Umfjöllun og viðtöl: FH - Akureyri 26-25 Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 17. apríl 2012 18:30 FH vann Akureyri, 26-25, eftir framlengingu í fyrsta leik undanúrslitana í N1-deild karla í handkattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika í kvöld. FH var ívið sterkari aðilinn allan leikinn en Akureyri gafst aldrei upp og komu alltaf til baka. Bjarni Fritzson, leikmaður Akureyrar, átti stórkostlegan leik og skoraði 12 mörk en hann jafnaði leikinn rétt fyrir venjulegan leiktíma og framlengja þurfti. FH-ingar voru sterkari í framlengingunni og unnu frábæran sigur. FH-ingar voru miklu sterkari til að byrja með og stjórnuðu algjörlega leiknum. Sóknarleikur þeirra var markviss og vel framkvæmdur á meðan Akureyringar voru með flugþreytu og lítið sem ekkert gekk upp hjá norðanmönnum. Fljótlega voru FH komnir með fimm marka forystu 10-5 og Akureyringar tóku þá leikhlé. Eftir að Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, hafði messað yfir sínum mönnum kom allt annað lið til baka. Akureyri fór að spila sem lið og varnarleikur þeirra varð sterkari. Hægt og rólega minnkuðu þeir muninn og að lokum var staðan orðin jöfn 12-12 í hálfleik. FH-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn betur rétt eins og í fyrri og komust fljótlega þremur mörkum yfir. Akureyringar gefast aldrei upp og héldu áfram að berjast. Það leið ekki að löngu þangað til að þeir höfðu jafnað. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi en þegar stutt var eftir var staðan 21-18 fyrir FH og þeir með pálmann í höndunum. Akureyringar neituðu að gefast upp og spiluðu gríðarlega skynsamlega á lokasprettinum. Gestirnir náðu að jafna metin 22-22 þegar tíu sekúndur voru eftir. Því þurfti að framlengja leikinn. FH var skrefinu á undan í framlengingunni og unnu að lokum frábæran sigur 26-25. Leikurinn í kvöld er vonandi forsmekkurinn sem koma skal í þessu einvígi en hann hafði allt sem góður handboltaleikur þar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig næsti leikur fer fyrir norðan en Akureyringar mega ekki missa Íslandsmeistarana í 2-0 í einvíginu, líkt og gerðist fyrir ári síðan þegar þessi lið mættust í úrslitum . Atli: Áttum fínan möguleika í framlengingunniMynd/Óskar Andri„Ég er bara hundsvekktur," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir tapið í kvöld. „Þetta var bara jafn leikur og verður án efa frábært einvígi. Við lendum fimm mörkum undir í fyrri hálfleiknum og ég var rosalega ánægður með hvað strákarnir komu snöggt til baka". „Við áttum fínan séns í framlengingunni þegar við vorum einum fleiri en náðum að klúðra því. Ég er ánægður með karakterinn í liðinu en við gáfumst aldrei upp í kvöld." Einar Andri: Frábær auglýsing fyrir handboltannMynd/Óskar Andri„Þetta var frábær handboltaleikur eins og alltaf þegar þessi lið mætast og góð auglýsing fyrir íþróttina," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Ég er mjög ánægður með sigurinn, einnig er ég gríðarlega ánægður með stemmninguna í húsinu. Leikurinn var sveiflukenndur en við komust oft yfir en þeir komu alltaf til baka, þetta var bara stál í stál á tímabili." „Bæði lið þurftu að hafa mikið fyrir öllum sínum aðgerðum og menn börðust gríðarlega. Þetta er samt rétt að byrja og langt frá því að vera komið hjá okkur. Við ætlum okkur líka að vinna næst leik og komast í lykilstöðu." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan. Örn Ingi: Þetta eru skemmtilegustu sigrarnirMynd/Óskar Andri„Þetta var gífurlega gaman," sagði Örn Ingi Bjarkason, leikmaður FH, eftir sigurinn. „Það gefur manni mikið sjálfstraust að vinna svona leik eftir framlengingu og gott veganesti í næsta leik." „Við byrjuðum gífurlega vel og vorum í hörkustuði lengst framan af en síðan komast þeir einhvernvegin á sporið og ná að saxa á okkur með hraðaupphlaupum. Við hleyptum þeim aldrei framúr okkur og héldum bara í okkar leik, að lokum uppskárum við sigur." „Þetta er bara rétt að byrja en það væri frábært að komast í 2-0 í einvíginu eftir næsta leik og það er það sem við ætlum að gera."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Örn með því að smella hér. Olís-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
FH vann Akureyri, 26-25, eftir framlengingu í fyrsta leik undanúrslitana í N1-deild karla í handkattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika í kvöld. FH var ívið sterkari aðilinn allan leikinn en Akureyri gafst aldrei upp og komu alltaf til baka. Bjarni Fritzson, leikmaður Akureyrar, átti stórkostlegan leik og skoraði 12 mörk en hann jafnaði leikinn rétt fyrir venjulegan leiktíma og framlengja þurfti. FH-ingar voru sterkari í framlengingunni og unnu frábæran sigur. FH-ingar voru miklu sterkari til að byrja með og stjórnuðu algjörlega leiknum. Sóknarleikur þeirra var markviss og vel framkvæmdur á meðan Akureyringar voru með flugþreytu og lítið sem ekkert gekk upp hjá norðanmönnum. Fljótlega voru FH komnir með fimm marka forystu 10-5 og Akureyringar tóku þá leikhlé. Eftir að Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, hafði messað yfir sínum mönnum kom allt annað lið til baka. Akureyri fór að spila sem lið og varnarleikur þeirra varð sterkari. Hægt og rólega minnkuðu þeir muninn og að lokum var staðan orðin jöfn 12-12 í hálfleik. FH-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn betur rétt eins og í fyrri og komust fljótlega þremur mörkum yfir. Akureyringar gefast aldrei upp og héldu áfram að berjast. Það leið ekki að löngu þangað til að þeir höfðu jafnað. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi en þegar stutt var eftir var staðan 21-18 fyrir FH og þeir með pálmann í höndunum. Akureyringar neituðu að gefast upp og spiluðu gríðarlega skynsamlega á lokasprettinum. Gestirnir náðu að jafna metin 22-22 þegar tíu sekúndur voru eftir. Því þurfti að framlengja leikinn. FH var skrefinu á undan í framlengingunni og unnu að lokum frábæran sigur 26-25. Leikurinn í kvöld er vonandi forsmekkurinn sem koma skal í þessu einvígi en hann hafði allt sem góður handboltaleikur þar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig næsti leikur fer fyrir norðan en Akureyringar mega ekki missa Íslandsmeistarana í 2-0 í einvíginu, líkt og gerðist fyrir ári síðan þegar þessi lið mættust í úrslitum . Atli: Áttum fínan möguleika í framlengingunniMynd/Óskar Andri„Ég er bara hundsvekktur," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir tapið í kvöld. „Þetta var bara jafn leikur og verður án efa frábært einvígi. Við lendum fimm mörkum undir í fyrri hálfleiknum og ég var rosalega ánægður með hvað strákarnir komu snöggt til baka". „Við áttum fínan séns í framlengingunni þegar við vorum einum fleiri en náðum að klúðra því. Ég er ánægður með karakterinn í liðinu en við gáfumst aldrei upp í kvöld." Einar Andri: Frábær auglýsing fyrir handboltannMynd/Óskar Andri„Þetta var frábær handboltaleikur eins og alltaf þegar þessi lið mætast og góð auglýsing fyrir íþróttina," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Ég er mjög ánægður með sigurinn, einnig er ég gríðarlega ánægður með stemmninguna í húsinu. Leikurinn var sveiflukenndur en við komust oft yfir en þeir komu alltaf til baka, þetta var bara stál í stál á tímabili." „Bæði lið þurftu að hafa mikið fyrir öllum sínum aðgerðum og menn börðust gríðarlega. Þetta er samt rétt að byrja og langt frá því að vera komið hjá okkur. Við ætlum okkur líka að vinna næst leik og komast í lykilstöðu." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan. Örn Ingi: Þetta eru skemmtilegustu sigrarnirMynd/Óskar Andri„Þetta var gífurlega gaman," sagði Örn Ingi Bjarkason, leikmaður FH, eftir sigurinn. „Það gefur manni mikið sjálfstraust að vinna svona leik eftir framlengingu og gott veganesti í næsta leik." „Við byrjuðum gífurlega vel og vorum í hörkustuði lengst framan af en síðan komast þeir einhvernvegin á sporið og ná að saxa á okkur með hraðaupphlaupum. Við hleyptum þeim aldrei framúr okkur og héldum bara í okkar leik, að lokum uppskárum við sigur." „Þetta er bara rétt að byrja en það væri frábært að komast í 2-0 í einvíginu eftir næsta leik og það er það sem við ætlum að gera."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Örn með því að smella hér.
Olís-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira