Pepe fékk tveggja leikja bann | Ramos slapp með skrekkinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2012 13:15 Ramos var allt annað en sáttur við brottvísun sína gegn Villareal. Nordic Photos / Getty Images Spænska knattspyrnusambandið hafði í nógu að snúast í gær þegar agabrot leikmanna og forsvarsmanna Real Madrid í jafnteflinu gegn Villareal í vikunni voru til umræðu. Madridingar misstu stjórn á skapi sínu eftir að Villareal jafnaði metin í 1-1 þegar skammt var til leiksloka. Alls fengu þrír leikmenn reisupassann auk Jose Mourinho, knattspyrnustjóra liðsins. Fyrr í leiknum var þrekþjálfarinn Rui Faria sendur upp í stúku fyrir mótmæli. Portúgalska varnartröllið Pepe fékk tveggja leikja bann fyrir niðrandi ummæli sín um dómara leiksins. Hann verður því fjarri góðu gamni í viðureign Real Madrid gegn Real Sociedad í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Pepe verður á í messunni. Fyrr í vetur traðkaði hann á hönd Lionel Messi svo eitt dæmi af alltof mörgum sé tekið. Mesut Özil fékk eins leiks bann en hann var sendur í sturtu eftir ljótt orðbragð í garð dómarans. Özil mótmælti brottvísun kollega síns Sergio Ramos harðlega, alltof harðlega að mati dómara leiksins. Ramos, sem fékk sitt annað gula spjald fyrir brot skömmu eftir jöfnunarmark Villareal, slapp hins vegar með skrekkinn. Spænska sambandið afturkallaði fyrra gula spjald hans í leiknum og verður hann því með í kvöld ólíkt Özil. Þá verða Mourinho og Faria, einnig uppi í stúku í kvöld. Mourinho fékk eins leiks bann fyrir sína brottvísun gegn Villareal. Faria fékk hins vegar tveggja leikja bann. Madridingar voru allt annað en sáttir með dómgæsluna í leiknum og blésu af vikulegan blaðamannafund sem fara átti fram í gær. Liðið hefur sex stiga forskot á toppi deildarinnar en eiga meðal annars eftir að sækja Barcelona heim á Nou Camp. Leikur Real Madrid og Real Sociedad hefst klukkan 19 í kvöld. Hann er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og einnig verður fylgst með gangi mála hér á Vísi. Spænski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn og þjálfari Real Madrid sáu rautt í jafnteflisleik Real Madrid er hægt og bítandi að hleypa Barcelona aftur inn í slaginn um Spánarmeistaratitilinn. Real gerði jafntefli, 1-1, gegn Villarreal í kvöld og er nú aðeins með sex stiga forskot á Barcelona. Liðin eiga þess utan eftir að mætast í deildinni á nýjan leik. 21. mars 2012 15:49 Mourinho blótaði framan í spænsku þjóðina Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, er í vandræðum eftir leik Real Madrid í gærkvöldi en lærisveinar hans gerðu þá 1-1 jafntefli við Villarreal og töpuðu þá dýrmætum stigum í titilbaráttunni við Barcelona. Mourinho var einn af þremur Real-mönnum sem fengu að líta rauða spjaldið en það er þó ekki rauða spjaldið sem fór mest fyrir brjóstið á spænsku þjóðinni. 22. mars 2012 16:00 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Sjá meira
Spænska knattspyrnusambandið hafði í nógu að snúast í gær þegar agabrot leikmanna og forsvarsmanna Real Madrid í jafnteflinu gegn Villareal í vikunni voru til umræðu. Madridingar misstu stjórn á skapi sínu eftir að Villareal jafnaði metin í 1-1 þegar skammt var til leiksloka. Alls fengu þrír leikmenn reisupassann auk Jose Mourinho, knattspyrnustjóra liðsins. Fyrr í leiknum var þrekþjálfarinn Rui Faria sendur upp í stúku fyrir mótmæli. Portúgalska varnartröllið Pepe fékk tveggja leikja bann fyrir niðrandi ummæli sín um dómara leiksins. Hann verður því fjarri góðu gamni í viðureign Real Madrid gegn Real Sociedad í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Pepe verður á í messunni. Fyrr í vetur traðkaði hann á hönd Lionel Messi svo eitt dæmi af alltof mörgum sé tekið. Mesut Özil fékk eins leiks bann en hann var sendur í sturtu eftir ljótt orðbragð í garð dómarans. Özil mótmælti brottvísun kollega síns Sergio Ramos harðlega, alltof harðlega að mati dómara leiksins. Ramos, sem fékk sitt annað gula spjald fyrir brot skömmu eftir jöfnunarmark Villareal, slapp hins vegar með skrekkinn. Spænska sambandið afturkallaði fyrra gula spjald hans í leiknum og verður hann því með í kvöld ólíkt Özil. Þá verða Mourinho og Faria, einnig uppi í stúku í kvöld. Mourinho fékk eins leiks bann fyrir sína brottvísun gegn Villareal. Faria fékk hins vegar tveggja leikja bann. Madridingar voru allt annað en sáttir með dómgæsluna í leiknum og blésu af vikulegan blaðamannafund sem fara átti fram í gær. Liðið hefur sex stiga forskot á toppi deildarinnar en eiga meðal annars eftir að sækja Barcelona heim á Nou Camp. Leikur Real Madrid og Real Sociedad hefst klukkan 19 í kvöld. Hann er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og einnig verður fylgst með gangi mála hér á Vísi.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn og þjálfari Real Madrid sáu rautt í jafnteflisleik Real Madrid er hægt og bítandi að hleypa Barcelona aftur inn í slaginn um Spánarmeistaratitilinn. Real gerði jafntefli, 1-1, gegn Villarreal í kvöld og er nú aðeins með sex stiga forskot á Barcelona. Liðin eiga þess utan eftir að mætast í deildinni á nýjan leik. 21. mars 2012 15:49 Mourinho blótaði framan í spænsku þjóðina Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, er í vandræðum eftir leik Real Madrid í gærkvöldi en lærisveinar hans gerðu þá 1-1 jafntefli við Villarreal og töpuðu þá dýrmætum stigum í titilbaráttunni við Barcelona. Mourinho var einn af þremur Real-mönnum sem fengu að líta rauða spjaldið en það er þó ekki rauða spjaldið sem fór mest fyrir brjóstið á spænsku þjóðinni. 22. mars 2012 16:00 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Sjá meira
Leikmenn og þjálfari Real Madrid sáu rautt í jafnteflisleik Real Madrid er hægt og bítandi að hleypa Barcelona aftur inn í slaginn um Spánarmeistaratitilinn. Real gerði jafntefli, 1-1, gegn Villarreal í kvöld og er nú aðeins með sex stiga forskot á Barcelona. Liðin eiga þess utan eftir að mætast í deildinni á nýjan leik. 21. mars 2012 15:49
Mourinho blótaði framan í spænsku þjóðina Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, er í vandræðum eftir leik Real Madrid í gærkvöldi en lærisveinar hans gerðu þá 1-1 jafntefli við Villarreal og töpuðu þá dýrmætum stigum í titilbaráttunni við Barcelona. Mourinho var einn af þremur Real-mönnum sem fengu að líta rauða spjaldið en það er þó ekki rauða spjaldið sem fór mest fyrir brjóstið á spænsku þjóðinni. 22. mars 2012 16:00