Þorsteinn J. og gestir hans fóru ítarlega yfir leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu en þá komust Barcelona og Bayern München áfram í undanúrslit keppninnar.
Börsungar unnu AC Milan á heimavelli, 3-1, en umdeild vítaspyrna í lok fyrri hálfleiks reyndist örlagavaldur í leiknum.
Bæjarar lentu svo í litlum vandræðum með franska liðið Marseille og komast áfram eftir 4-0 samanlagðan sigur.
Rúnar Kristinsson og Pétur Marteinsson voru gestir Þorsteins J. að þessu sinni. Smelltu á hlekkinn hér fyrir ofan til að sjá þáttinn í heild sinni.
