Þóra Arnórsdóttir ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, samkvæmt heimildum Vísis. Í fréttatilkynningu frá stuðningsmönnum hennar er boðað til fundar í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan korter yfir fjögur í dag.
Í fréttatilkynningu segir að hún muni ávarpa fundinn klukkan hálffimm og skýra frá ákvörðun sinni varðandi framboð til embættis forseta Íslands.
