Nú liggur endanlega ljóst fyrir hvaða lið mætast í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en fjórðungsúrslitin kláruðust í kvöld. Chelsea mætir Barcelona en Real Madrid mun spila gegn Bayern München.
Chelsea hafði betur gegn Benfica eftir spennandi lokamínútur í Lundúnum í kvöld en gestirnir frá Portúgal voru ekki langt frá því að slá þá bláklæddu úr leik, þrátt fyrir að hafa verið manni færri allan seinni hálfleikinn.
Real Madrid lenti ekki í vandræðu með APOEL frá Kýpur og komst næsta auðveldlega áfram.
Farið var yfir leiki kvöldsins með ítarlegum hætti í þætti Þorsteins J. og gesta í kvöld. Þáttinn má sjá í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.
Chelsea slapp með skrekkinn | Þáttur Þorsteins J. í heild sinni
Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti


Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti

