hér á Vísi og má lesa meira um hann hér fyrir neðan.Fyrri hálfleikur Heimamenn byrjuðu af krafti og gáfu þeim þýsku skýr skilaboð um að það yrði sótt stíft að marki þeirra í leiknum. Litlu mátti muna strax á þriðju mínútu þegar að Sami Khedira komst í gott skotfæri en landi hans, Manuel Neuer, sá við honum. Svo á fimmtu mínútu dró heldur betur til tíðinda. Marcelo gaf háan bolta inn á teig þar sem Di Maria var mættur og skaut viðstöðulaust á markið. Varnarmaðurinn ungi, David Alaba, renndi sér fyrir en fékk boltann í höndina. Víti var dæmt og Alaba áminntur með gulu spjaldi, sem þýðir að hann verður í banni í úrslitaleiknum komist Bayern þangað. Cristiano Ronaldo steig á vítapunktinn og skoraði af öryggi. Real tók sér aðeins tæpar sex mínútur í að skora fyrsta markið og taka þar með stórt skref í átt að úrslitaleiknum í München þann 19. maí. Tæpum tveimur mínútum síðar hefði Bayern átt að jafna metin. Áðurnefndur Alaba átti frábæran sprett upp vinstri kantinn og gaf fasta fyrirgjöf inn í teig þar sem Arjen Robben var mættur á fjærstöng og í algjöru dauðafæri. En það fór ekki betur en svo að hann stýrði boltanum fram hjá markinu af stuttu færi. Þeir þýsku héldu þó áfram uppteknum hætti og á tólftu mínútu átti Mario Gomez fast skot að marki sem Casilles varði. Franck Ribery náði þó frákastinu en skaut framhjá úr ágætu færi. En aðeins tveimur mínútum síðar kom kjaftshögg númer tvö og aftur frá Cristiano Ronaldo. Real tók sér tíma til að byggja upp efnilega sókn sem lauk með því að Mesut Özil gaf flotta sendingu inn fyrir varnarlínu Bayern á Ronaldo. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir hann. Özil átti einnig frábæra sendingu á Ronaldo í marki Real Madrid í fyrri leiknum sem fór fram í Þýskalandi. Ronaldo var því búinn að skora öll þrjú mörk Madrídinga í rimmunni - og tvö eftir sendingu frá Özil. En sama hvað tautaði og raulaði neituðu Þjóðverjarnir að játa sig sigraða. Á 26. mínútu átti Toni Kroos sendingu inn í teig þar sem Mario Gomez var mættur. Varnarmaðurinn Pepe var hins vegar dæmdur brotlegur fyrir að hrinda Gomez og því vítaspyrna dæmd. Arjen Robben, sem klúðraði mikilvægu víti í leik gegn Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni á dögunum, steig á vítapunktinn og tókst að minnka muninn í 2-1. Casillas var þó nálægt því að verja boltann en spyrnan var góð hjá Hollendingnum öfluga. Bæði lið héldu áfram að sækja á víxl en Bæjarar voru þó næstu mínúturnar meira með boltann og náðu næstum að jafna metin á 35. mínútu. Gomez komst þá í gott færi en skot hans var varið af Casillas í markinu. Gestirnir komust svo nálægt því að jafna metin á lokamínútu fyrri hálfleiks er Arjen Robben nældi í aukaspyrnu rétt utan vítateigs heimamanna. Aftur hafði hinn skrautlegi Pepe gerst sekur um brotið. Robben tók vitaskuld spyrnuna sjálfur en Casillas var vandanum vaxinn í markinu. Mörkin urðu því að lokum þrjú í afar líflegum fyrri hálfleik og verður þá að hrósa leikmönnum Bayern duglega fyrir sýndan baráttuvilja þrátt fyrir að hafa lent 2-0 undir á upphafsmínútunum.Síðari hálfleikur Bæjarar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og héldu áfram að dæla boltum inn á teig heimamanna. Mario Gomez náði að skalla eina fyrirgjöfina að marki en boltinn fór hárfínt fram hjá. En eftir því sem leið á seinni hálfleikinn varð ljóst að Madrídingar eyddu meiri orku í varnarleikinn en í þeim fyrri enda full ástæða til. Fyrir vikið var ekki jafn mikið um opin færi í leiknum. Það var ekki fyrr en þegar fáar mínútur voru eftir af leiknum að leikmenn gerðu sig líklega til að skora á ný. Og aftur voru það gestirnir frá Þýskalandi sem voru að verki. Robben sendi hættulega sendingu inn í teig á Mario Gomez sem var í góðri stöðu en náði þrátt fyrir það ekki að koma skoti að marki. Reyndist það síðasta færi leiksins og þurfti því að framlengja leikinn. Augljóst var að leikmenn voru þreyttir, sérstaklega þeir spænsku en margir þeirra fleygðu sér í jörðina þegar venjulegur leiktími var flautaður af.Framlenging Fátt gerðist á upphafsmínútum framlengingarinnar og hún því nokkuð eðlilegt framhald á síðari hálfleiknum. Liðin vildu eðlilega ekki gefa nein færi á sér og tóku því engar áhættur í sínu spili. Staðan því óbreytt þegar fyrri hálfleikur framlengingarinnar var flautaður af. Madrídingar náðu að setja aðeins meiri kraft í sinn lokasprett en besta færi þeirra í á lokamínútum framlengingarinnar fékk varamaðurinn Kaka. Hann náði að koma boltanum fyrir sig á hættilegum stað í teignum en varnarmenn Bayern náðu að loka á hann áður en skotið reið af. Framlengingin leið því án þess að hvorugt liðið næði að skora og því ekkert annað að gera en að knýja fram niðurstöðu með vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppnin: Real Madrid - Bayern München 1-3 0-1 David Alaba skoraðiManuel Neuer varði frá Cristiano Ronaldo, sem skaut neðst í vinstra hornið.0-2 Mario Gomez skoraði Manuel Neuer varði frá Kaka, sem skaut í sama horn og Ronaldo. Iker Casillas varði frá Toni Kroos, sem skaut neðst í hægra hornið.1-2 Xabi Alonso skoraðiIker Casillas varði frá Phillip Lahm, sem skaut rétt hægra megin við mitt markiðSergio Ramos þrumaði boltanum hátt yfir markið1-3 Bastian Schweinsteiger skoraði og tryggði Bayern München sigur í leiknum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
Bayern München mun spila á heimavelli í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Real Madrid í æsispennandi viðureign á Santaigo Bernabeu í Madríd í kvöld. Markvörðurinn Manuel Neuer og Bastian Schweinsteiger voru hetjur Bayern í vítaspyrnukeppninni. Neuer varið fyrstu tvær spyrnur Madrídinga, sem þeir Cristiano Ronaldo og Kaka tóku, í henni og Schweinsteiger tryggði Þjóðverjum svo sigurinni. Iker Casillas varði reyndar líka tvær vítaspyrnur frá leikmönnum Bayern en varnarmaðurinn Sergio Ramos fór illa að ráði sínu þegar hann þrumaði boltanum hátt yfir markið úr sinni vítaspyrnu. Fyrri hálfleikurinn var í meira lagi fjörlegur en öll mörk leiksins voru skoruð á fyrstu 26 mínútunum, þar af tvö úr vítaspyrnum. Það færðist meiri ró yfir leikinn í seinni hálfleik enda ákváðu Madrídingar að setja meira púður í varnarleikinn eftir hlé. Cristiano Ronaldo kom Real Madrid í 2-0 forystu á upphafsmínútunum en fyrra markið kom úr vítaspyrnu. Arjen Robben skoraði mark Bæjara úr vítaspyrnu stuttu síðar. Leikurinn í kvöld var frábær skemmtun og bæði lið fengu fín færi til að skora fleiri mörk í leiknum. Fylgst var með leiknum hér á Vísi og má lesa meira um hann hér fyrir neðan.Fyrri hálfleikur Heimamenn byrjuðu af krafti og gáfu þeim þýsku skýr skilaboð um að það yrði sótt stíft að marki þeirra í leiknum. Litlu mátti muna strax á þriðju mínútu þegar að Sami Khedira komst í gott skotfæri en landi hans, Manuel Neuer, sá við honum. Svo á fimmtu mínútu dró heldur betur til tíðinda. Marcelo gaf háan bolta inn á teig þar sem Di Maria var mættur og skaut viðstöðulaust á markið. Varnarmaðurinn ungi, David Alaba, renndi sér fyrir en fékk boltann í höndina. Víti var dæmt og Alaba áminntur með gulu spjaldi, sem þýðir að hann verður í banni í úrslitaleiknum komist Bayern þangað. Cristiano Ronaldo steig á vítapunktinn og skoraði af öryggi. Real tók sér aðeins tæpar sex mínútur í að skora fyrsta markið og taka þar með stórt skref í átt að úrslitaleiknum í München þann 19. maí. Tæpum tveimur mínútum síðar hefði Bayern átt að jafna metin. Áðurnefndur Alaba átti frábæran sprett upp vinstri kantinn og gaf fasta fyrirgjöf inn í teig þar sem Arjen Robben var mættur á fjærstöng og í algjöru dauðafæri. En það fór ekki betur en svo að hann stýrði boltanum fram hjá markinu af stuttu færi. Þeir þýsku héldu þó áfram uppteknum hætti og á tólftu mínútu átti Mario Gomez fast skot að marki sem Casilles varði. Franck Ribery náði þó frákastinu en skaut framhjá úr ágætu færi. En aðeins tveimur mínútum síðar kom kjaftshögg númer tvö og aftur frá Cristiano Ronaldo. Real tók sér tíma til að byggja upp efnilega sókn sem lauk með því að Mesut Özil gaf flotta sendingu inn fyrir varnarlínu Bayern á Ronaldo. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir hann. Özil átti einnig frábæra sendingu á Ronaldo í marki Real Madrid í fyrri leiknum sem fór fram í Þýskalandi. Ronaldo var því búinn að skora öll þrjú mörk Madrídinga í rimmunni - og tvö eftir sendingu frá Özil. En sama hvað tautaði og raulaði neituðu Þjóðverjarnir að játa sig sigraða. Á 26. mínútu átti Toni Kroos sendingu inn í teig þar sem Mario Gomez var mættur. Varnarmaðurinn Pepe var hins vegar dæmdur brotlegur fyrir að hrinda Gomez og því vítaspyrna dæmd. Arjen Robben, sem klúðraði mikilvægu víti í leik gegn Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni á dögunum, steig á vítapunktinn og tókst að minnka muninn í 2-1. Casillas var þó nálægt því að verja boltann en spyrnan var góð hjá Hollendingnum öfluga. Bæði lið héldu áfram að sækja á víxl en Bæjarar voru þó næstu mínúturnar meira með boltann og náðu næstum að jafna metin á 35. mínútu. Gomez komst þá í gott færi en skot hans var varið af Casillas í markinu. Gestirnir komust svo nálægt því að jafna metin á lokamínútu fyrri hálfleiks er Arjen Robben nældi í aukaspyrnu rétt utan vítateigs heimamanna. Aftur hafði hinn skrautlegi Pepe gerst sekur um brotið. Robben tók vitaskuld spyrnuna sjálfur en Casillas var vandanum vaxinn í markinu. Mörkin urðu því að lokum þrjú í afar líflegum fyrri hálfleik og verður þá að hrósa leikmönnum Bayern duglega fyrir sýndan baráttuvilja þrátt fyrir að hafa lent 2-0 undir á upphafsmínútunum.Síðari hálfleikur Bæjarar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og héldu áfram að dæla boltum inn á teig heimamanna. Mario Gomez náði að skalla eina fyrirgjöfina að marki en boltinn fór hárfínt fram hjá. En eftir því sem leið á seinni hálfleikinn varð ljóst að Madrídingar eyddu meiri orku í varnarleikinn en í þeim fyrri enda full ástæða til. Fyrir vikið var ekki jafn mikið um opin færi í leiknum. Það var ekki fyrr en þegar fáar mínútur voru eftir af leiknum að leikmenn gerðu sig líklega til að skora á ný. Og aftur voru það gestirnir frá Þýskalandi sem voru að verki. Robben sendi hættulega sendingu inn í teig á Mario Gomez sem var í góðri stöðu en náði þrátt fyrir það ekki að koma skoti að marki. Reyndist það síðasta færi leiksins og þurfti því að framlengja leikinn. Augljóst var að leikmenn voru þreyttir, sérstaklega þeir spænsku en margir þeirra fleygðu sér í jörðina þegar venjulegur leiktími var flautaður af.Framlenging Fátt gerðist á upphafsmínútum framlengingarinnar og hún því nokkuð eðlilegt framhald á síðari hálfleiknum. Liðin vildu eðlilega ekki gefa nein færi á sér og tóku því engar áhættur í sínu spili. Staðan því óbreytt þegar fyrri hálfleikur framlengingarinnar var flautaður af. Madrídingar náðu að setja aðeins meiri kraft í sinn lokasprett en besta færi þeirra í á lokamínútum framlengingarinnar fékk varamaðurinn Kaka. Hann náði að koma boltanum fyrir sig á hættilegum stað í teignum en varnarmenn Bayern náðu að loka á hann áður en skotið reið af. Framlengingin leið því án þess að hvorugt liðið næði að skora og því ekkert annað að gera en að knýja fram niðurstöðu með vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppnin: Real Madrid - Bayern München 1-3 0-1 David Alaba skoraðiManuel Neuer varði frá Cristiano Ronaldo, sem skaut neðst í vinstra hornið.0-2 Mario Gomez skoraði Manuel Neuer varði frá Kaka, sem skaut í sama horn og Ronaldo. Iker Casillas varði frá Toni Kroos, sem skaut neðst í hægra hornið.1-2 Xabi Alonso skoraðiIker Casillas varði frá Phillip Lahm, sem skaut rétt hægra megin við mitt markiðSergio Ramos þrumaði boltanum hátt yfir markið1-3 Bastian Schweinsteiger skoraði og tryggði Bayern München sigur í leiknum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira