Instagram: 10 milljón notendur á 10 dögum 16. apríl 2012 22:00 Notendafjöldi Instagram hefur því aukist úr 30 milljónum í 40 milljónir á rúmri viku. mynd/AFP Smáforritið Instagram hefur vægast sagt slegið í gegn síðan Android-útgáfa þess var opinberuð fyrr í þessum mánuði. Rúmlega 10 milljón snjallsímanotendur hafa náð í forritið á síðustu tíu dögum. Mikið hefur verið rætt um Instagram síðustu vikurnar. Gríðarleg eftirvænting var fyrir Android-útgáfu forritsins en Instagram hafði aðeins verið fáanlegt á iOS stýrikerfið. Samskiptavefurinn Facebook keypti síðan smáforritið í síðustu viku á milljarð dollara. Þannig hefur Instagram verið á milli tannanna á fólki síðustu daga. Og áhrif þessa umtals leyna sér ekki. Samkvæmt tæknifréttasíðunni TechCrunch hefur ein milljón manns náð í forritið á hverjum degi frá því að Android-útgáfan var opinberuð fyrir tíu dögum. Notendafjöldi Instagram hefur því aukist úr 30 milljónum í 40 milljónir á rúmri viku. Þetta er þó aðeins 5% af notendafjölda Facebook. Það tók Facebook fjögur ár að ná 100 milljón notendum og svo virðist sem að Instagram eigi eftir að slá samskiptavefnum við. Instagram var opinberað í október árið 2010 og voru notendur þess orðnir milljón talsins í desember á sama ári. Tæpu ári seinna voru tíu milljón manns með forritið í snjallsímum sínum. Notendur Instagram voru margir hverjir uggandi yfir yfirtöku Facebook. Stjórnendur samskiptasíðunnar hafa þó tilkynnt að Instagram verði áfram sjálfstætt smáforrit og algjörlega óháð rekstri Facebook. Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Smáforritið Instagram hefur vægast sagt slegið í gegn síðan Android-útgáfa þess var opinberuð fyrr í þessum mánuði. Rúmlega 10 milljón snjallsímanotendur hafa náð í forritið á síðustu tíu dögum. Mikið hefur verið rætt um Instagram síðustu vikurnar. Gríðarleg eftirvænting var fyrir Android-útgáfu forritsins en Instagram hafði aðeins verið fáanlegt á iOS stýrikerfið. Samskiptavefurinn Facebook keypti síðan smáforritið í síðustu viku á milljarð dollara. Þannig hefur Instagram verið á milli tannanna á fólki síðustu daga. Og áhrif þessa umtals leyna sér ekki. Samkvæmt tæknifréttasíðunni TechCrunch hefur ein milljón manns náð í forritið á hverjum degi frá því að Android-útgáfan var opinberuð fyrir tíu dögum. Notendafjöldi Instagram hefur því aukist úr 30 milljónum í 40 milljónir á rúmri viku. Þetta er þó aðeins 5% af notendafjölda Facebook. Það tók Facebook fjögur ár að ná 100 milljón notendum og svo virðist sem að Instagram eigi eftir að slá samskiptavefnum við. Instagram var opinberað í október árið 2010 og voru notendur þess orðnir milljón talsins í desember á sama ári. Tæpu ári seinna voru tíu milljón manns með forritið í snjallsímum sínum. Notendur Instagram voru margir hverjir uggandi yfir yfirtöku Facebook. Stjórnendur samskiptasíðunnar hafa þó tilkynnt að Instagram verði áfram sjálfstætt smáforrit og algjörlega óháð rekstri Facebook.
Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent