Iron Man 3 verður undir kínverskum áhrifum 16. apríl 2012 21:30 Kínverskt kvikmyndafyrirtæki mun koma að framleiðslu næstu Iron Man kvikmyndarinnar. Disney tilkynnti þetta í dag en talið er að samstarfið sé liður í áætlun fyrirtækisins um að styrkja tengsl sín við kvikmyndaiðnaðinn í Kína. Það verður kínverska fyrirtækið DMG sem mun fjárfesta í Iron Man 3 en hún kemur út á næsta ári. Fyrirtækið mun einnig annast dreifingu kvikmyndarinnar í Kína. „Við vitum að Iron Man á marga aðdáendur í Kína," sagði Stanley Cheung, talsmaður Disney í Kína. „Þess vegna ætlum við að glæða nýju myndina kínverskum blæ og mun útlit hennar og söguþráður taka mið af því." Vonast er til að Iron Man 3 verði frumsýnd 3. maí á næsta ári. Robert Downey Jr. fer með hlutverk Járnmannsins í þriðja sinn. Þá munu þau Gwyneth Paltrow og Don Cheadle einnig snúa aftur. Það er síðan Shane Black sem mun annast leikstjórn Iron Man 3. Black var á sínum tíma einn vinsælasti handritshöfundur Hollywood en hann á heiðurinn af Lethal Weapon kvikmyndunum. Kvikmyndaiðnaðurinn í Kína hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum. Þá ákváðu yfirvöld í Kína fyrir stuttu að liðka um fyrir fjárfestingum í erlendum kvikmyndum og því sækjast kvikmyndafyrirtæki í Hollywood nú eftir að laða að kínverska fjárfesta. Helsti keppinautur Disney, DreamWorks, tilkynnti fyrir nokkru að fyrirtækið muni reisa nýtt framleiðsluver sitt í Sjanghæ. Áhugasamir geta séð brot úr Iron Man 2 hér fyrir ofan. Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kínverskt kvikmyndafyrirtæki mun koma að framleiðslu næstu Iron Man kvikmyndarinnar. Disney tilkynnti þetta í dag en talið er að samstarfið sé liður í áætlun fyrirtækisins um að styrkja tengsl sín við kvikmyndaiðnaðinn í Kína. Það verður kínverska fyrirtækið DMG sem mun fjárfesta í Iron Man 3 en hún kemur út á næsta ári. Fyrirtækið mun einnig annast dreifingu kvikmyndarinnar í Kína. „Við vitum að Iron Man á marga aðdáendur í Kína," sagði Stanley Cheung, talsmaður Disney í Kína. „Þess vegna ætlum við að glæða nýju myndina kínverskum blæ og mun útlit hennar og söguþráður taka mið af því." Vonast er til að Iron Man 3 verði frumsýnd 3. maí á næsta ári. Robert Downey Jr. fer með hlutverk Járnmannsins í þriðja sinn. Þá munu þau Gwyneth Paltrow og Don Cheadle einnig snúa aftur. Það er síðan Shane Black sem mun annast leikstjórn Iron Man 3. Black var á sínum tíma einn vinsælasti handritshöfundur Hollywood en hann á heiðurinn af Lethal Weapon kvikmyndunum. Kvikmyndaiðnaðurinn í Kína hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum. Þá ákváðu yfirvöld í Kína fyrir stuttu að liðka um fyrir fjárfestingum í erlendum kvikmyndum og því sækjast kvikmyndafyrirtæki í Hollywood nú eftir að laða að kínverska fjárfesta. Helsti keppinautur Disney, DreamWorks, tilkynnti fyrir nokkru að fyrirtækið muni reisa nýtt framleiðsluver sitt í Sjanghæ. Áhugasamir geta séð brot úr Iron Man 2 hér fyrir ofan.
Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent