Skallagrímur er kominn með forystu í einvíginu gegn ÍA um laust sæti í efstu deild karla í körfuknattleik. Borgnesingar lögðu Skagamenn 91-82 í fyrsta leik liðanna í Borgarnesi í gærkvöldi.
Gríðarlega góð stemmning var í Fjósinu í gærkvöldi. Um 750 manns troðfylltu íþróttahúsið hálftíma fyrir leik og var brugðið á það ráð að flytja yngra fólk að hliðarlínunni að því er fram kemur á heimasíðu Skallagríms.
Heimamenn höfðu tíu stiga forystu í hálfleik og létu hana aldrei af hendi. Þeir eru í góðri stöðu fyrir næstu viðureign liðanna á Akranesi á sunnudag. Sigur þar tryggir Borgnesingum sæti í efstu deild.
Skallagrímur-ÍA 91-82 (50-40)
Tölfræði Skallagríms: Lloyd Harrison 32/6 fráköst/6 stoðsendingar, Danny Rashad Sumner 15/7 fráköst/4 varin skot, Darrell Flake 13/11 fráköst/10 stoðsendingar, Hörður Helgi Hreiðarsson 10/5 fráköst, Egill Egilsson 8, Davíð Guðmundsson 6, Sigmar Egilsson 5/5 fráköst, Elvar Þór Sigurjónsson 2.
Tölfræði ÍA: Lorenzo Lee McClelland 35/8 fráköst/6 stoðsendingar, Terrence Watson 15/16 fráköst, Áskell Jónsson 12/4 fráköst, Hörður Kristján Nikulásson 10/6 fráköst, Dagur Þórisson 7, Sigurður Rúnar Sigurðsson 2/4 fráköst, Trausti Freyr Jónsson 1.
Körfubolti