Bubba Watson tryggði sér sigur á Mastersmótinu í golfi í kvöld eftir að hann vann Suður-Afríkumanninn Louis Oosthuizen í bráðabana.
Watson komst í bráðabanann með frábærri spilamennsku á síðustu níu holunum en náði meðal annars að fá fugl á fjórum holum í röð.
Louis Oosthuizen og Bubba Watson léku báðir holurnar 72 á tíu höggum undir pari. Það þurfti síðan tvær holur af bráðabana til þess að fá sigurvegara.
Bubba Watson og Louis Oosthuizen byrjuðu bráðabanann á 18. holu en ekki tókst að fá út sigurvegara þar þar sem þeir léku hana báðir á pari.
Bubba Watson fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn en klikkaði þá á stuttu pútti. Watson hafði einnig klikkað á pútti fyrir sigrinum á lokaholunni á hringnum.
Þeir fóru næst yfir á tíundu holu þar sem Bubba Watson kom sér í vandræði en náði síðan ótrúlegu höggi úr erfiðri stöðu inn á flöt. Louis Oosthuizen var nálægt því að setja sitt pútt ofan í en tókst það ekki og því mátti Watson tvípútta.
Bubba Watson tvípúttaði og tryggði sér sigur á Mastersmótinu.
Masters: Bubba Watson vann sitt fyrsta risamót
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn





„Við máttum ekki gefast upp“
Körfubolti


„Við elskum að spila hérna“
Fótbolti

