Samband Hamilton og Button gæti snúist upp í andhverfu sína Birgir Þór Harðarson skrifar 11. apríl 2012 22:30 Lewis Hamilton og Jenson Button, ökumenn McLaren liðsins, þurfa að hafa varan á segir Johnny Herbert dómari í Formúlu 1 og fyrrum ökumaður. Hann telur gott samband liðsfélaganna geta snúist upp í andhverfu sína í ár haldi McLaren áfram að hafa yfirburði. Herbert telur liðsfélagana geta orðið að erkifjendum á brautinni mjög auðveldlega á tímabilinu. Þeir þurfi að passa að keppnisskapið smiti ekki útfyrir bílstjórasætið og eyðileggi þeirra góða persónulega samband. Við vefsíðu breska götublaðsins The Sun segir Herbert að það skipti ökumennina miklu máli hver hafi yfirhöndina því sá fær meiri athygli frá liðinu. "Ég held að helsta barátta Lewis verði við Jenson," sagði Herbert. Lewis og Jenson hefur verið líkt saman við ekki minni menn en Ayrton Senna og Alain Prost sem óku fyrir McLaren árin 1988 og 1989. Liðið hafði gríðarlega yfirburði þá en bardaga Senna og Prost lauk með flugeldasýningu í japanska kappakstrinum 1989. Alain Prost varð heimsmeistari það árið. Formúla Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton og Jenson Button, ökumenn McLaren liðsins, þurfa að hafa varan á segir Johnny Herbert dómari í Formúlu 1 og fyrrum ökumaður. Hann telur gott samband liðsfélaganna geta snúist upp í andhverfu sína í ár haldi McLaren áfram að hafa yfirburði. Herbert telur liðsfélagana geta orðið að erkifjendum á brautinni mjög auðveldlega á tímabilinu. Þeir þurfi að passa að keppnisskapið smiti ekki útfyrir bílstjórasætið og eyðileggi þeirra góða persónulega samband. Við vefsíðu breska götublaðsins The Sun segir Herbert að það skipti ökumennina miklu máli hver hafi yfirhöndina því sá fær meiri athygli frá liðinu. "Ég held að helsta barátta Lewis verði við Jenson," sagði Herbert. Lewis og Jenson hefur verið líkt saman við ekki minni menn en Ayrton Senna og Alain Prost sem óku fyrir McLaren árin 1988 og 1989. Liðið hafði gríðarlega yfirburði þá en bardaga Senna og Prost lauk með flugeldasýningu í japanska kappakstrinum 1989. Alain Prost varð heimsmeistari það árið.
Formúla Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira