Mourinho klár í aðra atlögu að Meistaradeildartitlinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2012 10:56 Mourinho ætlar sér enn stærri hluti með Real Madrid. Nordic Photos / AFP Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir stíganda í árangri liðs síns og að tapið gegn Bayern München auki á áhuga hans að stýra liðinu á næstu leiktíð. Þá verði gerð önnur atlaga að Meistaradeildartitilinum. Mourinho, sem unnið hefur Meistaradeildina með Porto (2004) og Inter (2009) á knattspyrnustjóraferli sínum, var brattur á blaðamannfundinum eftir að lið hans féll á dramatískan hátt úr keppninni að lokinni vítaspyrnukeppni gegn Bæjurum í gærkvöldi. Töluvert hefur verið rætt um framtíð Mourinho í vetur og hugsanlega endurkomu hans í enska boltann. Enska félagið Chelsea, sem Mourinho stýrði á árunum 2004-2007, hefur verið nefndt sem líklegur áfangastaður en Mourinho segir sig og leikmenn sína eiga óunnið verk í Madríd. „Það hafði mikla þýðingu að vinna Konungsbikarinn á síðustu leiktíð. Ef okkur tekst að klára deildina í ár hefur það einnig mikla þýðingu. Að komast í undanúrslit í Meistaradeildinni tvö ár í röð er heldur ekki slæmur árangur en við viljum meira," sagði Portúgalinn litríki. „Ég hef trú á því að við getum enn bætt okkur sem lið og félagið getur einnig styrkt sig. Félög þurfa að aðlagast breyttum tímum. Stórkostleg bifreið á níunda áratugnum heldur ekki yfirburðum sínum að óbreyttu á tíunda áratugnum eða á 21. öldinni," sagði Mourinho og gaf í skyn að hann teldi breytinga þörf hjá félaginu. Þó hefur Mourinho fengið meira sjálfræði í starfi knattspyrnustjóra en flestir forverar hans í starfi. Áttum skilið að vinnaMourinho taldi Real Madrid hafa átt sigurinn skilið í viðureign sinni við Bayern München. Hann sagði stöðuna erfiða þegar félag í harðri baráttu í deildinni í heimalandinu mætir liði sem getur einbeitt sér að Meistaradeildinni. Vísaði hann þar í útileik Real Madrid gegn Barcelona í spænsku deildinni um liðna helgi á sama tíma og Bæjarar gátu hvílt lykilmenn í sínum deildarleik. „Ég lenti í því sama þegar Chelsea mætti Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool var 30 stigum frá toppnum og tefldu fram varaliði gegn Fulham á meðan Chelsea stillti upp sínu sterkasta liði í öllum deildarleikjum til að geta tryggt sér Englandsmeistaratitilinn," sagði Mourinho og benti á að hið sama gilti um Barcelona sem hefði dottið út gegn Chelsea. Úrslitaleikur Bayern München og Chelsea fer fram laugardagskvöldið 19. maí á Allianz-leikvanginum í München, heimavelli Bæjara. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir stíganda í árangri liðs síns og að tapið gegn Bayern München auki á áhuga hans að stýra liðinu á næstu leiktíð. Þá verði gerð önnur atlaga að Meistaradeildartitilinum. Mourinho, sem unnið hefur Meistaradeildina með Porto (2004) og Inter (2009) á knattspyrnustjóraferli sínum, var brattur á blaðamannfundinum eftir að lið hans féll á dramatískan hátt úr keppninni að lokinni vítaspyrnukeppni gegn Bæjurum í gærkvöldi. Töluvert hefur verið rætt um framtíð Mourinho í vetur og hugsanlega endurkomu hans í enska boltann. Enska félagið Chelsea, sem Mourinho stýrði á árunum 2004-2007, hefur verið nefndt sem líklegur áfangastaður en Mourinho segir sig og leikmenn sína eiga óunnið verk í Madríd. „Það hafði mikla þýðingu að vinna Konungsbikarinn á síðustu leiktíð. Ef okkur tekst að klára deildina í ár hefur það einnig mikla þýðingu. Að komast í undanúrslit í Meistaradeildinni tvö ár í röð er heldur ekki slæmur árangur en við viljum meira," sagði Portúgalinn litríki. „Ég hef trú á því að við getum enn bætt okkur sem lið og félagið getur einnig styrkt sig. Félög þurfa að aðlagast breyttum tímum. Stórkostleg bifreið á níunda áratugnum heldur ekki yfirburðum sínum að óbreyttu á tíunda áratugnum eða á 21. öldinni," sagði Mourinho og gaf í skyn að hann teldi breytinga þörf hjá félaginu. Þó hefur Mourinho fengið meira sjálfræði í starfi knattspyrnustjóra en flestir forverar hans í starfi. Áttum skilið að vinnaMourinho taldi Real Madrid hafa átt sigurinn skilið í viðureign sinni við Bayern München. Hann sagði stöðuna erfiða þegar félag í harðri baráttu í deildinni í heimalandinu mætir liði sem getur einbeitt sér að Meistaradeildinni. Vísaði hann þar í útileik Real Madrid gegn Barcelona í spænsku deildinni um liðna helgi á sama tíma og Bæjarar gátu hvílt lykilmenn í sínum deildarleik. „Ég lenti í því sama þegar Chelsea mætti Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool var 30 stigum frá toppnum og tefldu fram varaliði gegn Fulham á meðan Chelsea stillti upp sínu sterkasta liði í öllum deildarleikjum til að geta tryggt sér Englandsmeistaratitilinn," sagði Mourinho og benti á að hið sama gilti um Barcelona sem hefði dottið út gegn Chelsea. Úrslitaleikur Bayern München og Chelsea fer fram laugardagskvöldið 19. maí á Allianz-leikvanginum í München, heimavelli Bæjara.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira