Stálu sel úr Húsdýragarðinum og slepptu í Reykjavíkurtjörn 1. apríl 2012 13:00 Sigurður Ólafsson náði þessari mynd af selnum. Unnið verður að því að fanga dýrið eftir helgi. „Okkur er nú ekki skemmt," segir Tómas Óskar Guðjónsson, líffræðingur og forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, en óprúttnir aðilar virðast hafa brotist inn í skemmtigarðinn í nótt, stolið þaðan sel og sleppt í Reykjavíkurtjörn. Það var Sigurður Ólafsson sem hringdi inn á fréttastofu og tilkynnti að hann hefði séð selinn í tjörninni. Hann var úti að ganga í morgun þegar hann kom auga á einhverja svarta skepnu í tjörninni. „Ég áttaði mig reyndar ekki á því í fyrstu hvað þetta gat verið. Fyrst hvarflaði að mér að þarna væri einhver að reyna að koma sér heim eftir eitthvað djamm. Svo þegar ég gaumgæfði þetta betur gat ég ekki betur séð en að þetta væri selur," sagði Sigurður en í samtali við lögregluna kom í ljós að einhver, eða einhverjir, hefðu brotist inn í Húsdýragarðinn í nótt og haft selinn á brott með sér. Það kom fyrst fram á vef Reykjavíkurborgar að selurinn hefði sést í tjörninni. Þar var þó talið að selurinn hefði skriðið upp í fjöruna í Skerjafirði og fundið sér leið um nýgerðan skurð í Vatnsmýrinni yfir í Tjörnina. Við nánari eftirgrennslan kom þó í ljós að það var ekki rétt. Tómas Óskar segir málið frekar sérkennilegt, og í raun grafalvarlegt. „Ég vona bara að selnum verði ekki meint af," segir Tómas sem bætir við að lítið sé um æti í tjörninni og því líkur á því að selurinn, sem er kvendýr, leggist á fuglana. Spurður hvað sé til ráða svarar hann því til að það sé heilmikið vandamál að fanga selinn. „Það er ekki hlaupið að því, nema þá að skjóta hann. En það viljum við náttúrulega ekki," segir Tómas Óskar. Hann segir að það þurfi þó að hafa hraðar hendur á, enda selurinn með kóp. „Þannig ef við föngum ekki selinn á næstu vikum þá er líklegt að hún fari að kæpa." Hann segir urtuna geta verið heldur viðskotailla í því ástandi, eru því gestir við Reykjavíkurtjörn beðnir um að hafa varann á komist þeir í námunda við selinn. Líklega verður ekki ráðist í að fanga dýrið fyrr en eftir helgi. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem brotist er inn í garðinn, en hingað til hafa þjófarnir séð sóma sinn í því að láta dýrin afskiptalaus. Málið er í rannsókn. Vísir óskar að sjálfsögðu eftir betri myndum af selnum, en hægt er að senda þær á netfang fréttastofunnar, frettir@stod2.is. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
„Okkur er nú ekki skemmt," segir Tómas Óskar Guðjónsson, líffræðingur og forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, en óprúttnir aðilar virðast hafa brotist inn í skemmtigarðinn í nótt, stolið þaðan sel og sleppt í Reykjavíkurtjörn. Það var Sigurður Ólafsson sem hringdi inn á fréttastofu og tilkynnti að hann hefði séð selinn í tjörninni. Hann var úti að ganga í morgun þegar hann kom auga á einhverja svarta skepnu í tjörninni. „Ég áttaði mig reyndar ekki á því í fyrstu hvað þetta gat verið. Fyrst hvarflaði að mér að þarna væri einhver að reyna að koma sér heim eftir eitthvað djamm. Svo þegar ég gaumgæfði þetta betur gat ég ekki betur séð en að þetta væri selur," sagði Sigurður en í samtali við lögregluna kom í ljós að einhver, eða einhverjir, hefðu brotist inn í Húsdýragarðinn í nótt og haft selinn á brott með sér. Það kom fyrst fram á vef Reykjavíkurborgar að selurinn hefði sést í tjörninni. Þar var þó talið að selurinn hefði skriðið upp í fjöruna í Skerjafirði og fundið sér leið um nýgerðan skurð í Vatnsmýrinni yfir í Tjörnina. Við nánari eftirgrennslan kom þó í ljós að það var ekki rétt. Tómas Óskar segir málið frekar sérkennilegt, og í raun grafalvarlegt. „Ég vona bara að selnum verði ekki meint af," segir Tómas sem bætir við að lítið sé um æti í tjörninni og því líkur á því að selurinn, sem er kvendýr, leggist á fuglana. Spurður hvað sé til ráða svarar hann því til að það sé heilmikið vandamál að fanga selinn. „Það er ekki hlaupið að því, nema þá að skjóta hann. En það viljum við náttúrulega ekki," segir Tómas Óskar. Hann segir að það þurfi þó að hafa hraðar hendur á, enda selurinn með kóp. „Þannig ef við föngum ekki selinn á næstu vikum þá er líklegt að hún fari að kæpa." Hann segir urtuna geta verið heldur viðskotailla í því ástandi, eru því gestir við Reykjavíkurtjörn beðnir um að hafa varann á komist þeir í námunda við selinn. Líklega verður ekki ráðist í að fanga dýrið fyrr en eftir helgi. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem brotist er inn í garðinn, en hingað til hafa þjófarnir séð sóma sinn í því að láta dýrin afskiptalaus. Málið er í rannsókn. Vísir óskar að sjálfsögðu eftir betri myndum af selnum, en hægt er að senda þær á netfang fréttastofunnar, frettir@stod2.is.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira