Valencia er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar í knattspyrnu eftir öruggan sigur á AZ Alkmaar í síðari viðureign liðanna á Spáni 4-0.
Alkmaar, sem vann 2-1 sigur í fyrri leik liðanna, lenti 2-0 undir snemma leiks og náði ekki að rétta sinn hlut eftir það.
Adil Rami skoraði með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik og Jordi Alba bætti við marki snemma í síðari hálfleik og Pablo bætti við marki tíu mínútum fyrir leikslok.
Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði á varamannabekk AZ Alkmaar í Valencia í kvöld en var skipt inná í leikhléi. Hann var hins vegar í byrjunarliðinu þegar AZ lagði Valencia 2-1 í fyrri leiknum.
Valencia - AZ Alkmaar 4-0
1-0 Adil Rami 15. mín
2-0 Adil Rami 17. mín
3-0 Jordi Alba 56. mín
4-0 Pablo 80. mín
Valencia rúllaði AZ Alkmaar upp og fór áfram
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn

„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti




Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn