Segist ekki hafa fallið fyrir aprílgabbi Smugunnar 1. apríl 2012 17:12 Ástþór er ásamt eiginkonu sinni í Kína. „Ég hljóp ekkert 1. apríl, það er bara ekki rétt," segir Ástþór Magnússon sem hringdi frá Kína þar sem hann skoðar brúðarkjóla þessa dagana en Vísir birti grein fyrr í dag þar sem sagt var frá því að Ástþór hefði fallið fyrir aprílgabbi Smugunnar sem greindi frá því að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. Ástþór segist alls ekki hafa fallið fyrri hrekknum því hann hafi sett þann fyrirvara í byrjun greinar sinnar að ef Páll tæki áskorun Smugunnar, eða eins og hann orðar það sjálfur: „Taki Páll Magnússon útvarpsstjóri áskorun Smugunnar að fara í forsetaframboð og setur Ástþór Magnússon yfir skipulagningu á kosningaútvarpi og sjónvarpi RÚV yrði það mikilvægt skref til að tryggja þjóðinni val á nýjum forseta í óhlutdrægu og lýðræðislegu ferli." „Þannig ég nýtti aprílgabbið til þess að koma sjónarmiðum mínum áleiðis," segir Ástþór sem býður sig nú fram til forseta í þriðja skiptið. Grein Ástþórs gengur út á meinta ólýðræðislega umfjöllun RÚV um forsetaframbjóðendur. Ástþór segir svo - án þess að hafa fallið fyrir gabbinu - að ef Páll færi í framboð þá gæti Ástþór nýtt krafta sína í að byggja upp fyrirmyndarumfjöllun um forsetaframbjóðendur og kosningarnar, þannig málefni frambjóðenda kæmust til skila. Það sem meira er, hann myndi draga framboð sitt til baka. „Annars skora ég á alla fréttastofu RÚV að fara í framboð, þetta er svo pólitískt fólk," bætir Ástþór við en Þóra Arnórsdóttir fréttakona hefur oft verið orðuð við framboð og hefur hún tekið sér frest til þess að íhuga stöðu sína í þetta embætti sem oft hefur verið litið á sem ópólitískt embætti, þó það hafi eitthvað breyst síðastliðin ár. Eins og fyrr segir, þá er Ástþór staddur í Kína ásamt konu sinni þar sem þau skoða brúðarkjóla fyrir fyrirtæki sem þau reka í Rússlandi. Von er á honum heim á næstu dögum. Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi hleypur 1. apríl - Páll ekki á leið í framboð Það eru eflaust einhverjir sem hafa hlaupið 1. apríl í dag, en einn þeirra er Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, sem nú býður sig fram í þriðja skiptið til forseta. Þannig sendi hann pistil á alla fjölmiðla landsins fyrr í dag en ástæðan var frétt Smugunnar um að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. 1. apríl 2012 15:31 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Sjá meira
„Ég hljóp ekkert 1. apríl, það er bara ekki rétt," segir Ástþór Magnússon sem hringdi frá Kína þar sem hann skoðar brúðarkjóla þessa dagana en Vísir birti grein fyrr í dag þar sem sagt var frá því að Ástþór hefði fallið fyrir aprílgabbi Smugunnar sem greindi frá því að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. Ástþór segist alls ekki hafa fallið fyrri hrekknum því hann hafi sett þann fyrirvara í byrjun greinar sinnar að ef Páll tæki áskorun Smugunnar, eða eins og hann orðar það sjálfur: „Taki Páll Magnússon útvarpsstjóri áskorun Smugunnar að fara í forsetaframboð og setur Ástþór Magnússon yfir skipulagningu á kosningaútvarpi og sjónvarpi RÚV yrði það mikilvægt skref til að tryggja þjóðinni val á nýjum forseta í óhlutdrægu og lýðræðislegu ferli." „Þannig ég nýtti aprílgabbið til þess að koma sjónarmiðum mínum áleiðis," segir Ástþór sem býður sig nú fram til forseta í þriðja skiptið. Grein Ástþórs gengur út á meinta ólýðræðislega umfjöllun RÚV um forsetaframbjóðendur. Ástþór segir svo - án þess að hafa fallið fyrir gabbinu - að ef Páll færi í framboð þá gæti Ástþór nýtt krafta sína í að byggja upp fyrirmyndarumfjöllun um forsetaframbjóðendur og kosningarnar, þannig málefni frambjóðenda kæmust til skila. Það sem meira er, hann myndi draga framboð sitt til baka. „Annars skora ég á alla fréttastofu RÚV að fara í framboð, þetta er svo pólitískt fólk," bætir Ástþór við en Þóra Arnórsdóttir fréttakona hefur oft verið orðuð við framboð og hefur hún tekið sér frest til þess að íhuga stöðu sína í þetta embætti sem oft hefur verið litið á sem ópólitískt embætti, þó það hafi eitthvað breyst síðastliðin ár. Eins og fyrr segir, þá er Ástþór staddur í Kína ásamt konu sinni þar sem þau skoða brúðarkjóla fyrir fyrirtæki sem þau reka í Rússlandi. Von er á honum heim á næstu dögum.
Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi hleypur 1. apríl - Páll ekki á leið í framboð Það eru eflaust einhverjir sem hafa hlaupið 1. apríl í dag, en einn þeirra er Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, sem nú býður sig fram í þriðja skiptið til forseta. Þannig sendi hann pistil á alla fjölmiðla landsins fyrr í dag en ástæðan var frétt Smugunnar um að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. 1. apríl 2012 15:31 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Sjá meira
Forsetaframbjóðandi hleypur 1. apríl - Páll ekki á leið í framboð Það eru eflaust einhverjir sem hafa hlaupið 1. apríl í dag, en einn þeirra er Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, sem nú býður sig fram í þriðja skiptið til forseta. Þannig sendi hann pistil á alla fjölmiðla landsins fyrr í dag en ástæðan var frétt Smugunnar um að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. 1. apríl 2012 15:31