Handboltafélag Akureyrar réð í dag þá Heimi Örn Árnason og Bjarna Fritzson sem þjálfara karlaliðsins næstu tvö árin. Þeir taka við starfinu af Atla Hilmarssyni sem lætur af störfum í lok leiktíðar.
Sævar Árnason mun áfram verða aðstoðarþjálfari liðsins líkt og síðustu ár.
Ráðning þeirra félaga vekur nokkra athygli enda báðir leikmenn liðsins og þeir munu spila áfram með liðinu.
Markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson og línumaðurinn Hörður Fannar Sigþórsson skrifuðu báðir undir nýjan samning við félagið í dag.

